Kvikmyndir

Unforgiven

Leikstjórn: Clint Eastwood
Handrit: David Webb Peoples
Leikarar: Clint Eastwood, Morgan Freeman, Gene Hackman, Richard Harris
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1992
Lengd: 131mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0105695
Einkunn: 4

Ágrip af söguþræði:
William Munny (Eastwood), þekktur morðingi og fátækur svínahirðir, býr með tveimur börnum sínum á sveitabæ árið 1880. Hann hefur snúið frá sínum fyrri lífsstíl, drykkju og drápum. Þegar honum býðst að vinna sér inn 500 dollara fyrir að drepa tvo kúreka sem skáru andlit vændiskonu, freistast hann til að taka upp sína gömlu iðju til þess að geta boðið börnum sínum betri lífskjör.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Í kvikmyndinni Unforgiven eru fjölmörg trúarleg stef. Það eru siðfræðileg og guðfræðileg stef, vísun í trúarpersónur og athyglisverðar hliðstæður við trúartexta. Eitt stærsta siðfræðilega stef myndarinnar er sektarkennd. Fortíðardraugar og sektarkennd ásækja Munny iðulega. Í því ljósi er titill myndarinnar, Unforgiven, athyglisverður.Nokkrar áhugaverðar skírskotanir í kvikmyndinni til hins deuteronómska söguverks Gamla Testamentisins. Í uppgjöri Munny og Litla Bills, lögreglustjóra bæjarins Big Whiskey, segir Litli Bill þar sem hann horfir í byssuhlaupið hjá Munny: „Ég á ekki skilið að deyja svona. Ég var að byggja hús“. Þessi orð er hægt að skýra út frá 5. Mósebók 20:5 þar sem segir svohljóðandi: „Hver sá maður er reist hefir nýtt hús en ekki vígt það, skal fara og snúa heim aftur, svo að hann falli ekki í orrustunni, og annar maður vígi það.“ Þetta er eitt þeirra ákvæða í Mósebók sem veitti mönnum undanþágu frá herskyldu. Sýnt hefur verið fram á að markmið þessara ákvæða hafi verið viðhald samfélagsins á stríðstímum og skýrir setning Litla Bills því hlutverk hans sem eins af burðarstólpum bæjarins.Ein aðalpersóna myndarinnar heitir Dalíla. Hægt er að sjá hliðstæðu með þessari persónu í myndinni og Dalílu sem sagt er frá í sögunni af Dalílu og Samson í Gamla Testamentinu (Dm 16:4-22). Vændiskonan Dalíla í Unforgiven niðurlægir kúreka nokkurn með því að hlæja að því hve lítt hann er niður. Kúrekinn hefnir sín og misþyrmir henni illilega.Í einu atriði myndarinnar hjálpar gleðikonan Alice Ned og félaga hans að flýja út um glugga á vændishúsi bæjarins undan óvinum þeirra, Litla Bill og félögum. Því atriði má líkja við söguna af því þegar portkonan Rahab í Jeríkó (Js 2) aðstoðar njósnara á sama hátt og Alice gerir í Unforgiven.Í myndinni Unforgiven er dæmi um trúarreynslu, þar sem Munny upplifir nokkurs konar sýn þar sem hann liggur illa leikinn með hita og áverka eftir slagsmál við Litla Bill. Hann óttast að hann sé að deyja og segir félögum sínum að látin eiginkona hans hafi birst honum og engil dauðans með snáksaugu.

Hliðstæður við texta trúarrits: 5M 20:5; Dm 16:4-22; Js 2
Persónur úr trúarritum: Dalíla, Samson, engill dauðans, snákur, draugar
Guðfræðistef: synd, blóðpeningar
Siðfræðistef: morð, sektarkennd, samviska, eftirsjá, réttlæti, óréttlæti, spilling, hefnd, lygi
Trúarleg reynsla: sýn