Kvikmyndir

The Twilight Zone: Two (Episode 66)

Leikstjórn: Montgomery Pittman
Handrit: Montgomery Pittman
Leikarar: Elizabeth Montgomery, Charles Bronson
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1961
Lengd: 25mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0052520
Einkunn: 2

Ágrip af söguþræði:
Eftir enn eina heimsstyrjöldina hefur mannkyninu tekist að eyða sjálfu sér. Aðeins ein kona og einn karl eru eftir en vandinn er sá að þau eru hermenn í andstæðum fylkingum.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Það má sjá þessa stuttmynd sem öfuga Adam og Evu sögu. Í stað þess að Adam og Eva lifi fyrst í einingu og kalli síðan yfir sig hörmungar og dauða með því að syndga, hefst myndin á syndinni en endar í einingu. Konan og maðurinn ná saman og afklæðast hermannafötunum. Karlinn lýsir meira að segja yfir friði, enda er ekki lengur ástæða til því að berjast. Þjóðirnar eru ekki lengur til og menningin er horfin. Það eina sem lifði af eru þessir tveir einstaklingar. Það er einnig áhugavert að myndin hefst á sjötta ári eftir stríðið en samkvæmt 1M 1:26-31 var maðurinn skapaður á sjötta degi.

Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 1:26-31, 1M 2-3
Persónur úr trúarritum: Adam, Eva
Siðfræðistef: efi, fordómar, græðgi, hatur, stríð, vantraust, þjóðernishyggja