Month: júní 2001

Réttlæti og fögnuður kyssast. Um biblíuleg stef í kvikmyndum

Orðin í yfirskrift þessarar greinar „Réttlæti og fögnuður kyssast“ eru sótt í 85. sálm Saltarans. Þau koma við sögu í upphafi og niðurlagi ræðu sem Löwenhielm hershöfðingi heldur undir borð-um í matarveislu þeirri sem er hápunktur kvikmyndarinnar Gestaboð Babettu (Babette’s Feast). Myndin er byggð á stuttri sögu Isak Dinesen (Karen Blixen) sem birtist fyrst árið 1950 þó svo að hún kæmi ekki út í bókarformi fyrr en átta árum síðar. Samnefnd kvikmynd Gabriels Axel, sem fylgir sögunni býsna nákvæmlega, hlaut Óskars-verð-launin sem besta erlenda myndin árið 1987. Hinir trúarlegu drættir myndarinnar dyljast ekki og gera hana sérlega girnilega til túlkunar fyrir guðfræðinga. Á liðnum árum hefur mikill fjölbreytileiki einkennt aðferðir og áherslur í kristinni guðfræði á vesturlöndum. Er þessi mikla fjöl-breytni oft skoðuð sem angi af póstmódernismanum svokallaða. Einna áhuga-verðust meðal hinna nýju leiða innan guðfræðinnar hefur mér þótt viðleitnin til að brúa bilið milli ólíkra fræðigreina og efna til samræðna milli þeirra. Samband guðfræði og menningar – kvikmyndalistarinnar þar með talinnar – er meðal þess frjóasta sem á sér stað í guðfræðinni nú um …

Það er eitthvað rotið í Eden. Edenstef í kvikmyndinni Blade Runner

Mig langaði að byrja þessa grein á tilvitnun í myndina Blade Runner sem breski leikstjórann Ridley Scott gerði árið 1982. Ég gat hins vegar ekki valið á milli þeirra fjölmörgu tilvitnana sem komu til greina því að myndin er full af fleygum setningum sem allar skipta máli. Í raun má segja að ekkert í Blade Runner sé óþarfi, ekkert er endurtekið, ítrekað eða útskýrt, engu er ofaukið og allar upplýsingar eru skornar við nögl. Eins og Scott Bukatman segir í bók sinni um myndina: „Ólíkt mörgum samtíma kvikmyndum er ekkert um skýringar í Blade Runner.“ Þessi „mínímalístiska“ framsetning er líklega ein helsta ástæðan fyrir því að þetta meistaraverk kolféll þegar það var frumsýnt. Fólk hélt að það væri að fara á Star Wars en sá í þess stað mynd sem minnti meira á 2001: A Space Oddyssey (1968). Það var ekki fyrr en nokkrum árum síðar að almenningur tók myndina í sátt. Í dag er svo komið að um fáar kvikmyndir er eins mikið ritað og Blade Runner og þá jafnt innan guðfræðinnar sem annarra …

Kristur á stríðsvellinum. Fjögur dæmi um kristsgervinga í stríðsmyndum

Inngangur Ég var oft spurður að því í sumar hvað ég væri að fást við í sumarfríinu. Flestir bjuggust líklega við því að heyra að ég væri að rannsaka eitthvert hebreskt hugtak eða ritskýra einhvern kafla Biblíunnar. Flestum var því nokkuð brugðið er ég svaraði því til að ég væri að rannsaka stríðsmyndir. Næsta spurning var oftast á eftirfarandi leið: ,,Ertu þá bara að horfa á vídeó?“ Fólki finnst oft að biblíufræði eigi að takmarkast við Biblíuna sjálfa, enda varla við öðru að búast því að það er aðeins á síðustu árum sem biblíufræðingar hafa í einhverjum mæli farið að rannsaka áhrif Biblíunnar á menninguna. En það er ekki eina ástæðan fyrir þessum viðbrögðum. Hefði ég sagt að ég væri að rannsaka biblíustef í verkum Halldórs Laxness hefði það líklega vakið meiri hrifningu. Fordómar gagnvart kvikmyndamiðlinum eru nefnilega miklir. Bókin er göfug en kvikmyndir ómerkilegur popp-kúltúr. Sá sem grúfir sig yfir bækur er að rannsaka en sá sem horfir á kvikmyndir er að leika sér. Eftirfarandi umfjöllun er hluti af rannsókn minni á stríðsmyndum en …