Allt frá stofnun Deus ex cinema 4. júlí 2000 hafa verið haldnar skrár yfir þær kvikmyndir sem þar hafa verið sýndar. Titill sérhverrar myndar er skráður á máli aðalframleiðslulandsins nema því aðeins að talsetningin sé önnur en nafn leikstjórans ásamt framleiðslu- eða frumsýningarári er tilgreint innan sviga á eftir. Þá er ennfremur skráð hvenær viðkomandi mynd var sýnd, hver sýndi hana og hvar.
Myndirnar eru flestar í eigu félagsmanna og hafa yfirleitt verið sýndar á dvd eða í sumum tilfellum á myndbandsspólum innan lokaðs vinahóps í heimahúsum nema í þeim tilfellum sem rétthafar þeirra hafa boðið upp á sérsýningar í kvikmyndahúsum. Sýningarnar hafa jafnframt oft orðið mörgum félagsmönnum hvatning til að kaupa sér þær myndir sem þeim hefur best líkað á þeim.
Helstu skrárnar sem haldnar hafa verið eru þessar:
- Leiknar kvikmyndir.
- Endursýndar leiknar kvikmyndir.
- Heimildamyndir (frumsýndar og endursýndar).
- Tónlistarmyndbönd (frumsýnd og endursýnd).
- Vinsælustu kvikmyndagerðarmennirnir.
Á vefnum er ennfremur að finna umfjallanir um sumar af þeim kvikmyndum sem sýndar hafa verið og er hægt að lesa þær með því að smella með bendlinum á heiti þeirra.