Kvikmyndir

The Prodigal Planet

Leikstjórn: Donald W. Thompson
Handrit: Russell S. Doughten Jr. og Donald W. Thompson
Leikarar: William Wellman Jr., Lynda Beatie, Cathy Wellman, Thom Rachford
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1983
Lengd: 127mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0086145

Ágrip af söguþræði:
Síðasta myndin í fjórleiknum um örlög þeirra sem tóku ekki trú á Jesú Krist í tæka tíð og urðu því eftir þegar tímar endalokanna hófust. Eins og í fyrri myndum er helling af prédikunum í myndinni og hræðsluáróðurinn gegnum gangandi. Burthrifningin hefur átt sér stað, þ.e. allir þeir sem eru sannkristnir (þ.e. bókstafstrúarmenn)voru hrifnir burt upp til himins. Þeir sem ekki vilja fá merki dýrsins á enni sér eða hægri hönd verða að þrauka í sjö hryllileg ár en á þeim tíma nær dýrið (Satan) völdum. Þau sem neita að taka við merkinu eru hundelt og tekin af lífi ef þau hafna ekki Guði. Gagnárás kristinna er farin að ógna markmiði Satans og því sleppa fulltrúar hans David Michaels (aðal persónu myndarinnar) úr fangelsi og senda njósnara með honum til að komast að því hvar neðanjarðarsveit hinna kristnu er staðsett. David Michaels þarf að leysa dulkóða til að finna staðinn en þar getur hann komist í móðurtölvu og eyðilagt allt tölvukerfi Satans (en tölvur eru taldar vera frá djöflinum). Spurningin er bara hvort David tekst að komast óséður á áfangastað, því ekki aðeins þarf hann að losa sig við útsendara djöfulsins, hann þarf einnig að lifa af plágurnar sem sagt er frá í Opinberunarbókinni.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Þessi loka mynd er undir miklum áhrifum frá kaldastríðsárunum. Kjarnorkustríð hefur brotist út og „dómdagsfólk“ (en svo kallast þeir sem orðið hafa fyrir geislun) ráfar um í munkakuflum eins og uppvakningar og hrella saklausa borgara. Hin endanlega lausn er frekar ódýr en hún felst í því (og nú ljóstra ég upp um endi myndarinnar) að hinir kristnu syngja Áfram kristsmenn krossmenn inn í tölvukerfi Satans og rústa því með söngnum því tölvan skilur laglínuna sem tölvumál og þar með skipun. Langdregin endir á leiðinlegum fjórleik. Þessar myndir eru þó merkilegar fyrir þær sakir að þær hafa haft mikil áhrif á kristna bókstafstrúarmenn. Myndirnar eru fyrir löngu orðnar klassík og hafa haft mikil áhrif á kristnar heimsslitamyndir sem gerðar hafa verið eftir þær. Þessar myndir eru enn notaðar í kirkjum og Omega hefur meira að segja sýnt alla seríuna hér á landi. Fjórleikurinn er sem hér segir: A Thief in the Night, A Distant Thunder, The Image of the Beast og svo að lokum The Prodigal Planet.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 1M 2-3, Jl 2:3, Mt 7:22, Mt 7:25, Mt 24-25, Jh 1:12, Jh 3:3, Jh 3:16, Jh 14, Rm 6:23, Rm 12:20, Rm 15:12, 2Þ 2:10-12, Opb 1-22, Opb 6, Opb 13:16-18, Opb 16:10-18, Opb 20:4
Hliðstæður við texta trúarrits: Biblían, 2M 32, Ok 3:6, Jesaja, Jes 8:19, Jes 40:3, Jeremía, Esekíel, Daníel, Dn 12:10, Mt 3:3, Mt 27:45-28:10, Mk 1:3, Mk 15:33-16:20, Lk 3:4, Lk 13:5, Lk 23:44-24:49, Jh 1:23, Jh 3:16, Jh 14:6, Jh 19:28-20:23, 1Þ 4:16-17, 2Þ 2, Jk 2:19, 1Jh 4, Opb 1-22, Opb 3:20, Opb 6, Opb 7:1-8, Opb 8:8-11, Opb 11, Opb 12:1-13:18, Opb 17,
Persónur úr trúarritum: Andkristur, Guð, Jesús Kristur, Satan
Guðfræðistef: burthrifningin, erfðarsyndin, fyrirgefning Guðs, heimsslit, iðrun, synd, trú
Siðfræðistef: hatur, lygi, stríð, þjófnaður
Trúarbrögð: kristni, bókstafstrú,
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: dómkirkja, guðsríki, himnaríki, kirkja, musteri
Trúarleg tákn: kross
Trúarlegt atferli og siðir: bæn, messa, prédikun, sálmasöngur, trúboð,
Trúarleg reynsla: endurlausn, heilaþvottur