Kvikmyndir

Thirteen Days

Leikstjórn: Roger Donaldson
Handrit: Ernest R. May, Philip D. Zelikow
Leikarar: Kevin Costner, Steven Culp, Dylan Baker, Bruce Greenwood, Frank Wood, Len Cariou, Henry Strozier og Janet Coleman
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 2000
Lengd: 145mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0146309
Einkunn: 3

Ágrip af söguþræði:
Kvikmyndin Þrettán dagar fjallar um Kúbudeiluna, þegar Sovétríkin unnu að því að koma upp skotflaugum í Kúbu. Myndin lýsir þrettán dögum í Hvíta húsi Bandaríkjanna og hvernig Bandaríkjamenn reyndu að lesa í spilin og átta sig á því hvað skyldi gera. Kennedy og hans aðstoðarmenn, Kenny O’Donnell og Róbert Kennedy (bróðir forsetans) reyna eftir bestu getu að afstýra kjarnorkustríði sem gæti leitt til endaloka heimsins. Fulltrúar hersins eru hins vegar á annarri skoðun og telja stríð eina rétta svarið.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Áhugavert er að Kennedy og hans menn eru meðvitað tengdir trúnni. Kennedy er sýndur í messu og Kenny O’Donnell fer að skrifta í kaþólskri kirkju sem er opin 24 tíma sólahrings því heimsendir gæti verið á morgun. Einnig er marg oft talað um þá þrjá sem „góða menn“ sem elska lífið. Talsmenn stríðs eru hins vegar aldrei sýndir á bæn og þeir sækja aldrei messur. Að lokum eru tengsl þeirra við trúna ítrekuð þegar Kenny O’Donnell spyr flugmann sem mun fljúga yfir Kúbu hvort hann sé trúaður maður. Flugmaðurinn játar því og greinilegt er að Kenny O’Donnell er létt við að heyra fréttirnar. Flugmaðurinn er síðar skotinn niður af Sovétmönnum en hann var sá eini sem fórst í stríðinu. Flugmaðurinn verður síðan örlagavaldur því herinn vill ólmur fá að hefna dauða hans en Kennedy ákveður að betra sé að bjóða hina kinnina en að svara ranglæti með renglæti. Ákvörðun hans reynist rétt og á stórann þátt í að ekki braust út sríð. Dómsdagur kemur einnig mikið fyrir í myndinni. Sve!pplaga skýi er endurtekið skotið inn í myndina en hún byrjar einnig á slíku skoti. Tónlistin undirstrikar þetta einnig en í myndinni eru lög eins og Eve Of Eternity og One Life Left spiluð. Nú þegar hefur verið minnst á 24 tíma skriftir og margt annað væri hægt að tína til. Heildar niðurstaða myndarinnar er sú að kærleikurinn er mestur og ávextir hans eru sætir og Guði þóknanlegir.

Hliðstæður við texta trúarrits: Lk 6:29
Guðfræðistef: heimsendir, kærleikur, trú
Trúarbrögð: Rómverska kaþólska kirkjan
Trúarlegt atferli og siðir: messa, bæn, skriftun