Month: mars 2002

Søndagsengler

Leikstjórn: Berit Nesheim Handrit: Berit Nesheim og Lasse Glom (byggt á skáldsögunni Sunnudagar eftir Leikarar: Marie Theisen, Hildegunn Riise, Bjørn Sundquist. Upprunaland: Noregur Ár: 1996 Lengd: 103mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0117817 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um Maríu, norska prestsdóttur á táningsaldri, og uppreisnhennar gegn hinum stranga föður sínum og þeirri kristnu trú sem hann boðar.Sú trú birtist í fyrstu setningunni sem hann mælir í myndinni: „María, viðspilum ekki á sunnudögum!“Jóhannes faðir Maríu sýnir lítinn skilning á því uppgjöri sem dóttir hans áí og vandamálum táningsáranna, móðir hennar er alvarlega veik og dvelstlöngum á sjúkrahúsi þannig að þar er sömuleiðis litla hjálp að fá. Maríahugsar til þess að þegar hún fermist hefur hún setið 640 tíma í kirkjunniog hana langar meira á veitingahús bæjarins og getur ekki skilið að það sésynd að drekka kók eða bera eyrnalokka. Sú sem helst veitir Maríu hjálp erJenny Tunheim, meðhjálpari og/eða organisti í kirkjunni og leynir sér ekkiað hún hefur átt í nánu sambandi við föður Maríu og hefur sjálf gengið ígegnum mikla erfiðleika í tengslum við það samband. …

Swordfish

Leikstjórn: Dominic Sena Handrit: Skip Woods Leikarar: John Travolta, Hugh Jackman, Halle Berry, Don Cheadle, Vinnie Jones Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 99mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0244244 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Gabriel Shear, er ósvífinn og snjall njósnari. Hann hefur það markmið í lífinu (að eigin sögn) að vernda hinn „bandaríska lífsmáta“. Og hann er tilbúinn að gera það með kjafti eða klóm. Barátta sem þessi er ekki ódýr og til að fjármagna hana afræður hann að stela milljörðum bandaríkjadala sem hafa legið óhreyfðir á bankareikningum um árabil. Til að nálgast þessa peninga þarf hann að brjótast inn í tölvukerfi banka. Einn besti maðurinn til þess verks er Stanley Jobson, dæmdur tölvuglæpamaður (hakkari) og einn sá besti í sínu fagi. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Það eru ýmis trúarstef í Swordfish sem vert er að skoða. Siðferðileg álitamál og hryðjuverkGabriel er –>Adam og EvaÍ sögunni af Adam og Evu er sjálfsblekkingu Evu lýst vel: „En er konan sá,að tréð var gott að eta af, fagurt á að líta og girnilegt til fróðleiks þátók hún af ávexti …

Superman: The Movie

Leikstjórn: Richard Donner Handrit: Mario Puzo, David Newman, Leslie Newman og Robert Benton Leikarar: Christopher Reeve, Marlon Brando, Gene Hackman, Margot Kidder Upprunaland: Bretland Ár: 1978 Lengd: 143mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0078346 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin hefst á því að foreldrar frá plánetunni Krypton senda son sinn til jarðar til að bjarga lífi hans og hjálpa jarðarbúum. Drengurinn hefur ofurkrafta og getur meira að segja flogið. Hann verður þó að gæta þess að enginn komist að því hver hann raunverulega er eða hvers hann er megnugur. Því neyðist hann til að lifa tvöföldu lífi, annars vegar sem venjulegur maður og hins vegar sem goðumlík ofurhetja. Ofurmennið berst fyrir réttvísina og þarf að lokum að bjarga milljón mannslífa. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Upphaflegir höfundar sögunnar um Superman voru gyðingar en hugmynd þeirra var að Superman væri svar við ofríki Hitlers. Hann átti að vera ofurgyðingur, Messías sjálfur, kominn til jarðar til að gera heiminn að réttlátum og kærleiksríkum stað. Í kvikmyndinni er Superman hins vegar ekki lengur ofurgyðingur heldur fremur ígildi sjálfs Krists. Myndin hefst …

Spy Hunt in Vienna

Leikstjórn: Alfred Weidenmann Handrit: Herbert Reinecker Leikarar: Pierre Brice, Anton Diffring, Daliah Lavi, Senta Berger, Terence Hill, Jana Brejchová, Heinz Drache, Walter Giller, Gustav Knuth og Charles Régnier Upprunaland: Þýzkaland, Austurríki og Ítalía Ár: 1965 Lengd: 83mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0138782 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Franski leyniþjónustumaðurinn Philip Taylor (eða Philippe Tissot eins og hann mun víst heita í þýzku útgáfu myndarinnar er nefnist Schüsse im Dreivierteltakt) er sendur til Vínarborgar í Austurríki til að hafa uppi á stolnu eldflaugakerfi. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Afar slök njósnamynd í anda fyrstu James Bond myndanna. Pierre Brice er þó furðu góður í aðalhlutverkinu og Senta Berger, Daliah Lavi og Anton Diffring standa vel fyrir sínu þrátt fyrir heimskt handrit og slaka framleiðslu. Meira að segja Terence Hill er viðunandi enda segir hann hér fátt og gerir lítið. Tónlistin er svo í höndum snillingsins Gerts Wilden og hljómsveitar hans og ´59 Impalan er hreint augnayndi. Guðfræðin er hins vegar af skornum skammti ef frá eru taldar léttvægar samræður um verndarengil.

Snow White: A Tale of Terror

Leikstjórn: Michael Cohn Handrit: Tom Szollosi, Deborah Serra Leikarar: Sigourney Weaver, Sam Neill Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 101mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0119227 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ef þú hélst að þú þekktir söguna um Mjallhvíti og dvergana sjö þá hafðir þú rangt fyrir þér. Hér er á ferð úrgáfu á þeirri sögu sem er algjör andstæða Disney myndarinnar. Myndin er sálfræðilegri og óhugnalegri en nokkur önnur útgáfa. Þótt sagan sé mjög ólík sögu Grímsbræðra þá tekst höfundum þessarar myndar að endurheimta þann hrylling sem margar nútíma útgáfur hafa sleppt. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þetta er eina myndin um Mjallhvíti og dvergana sjö sem ég veit um þar sem bein tengsl eru gerð á milli Edensögunnar og ævintýrisins. Í myndinni segir spegillinn (sem er svartagaldurs spegill): „Þú verður að vera eins og snákurinn, þig vantar ávöxt snáksins“. Stjúpmóðirin býður þá fram hjarta bróður síns og breytist það í eplið fræga. Eg hef lengi talið söguna af Mjallhvíti vera útleggingu á Edensögunni og því var það mikill fengur að finna mynd sem túlkaði söguna á sama …

Shrek

Leikstjórn: Andrew Adamson, Vicky Jenson Handrit: William Steig, Ted Elliot o.fl. Leikarar: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz, John Lithgow Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 90mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0126029 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Græna tröllið Shrek er mikill einfari. Hann lendir í miklu ævintýri þegar smámennið Farquaad lávarður fær hann til að bjarga prinsessunni Fíónu úr klóm ógurlegs dreka. Fíóna hefur verið hneppt í álög sem verða ekki losuð af henni fyrr en hún gengur að eiga sína sönnu ást. Með dyggri hjálp fáksins (eiginlega asnans) berst Shrek við ofureflið og bjargar prinsessunni. En hver er hinn raunverulegi prins sem Fíónu prinsessu er ætlað að eiga og í hverju felast eiginlega álögin sem hún hefur verið hneppt í. Sönn ást, prinsessa, hetja, einræðisherra, dyggur fákur og ótrúlegur fjöldi af tilvísunum til hefðbundnari ævintýra. Shrek hefur allt sem maður gæti óskað sér og meira til. Eins og kynningartexti myndarinnar segir: „Mesta ævintýri sem aldrei hefur verið sagt frá.“ Þetta er frábært og all verulega óhefðbundið ævintýri sem hægt er að mæla með fyrir ungt fólk á …

Shadow of a Doubt

Leikstjórn: Alfred Hitchcock Handrit: Thornton Wilder, Sally Genson, Alma Reville, byggt á skáldsögu Gordon McDonell Leikarar: Teresa Wright, Joseph Cotten, Macdonald Carey, Patricia Collinge, Henry Travers, Wallace Ford, Hume Cronyn Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1942 Lengd: 118mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0036342 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Eftirlýstur morðingi, Charlie að nafni, heimsækir fjöskyldu systur sinnar. Fjölskyldan tekur honum opnum örmum, og þá sérstaklega litla frænkan sem er nefnd í höfuð hans. Þegar hún kemst að því að frændi hennar er eftirlýstur morðingi reynir hann að koma henni fyrir kattarnef. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Shadow of a Doubt var uppáhaldsmynd Hitchcocks en hún er jafnframt ein hans allra besta mynd. Myndin er hlaðin Freudiskum táknum en jafnframt er mikið sótt til sögunnar af Drakúla greifa. Einnig má greina Edenstef í myndinni. Fjölskylda Charlie býr í litlum, friðsömum en tilbreytingasnauðum bæ. Systirdóttir Charlie, unga Charlie, þráir tilbreytingu og óskar sér að frændi hennar taki hús á þeim. Faðir hennar virðist einnig þrá tilbreytingu en hann og vinur hans hugsa ekki um neitt annað en hvernig best sé að myrða …

Seven Days In May

Leikstjórn: John Frankenheimer Handrit: Rod Sterling, byggt á skáldsögu Edmond O’Brien og Martin Balsam Leikarar: Burt Lancaster, Kirk Douglas, Fredric March og Ana Gardner Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1964 Lengd: 118mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0058576 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Framtíðar-kaldastríðsmynd um valdaránstilraun elítu í bandaríska hernum vegna þess að forsetinn ákveður að skrifa undir afvopnunarsamning við Sovétríkin. Myndin gerist á sjö dögum. Fyrsta daginn vaknar grunur um hvað er að gerast en á sjöunda degi, hvíldardeginum, á valdatakan að hafa gengið yfir. Spurningin er bara hvort forsetanum tekst að afla nægra sannanna í tæka tíð. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Skemmtileg útlegging á sköpunarsögunni. Myndin byrjar á því að sýna bandarísku stjórnarskrána og hún endar nákvæmlega eins. Þar á milli er nokkuð oft minnst á stjórnarskránna svo það má með sanni segja að myndin fjalli að stórum hluta um hana. Ofan á þetta er lagt sjö daga skemað sem endar á hvíldardeginum. Þannig er stjórnarskrá Bandaríkjanna fléttuð saman við sköpunarsöguna. Með öðrum orðum er stjórnarskráin orðin Guðs góða sköpun. Forseti Bandaríkjanna vill skrifa undir afvopnunarsamninga við Sovétríkinn …

Savior

Leikstjórn: Predrag Antonijevic Handrit: Robert Orr Leikarar: Dennis Quaid, Natasa Ninkovic, Nastassja Kinski og Sergej Trifunovic Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1998 Lengd: 103mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0120070 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Savior fjallar um bandarískan mann, Joshua Rose, sem missir son sinn og eiginkonu í sprengjutilræði múslima í París. Í hefndarhug ræðast hann inn í mosku og drepur múslima sem liggja þar á bæn. Til að forðast refsingu skráir hann sig í Útlendingahersveitina og sex árum síðar heldur Joshua til fyrrverandi Júgóslavíu þar sem hann berst með Serbum og tekur þátt í hrottalegri þjóðernishreinsun á múslimum. Það er ekki fyrr en Joshua reynir að bjarga lífi nýfædds barns að hann endurheimtir mennskuna og sár fortíðar fara að gróa. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Svo virðist sem hin fjölmörgu kristnu stef í myndinni hafi farið fram hjá flestum kvikmyndagagnrýnendum. Ég las marga kvikmyndadóma á Netinu en enginn þeirra minntist á trúarstefin í myndinni. Nafnið sjálft (frelsari) hefði átt að gefa góða vísbendingu sem og slagorð myndarinnar: ,,Hann heyr stríð sem hann hefur enga trú á, í von um …

Saving Private Ryan

Leikstjórn: Steven Spielberg Handrit: Robert Rodat Leikarar: Tom Hanks, Tom Sizemore, Edward Burns, Barry Pepper, AdamGoldberg, Vin Diesel, Giovanni Ribisi, Jeremy Davies, Matt Damon og Ted Danson Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1998 Lengd: 169mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0120815 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Saving Privat Ryan fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans ísíðari heimsstyrjöldinni. Hún hefst með innrásinni í Normandí þar semmeirihluti hermanna í hersveit Miller særist eða fellur í valinn. Þremurdögum síðar fær Miller þau fyrirmæli að fara inn á óvinasvæði með átta mannahersveit og finna þar óbreyttan hermann, Ryan að nafni. Ástæðan er sú aðþrír bræður Ryans höfðu fallið í bardaga og þótti Marshall hershöfðingja aðmóðir þeirra hafi nú fært nægar fórnir. Ólíkt innrásinni í Normandí ermarkmið þeirra ekki að drepa óvininn heldur að bjarga lífi eins manns, ekkihershöfðingja eða ættgöfugs manns heldur óbreytts hermanns. En hvaða vit varí því að fórna lífi átta manna til að bjarga einum manni? Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Kvikmyndin Saving Private Ryan (1998) er án vafa ein vinsælasta ogáhrifamesta stríðsmynd síðari tíma. Myndin fékk t.d. fimm …