Søndagsengler
Leikstjórn: Berit Nesheim Handrit: Berit Nesheim og Lasse Glom (byggt á skáldsögunni Sunnudagar eftir Leikarar: Marie Theisen, Hildegunn Riise, Bjørn Sundquist. Upprunaland: Noregur Ár: 1996 Lengd: 103mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0117817 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um Maríu, norska prestsdóttur á táningsaldri, og uppreisnhennar gegn hinum stranga föður sínum og þeirri kristnu trú sem hann boðar.Sú trú birtist í fyrstu setningunni sem hann mælir í myndinni: „María, viðspilum ekki á sunnudögum!“Jóhannes faðir Maríu sýnir lítinn skilning á því uppgjöri sem dóttir hans áí og vandamálum táningsáranna, móðir hennar er alvarlega veik og dvelstlöngum á sjúkrahúsi þannig að þar er sömuleiðis litla hjálp að fá. Maríahugsar til þess að þegar hún fermist hefur hún setið 640 tíma í kirkjunniog hana langar meira á veitingahús bæjarins og getur ekki skilið að það sésynd að drekka kók eða bera eyrnalokka. Sú sem helst veitir Maríu hjálp erJenny Tunheim, meðhjálpari og/eða organisti í kirkjunni og leynir sér ekkiað hún hefur átt í nánu sambandi við föður Maríu og hefur sjálf gengið ígegnum mikla erfiðleika í tengslum við það samband. …