Year: 2001

Don’t Torture a Duckling

Leikstjórn: Lucio Fulci Handrit: Gianfranco Clerici, Lucio Fulci og Roberto Gianviti Leikarar: Florinda Bolkan, Thomas Milian, Barbara Bouchet, Irene Papas, Marc Porel og Georges Wilson Upprunaland: Ítalía Ár: 1972 Hlutföll: us.imdb.com/Details?0069019 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þegar nokkrir unglingspiltar finnast myrtir hver á fætur öðrum í ítölskum smábæ, tryllast íbúarnir og leita hefnda á hverjum þeim, sem fellur undir grun. Meðal hinna grunuðu er ung auðmannsdóttir, sem slæst í lið með samviskusömum blaðamanni á staðnum í von um að geta sannað sakleysi sitt. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Síðan 1963 hafa Ítalir gert fjölda spennumynda, sem í daglegu tali eru jafnan nefndar gular (giallo á ítölsku). Nafngiftin er dregin af gulleitum kápumyndum á ódýrum en vinsælum ítölskum morðgátum í anda Agötu Christie og Edgars Wallace, þar sem ungar og fagrar konur voru yfirleitt sýndar í neyð. Gulu kvikmyndirnar reyndust mjög umdeildar, enda gengu þær yfirleitt mun lengra í ofbeldisatriðunum en tíðkast hafði í Bandaríkjunum og Bretlandi. Fyrir vikið voru sumar þeirra bannaðar víða um heim og má jafnvel finna nokkrar slíkar á bannlista íslenska kvikmyndaeftirlitsins. …

Django Strikes Again

Leikstjórn: Nello Rossati [undir nafninu Ted Archer] Handrit: Franco Reggiani og Nello Rossati Leikarar: Franco Nero, Christopher Connelly, Donald Pleasence, William Berger, Alessandro Di Chio, Licia Lee Lyon, Micky og Bill Moore Upprunaland: Ítalía Ár: 1987 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0093113 Ágrip af söguþræði: Django hefur sagt skilið við hríðskotabyssuna og er genginn í klaustur á afskekktum stað í Suður-Ameríku. Þegar hann hins vegar fréttir, að dóttir hans hafi verið hneppt í þrældóm af þýzkumælandi þrælasölum undir stjórn fiðrildasafnara, sem kennir sig við djöfulinn, grefur hann upp hríðskotabyssuna á nýjan leik og heldur á fund þeirra. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Á níunda áratugnum fengu Ítalir þá hugmynd að endurvekja spaghettí-vestrana með því að aðlaga þá að Rambo myndunum, sem nutu þá mikilla vinsælda. Enda þótt tími hafi verið kominn til að segja skilið við aulahúmorinn, sem einkennt hafði alltof marga spaghettí-vestra á áttunda áratugnum, verður Rambo skírskotunin að teljast slæm hugmynd, a.m.k. hvað Django Strikes Again varðar. Fyrsti Django vestrinn var gerður árið 1966 og naut hann slíkra vinsælda að meira en fimmtíu kvikmyndir voru nefndar eftir …

Django Kill! (If You Live, Shoot!)

Leikstjórn: Giulio Questi Handrit: Giulio Questi og Franco Arcalli Leikarar: Tomas Milian, Ray Lovelock, Piero Lulli, Milo Quesada, Francisco Sanz, Patrizia Valturri, Roberto Camardiel, Marilu Tolo, Daniel Martin, Edoardo de Santis, Miguel Serrano, Angel Silva, Sancho Gracia og Mirella Panfili Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1967 Lengd: 116mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0062082 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Eftir að hafa rænt allstórum gullfarmi og stráfellt hermennina, sem áttu að flytja hann yfir óbyggðir vestursins, neyðir glæpaflokkurinn mexíkanska samstarfsmenn sína til að grafa sér eigin gröf áður en þeir eru allir skotnir. Einum Mexíkananum tekst þó á síðustu stundu að fæla flesta hestana á brott þannig að glæpaflokkurinn neyðist til að halda fótgangandi yfir eyðimörkina með allar gullbyrðirnar. Um nóttina koma tveir Indíanar að fjöldagröfinni og finna þar lífsmark með einum Mexíkananum, sem þeir síðan hjálpa til byggða. Þegar glæpaflokkurinn nær loks örmagna til fyrsta bæjarsamfélagsins, átta íbúarnir sig fljótlega á því hvers konar menn þar eru á ferðinni og eru ræningjarnir allir drepnir. Mexíkaninn nær þó til bæjarins í tíma til að gera upp sakirnar við foringja …

Dekalog X

Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski Handrit: Krzysztof Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz Leikarar: Jerzy Stuhr og Zbigniew Zamachowski Upprunaland: Pólland Ár: 1988 Lengd: 56mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0094983 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Arthur og Jerzy missa föður sinn og erfa eftir hann frímerkjasafn sem metið er háu verði. Í fyrstu eru tilfinningar bræðranna neikvæðar gagnvart frímerkjasafninu en fljótlega tekur söfnunaráráttan og græðgin yfirhöndina og þeir ákveða að fullkomna safn föður síns enn frekar. Sú ákvörðun reynir á þolrif og vinskap bræðranna. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og nafn myndarinnar Dekalog X ber með sér þá er hún túlkun Kieslowskis á tíunda boðorðinu. Í 2M 20:17 hljómar tíunda boðorðið þannig: ,,Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.” Innihald þess boðorðs passar ekki við söguþráð myndarinnar en aftur á móti passar tíunda boðorðið í 5M 5:21 betur en það er svona: ,,Ekki ágirnast hús náunga þíns, ekki land hans, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, …

Deconstructing Harry

Leikstjórn: Woody Allen Handrit: Woody Allen Leikarar: Woody Allen, Caroline Aaron, Kirstie Alley, Bob Balaban, Richard Benjamin, Eric Bogosian, Billy Crystal, Judy Davis, Hazelle Goodman, Mariel Hemingway, Amy Irving, Julie Kavner, Eric Lloyd, Julia Louis-Dreyfus, Tobey Maguire Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 95mín. Hlutföll: us.imdb.com/Technical?0118954 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Harry Block er rithöfundur sem þjáist af ritstíflu. Myndin greinir frá tveimur viðburðaríkum dögum í lífi hans. Atburðir þessa daga knýja hann til ákveðins uppgjörs við sjálfan sig sem leiðir til þess að hann öðlast nýja sýn á það hvernig maður hann er. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Deconstructing Harry er ein af athyglisverðari myndum Woody Allen síðustu árin (af nógu er að taka því Allen er afar iðinn við kolann, eins og margir vita). Myndina má skilja sem tilraun til að varpa ljósi á hinn „dæmigerða“ bandaríska millistéttar-nútímamann. Í myndinni koma fyrir mörg trúarleg og siðferðileg stef. Í henni er t.d. að finna athyglisverða mynd af dauðanum sem birtist sem maðurinn ljáinn. Einnig birtist þarna áhugaverð mynd af djöflinum og helvíti. Það eru þó …

Cool Hand Luke

Leikstjórn: Stuart Rosenberg Handrit: Donn Pearce (eftir eigin skáldsögu) Leikarar: Paul Newman, George Kennedy, J. D. Cannon, Lou Antonio, Robert Drivas, Strother Martin, Jo Van Fleet, Clifton James, Morgan Woodward, Luke Askew, Marc Cavell, Richars Davalos, Robert Donner, Waren Finnerty og Dennis Hopper Upprunaland: Paul Newman, George Kennedy, J. D. Cannon, Lou Antonio, Robert Drivas, Strother Martin, Jo Van Fleet, Clifton James, Morgan Woodward, Luke Askew, Marc Cavell, Richars Davalos, Robert Donner, Waren Finnerty, Dennis Hopper Ár: 1967 Lengd: 126mín. Hlutföll: http://www.imdb.com/ Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Lukas Jackson er handtekinn fyrir að hafa eyðilagt stöðumæla drukkinn og dæmdur í tveggja ára þrælkunarvinnu. Hann kemst upp á kant við Dragline, foringja í hópi fanganna, sem skorar hann á hólm í hnefaleikum. Eftir viðureignina tekst með þeim vinátta og Luke hlýtur smám saman virðingu samfanga sinna. Fangaverðirnir líta hins vegar á hann sem varasaman. Þegar móðir hans deyr strýkur hann úr fangelsinu en næst á ný. Hann strýkur aftur og allt fer á sömuleið. Loks strýkur hann í þriðja sinn og sú spurning vaknar hvor fangavörðunum …

Child of Darkness, Child of Light

Leikstjórn: Marina Sargenti Handrit: Brian Taggert, byggt á skáldsögunni Virgin eftir James Patterson Leikarar: Anthony John Denison, Brad Davis, Paxton Whitehead, Claudette Nevins Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1991 Lengd: 85mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0101576 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: María mey hefur birst og spáð því að tvær meyjarfæðingar munu eiga sér stað, annað barnið verður Kristur endurkominn, hitt andkristur sjálfur. Vatíkanið sendir prest til að rannsaka meyjarþunganirnar tvær. Hann þarf að komast að því hvort um raunverulega meyjarþungun sé að ræða og ef svo er þá þarf hann að greina á milli mæðranna, hver þeirra gengur með frelsarann og hver þeirra gengur með andkrist! Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þessi sjónvarpsmynd er gott dæmi um það hversu vondar sumar heimsslitamyndireru. Heimsslitahugmyndin í myndinni er aðeins að litlu leyti sótt íBiblíuna. Grunnurinn er einhver skálduð opinberun frá Maríu mey, sem afeinhverjum óskýranlegum ástæðum hefur verið innsigluð og varðveitt í tvennulagi. Það á víst að vera voðalega spennandi að komast að því hvor stelpangengur með andkrist en einhvern vegin stendur manni á sama um þetta alltsaman. Handritið er svo …

Charlie’s Angels

Leikstjórn: Joseph McGinty Nichol Handrit: Ivan Goff (Sjónvarpsþættir), Ben Roberts (III) Leikarar: Cameron Diaz, Drew Barrymore, Lucy Liu, Bill Murray, Sam Rockwell, Kelly Lynch, Tim Curry, Crispin Glover, John Forsythe og Matt LeBlanc Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 98mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0160127 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þrjár ungar konur eru hluti af yfirburða sveit sem berst gegn glæpum. Yfirmaður þeirra heitir Charlie, en þær hafa aldrei séð hann. Í myndinni eru þær ráðnar af eigendum hugbúnaðarfyrirtækis til að leita að stolnum hugbúnaði. En ekki er allt sem sýnist. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þetta er ein af þeim myndum sem maður býst ekki við að finna mikið af trúarstefjum í. Það var ekki fyrr en undir lokin að í ljós kom skemmtileg líking eða hliðstæða sem má ef til vill nota til að auðvelda skilning á ákveðnum þáttum í kristnum boðskap.Þessa líkingu má raunar ráða af titlinum og nafninu sem stúlknahópurinn gengur undir: Englar. Samkvæmt kristnum skilningi eru englar sendiboðar og fulltrúar Guðs, sem vinna ýmis verk í þágu hins góða. Segja má að eins …

Carlitos Way

Leikstjórn: Brian De Palma Handrit: David Koepp eftir skáldsögu Edwins Torres Leikarar: Al Pacino, Sean Penn og Penelope Ann Miller Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1993 Lengd: 145mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0106519 Ágrip af söguþræði: Stórkostleg glæpamynd eftir hinn mistæka leikstjóra Brian De Palma. Fyrrverandi eiturlyfjakongur Carlito Brigante tekur trú í fangelsi og ákveður að snúa af veg syndarinnar og lifa heiðarlegu lífi. Hann hefur hug á því að kaupa hlut í fyrirtæki á sólríkum stað þar sem hann getur byrjað upp á nýtt. En fyrst þarf hann að vinna sér inn pening. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þessi mynd er á vissan hátt útlegging á orðum Guðs við Kain fyrir bróðurmorðið: „Er því ekki þannig farið: Ef þú gjörir rétt, þá getur þú verið upplitsdjarfur en ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefur hug á þér, en þú átt að drottna yfir henni?“ (1M 4:7). Carlito á erfitt með að losna undan syndinni og misstígur sig á leiðinni. Hann stelur, drepur, fyllist hroka og brýtur lög gegn betri vitund. Að lokum nær syndin …

Bram Stoker’s Dracula

Leikstjórn: Francis Ford Coppola Handrit: James V. Hart , byggt á skáldsögu Bram Stoker Leikarar: Gary Oldman, Winona Ryder, Anthony Hopkins, Keanu Reeves. Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1992 Lengd: 123mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0103874 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fylgir skáldsögu Stokers nokkuð vel. Prinsinn Vlad Drakúla missir eiginkonu sína þegar hún sviptir sig lífi. Eftir að kirkjan lýsir því yfir að sál hennar sé bölvuð vegna sjálfsvígsins snýst Drakúla gegn Guði og kirkjunni. Fjórum öldum síðar fjárfestir Drakúla í Englandi og er ungur sölumaður, Jonathan, sendur til Transiljaníu til að ljúka kaupunum. Jonathan hyggst snúa strax aftur heim að því loknu til að kvænast unnustu sinni, Mínu. Þegar Drakúla sér mynd af Mínu áttar hann sig á því að hún er eiginkona hans endurfædd. Hann lokar því Jonathan inni í kastala sínum og heldur til Englands. Nú hefst barátta Jonathans og Drakúla um sálarheill og ástir Mínu. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og flestar vampírumyndir er þessi kvikmynd mjög guðfræðileg, en hugmyndin um að lífið sé í blóðinu er komin úr Biblíunni (sjá t.d. 1M …