Month: september 2001

Ritdómur: Seeing and Believing

Seeing and Believing: Religion and Values in the Movies eftir Margaret R. Miles Bókin Seeing and Believing: Religion and Values in the Movies eftir Margaret R. Miles kom út árið 1996. Í bókinni rannsakar hún þá mynd sem kvikmyndir draga upp af trúarbrögðum og trúarhópum annars vegar og kynþáttum, stéttum og kvenmönnum hins vegar. Markmið Miles er því ekki að rannsaka biblíustef í kvikmyndum eða guðfræðilegar áherslur. Spurningin sem hún leggur upp með er fyrst og fremst ,,hvaða skilaboð eru í kvikmyndum um siðferðileg álitamál og náunga okkar? Samkvæmt Miles felst hið trúarlega í kvikmyndum fyrst og fremst í því hvernig kvikmyndir svara spurningunni um ,,hvernig líf okkar á að vera?“ Nálgun Miles er mjög í anda kvennaguðfræðinnar og hún er á vissan hátt bæði íhaldssöm og frjálslynd. Hún er íhaldssöm að því leyti að Miles krefst þess að kvikmyndir séu góðar fyrirmyndir. Hún hamrar t.d. á mikilvægi þess að lauslæti sé ekki sýnt á skjánum og að þeir sem sænga saman stundi öruggt kynlíf. Hún segir að á tímum eyðni væri allt annað ábyrgðarleysi. …