Django the Bastard
Leikstjórn: Sergio Garrone Handrit: Sergio Garrone og Antonio de Teffé Leikarar: Anthony Steffen, Paolo Gozlino, Lu Kanante, Rada Rassimov, Furio Meniconi, Teodoro Corra, Riccardo Garrone, Carlo Gaddi, Lucia Bonez og Tomas Rudi Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1969 Lengd: 95mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0064240 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Undir lok borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum sjá nokkrir foringjar innan hers Suðurríkjanna hag sínum best borgið með því að svíkja hersveit sína í hendur Norðanmanna, en fyrir vikið er hún öll þurrkuð út í blóðugri fyrirsát. Þrettán árum síðar snýr einn hinna föllnu aftur með byssu í hönd og þrjá trékrossa merkta með nöfnum svikaranna og yfirvofandi dánardag þeirra í nóvember 1881. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Að þessu sinni nær hefndarþorstinn í spaghettí-vestrunum út fyrir grafarbakkann, enda er aðalsöguhetjan risin upp frá dauðum til þess eins að gera upp sakirnar við fyrrum yfirmenn sína og félaga sinna. Upprisulíkami Djangos er af holdi og blóði, enda fær hann sér drykk auk þess sem hann særist í hörðum átökum og skilur eftir sig blóð. Þrátt fyrir það er hann ekki …