Month: mars 2002

Rosemary’s Baby

Leikstjórn: Roman Polanski Handrit: Roman Polanski, byggt á sögu Ira Levin Leikarar: Mia Farrow, John Cassavetes, Ruth Gordon, Sidney Blackmer, Maurice Evans, Ralph Bellamy Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1968 Lengd: 136mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0063522 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Ungt par flytur inn í gamla en undurfagra íbúð. Í fyrstu virðist allt í himnalagi en brátt fer eiginkonan (Rosemary), sem nú er þunguð, að gruna að eiginmaður hennar og nágrannarnir stundi galdramessur og hafi selt djöflinum barnið sem hún ber undir belti. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Rosemary’s Baby er gott dæmi um að það þarf ekki blóðslettur og ógeðsleg morð til að búa til góða hryllingsmynd. Í myndinni sést enginn drepinn og ofbeldi er nánast ekkert. Samt hafa margir átt erfitt með svefn eftir fyrsta áhorf. Rosemary’s Baby er frekar óvenjuleg heimsslitamynd vegna þess að Satan kemur lítið við sögu og áherslan er ekki á verk hans heldur líðan Rosemary. Samkvæmt kristnum kenningum mun Satan reyna að eignast son en nafn hans er Andkristur (Antichrist á ensku). Þannig hyggst Satan feta í fótspor Guðs, en sonur …

Rope

Leikstjórn: Alfred Hitchcock Handrit: Arthur Laurents Leikarar: James Stewar, John Dall, Farley Granger, Sir Gedric Hardwicke, Constance Collier og Joan Chandler Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1948 Lengd: 81mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0040746 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tveir ungir menn ákveða að fremja hið fullkomna morð, þ.e. morð morðsins vegna. Eina ástæðan fyrir því að þeir myrða vin sinn er sú að þeir telja sig vera ofurmenni í anda Nietzsche og því sé það skylda þeirra að losa heiminn við óæðri mannverur. Eftir að hafa myrt vin sinn og komið líkinu fyrir í kistu bjóða þeir gestum í mat og nota kistuna sem veisluborð. Þetta átti að vera listrænt morð og það fólst viss fágun í því að bjóða fjölskyldu fórnarlambsins í mat! Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þær fáu klippingar sem eru í Rope eru faldar (fyrir utan upphafsatriðið) þannig að öll myndin virðist vera tekin í einni langri töku. Oft geta langar tökur verið þreytandi og langdregnar en Hitchcock tekst að halda uppi spennu hverja einustu mínútu.Rope er fyrst og fremst áhugaverð vegna þeirra siðfræðilegu spurninga …

Requiem for a Dream

Leikstjórn: Darren Aronofsky Handrit: Hubert Selby Jr. Leikarar: Ellen Burstyn, Jared Leto, Jennifer Connely, Marlon Wayans og Christopher McDonald Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 102mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0180093 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Requiem for a Dream, eða Sálumessa draums eins og kalla mætti myndina áíslensku er önnur mynd leikstjórans og handritshöfundarins Darren Aronofsky.Fyrsta mynd hans,Pi, vakti verðskuldaða athygli, en Aronofsky sótti Íslandheim þegar hún var sýnd á kvikmyndahátíð hér á landi. Væntingar til næstumyndar voru því miklar en fáir bjuggust við þvílíku stórvirki og Requiem Fora Dream. Requiem er einfaldlega ein besta mynd síðasta árs. Frásagnarmáti og stíll sögunnar er kraftmikill, en myndin skiptistí þrjá hluta sem kallast: „Sumar“, „Haust“ og „Vetur“. Inn í þessa árstíðarskiptinguer ofin saga fjögurra einstaklinga: mæðginanna Söru og Harry Goldfarb,Marion kærustu Harry og Tyrone vinar þeirra tveggja. Öll eiga þau þaðsameiginlegt að vera fíklar og öll lenda þau í því að fíknin rænir þau draumum þeirra. Myndin fjallar því fyrst ogfremst um fíkn í víðustu merkingu orðsins, þ.e. áfengissýki, eiturlyfjafíkn,læknadóp, spilafíkn, kynlífsfíkn, átröskun og átfíkn, sjónvarpsfíkn ogkoffínfíkn. Myndatakan og klippingin …

Rear Window

Leikstjórn: Alfred Hitchcock Handrit: John Michael Hayes, byggt á smásögunni It had to be Murder eftir Cornell Woolrich Leikarar: James Stewart, Grace Kelly, Wendell Corey, Thelma Ritter, Raymond Burr Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1954 Lengd: 115mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0047396 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Ljósmyndarinn Jeffries situr fótbrotinn heima við og hefur ekkert betra við tímann að gera en að fylgjast með nágrönunum. Einn daginn tekur hann eftir því að sölumaður nokkur fer margar ferðir út með tösku um miðja nótt. Daginn eftir er eiginkona hans horfin. Jeffries hefst nú handa við að sanna að sölumaðurinn myrti eiginkonu sína, en rannsókn hans er á sama tíma flótti hans frá bónorðum kærustunnar, sem vill ganga í það heilaga. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Í Rear Window eru í raun tvær sögur sagðar. Annars vegar sagan af sölumanninum og meintu morði hans á eiginkonu sinni. Hin sagan fjallar um samskipti kynjanna, en hér er átt við samband Jeffries og Lisu sem og í raun allar aðrar persónur í myndinni. Nágrannarnir eru ýmist í leit að maka, trúlofaðir, ný giftir, …

Pi

Leikstjórn: Darren Aronofsky Handrit: Darren Aronofsky Leikarar: Sean Gullette, Mark Margolis, Ben Shenkman, Pamela Hart, Stephen Pearlman, Samia Shoaib Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1998 Lengd: 80mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0138704 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Maximillian Cohen er stærðfræðisnillingur sem leitar að alheimskerfi sköpunarinnar. Hann trúir því að allt fylgi ákveðnu skipulagi og að það sama eigi við um verðbréfamarkaðinn. Þar sem rannsóknir Cohens hafa spurst út sitja verðbréfakaupmenn og kabbalistar um Cohen til að komast yfir niðurstöður hans. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Leikstjóri Pi er íslandsvinur en hann kom til landsins þegar mynd hans var sýnd á kvikmyndahátíð hér á landi. Þessi frumraun Aronofsky skaut honum upp á stjörnuhimininn. Myndin er súríalisk í anda Eraserhead eftir meistara David Lynch. Aðalhetja myndarinnar heitir Maximillian Cohen en á íslensku myndi það útleggjast sem æðsti prestur (Cohen er hebreska og þýðir prestur). Það er engin tilviljun að hann heiti æðsti prestur enda er markmið hans það sama og starf æðsta prestsins var hjá hebreum til forna, þ.e. að komast inn í innsta helgidóminn og standa frammi fyrir Guði, auglit …

Pay it Forward

Pay It Forward

Leikstjórn: Mimi Leder Handrit: Catherine Ryan Hyde og Leslie Dixon Leikarar: Helen Hunt, Haley Joel Osment, Kevin Spacey Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 122mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0223897 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði Myndin er byggð á vinsælli skáldsögu eftir rithöfundinn Catherine Ryan Hyde og segir frá Trevor McKinney, sem fær það verkefni í félagsfræði í skólanum að gera heiminn að betri stað. Trevor, sem er einbeittur ungur strákur, fær þá snjöllu hugmynd að láta gott af sér leiða með því að koma af stað e.k. keðjuverkandi góðverkastarfsemi. Almennt um myndina Hér er á ferðinni mjög áhugaverð kristsgervingamynd en leikstjóri hennar er Mimi Leder, sú sama og gerði The Peacemaker og Deep Impact. Það er margt gott við þessa mynd. Hún er nokkuð vel tekin og kvikmyndatakan er oft skemmtileg. Hins vegar fer hún aðeins of oft yfir strikið í væmni. Væmnin er þó þolanleg ef maður tekur myndina ekki of hátíðlega og lítur á hana sem dæmisögu. Greining á trúar- og siðferðisstefjum Í myndinni eru raktar tvær sögur. Annars vegar saga Trevor McKinney (Haley Joel Osment, …

‘Tis Pity She’s a Whore

Leikstjórn: Giuseppe Patroni-Griffi Handrit: Giuseppe Patroni-Griffi, Alfio Valdarnini og Carlo Carunchio (byggt á samnefndu leikriti eftir John Ford) Leikarar: Oliver Tobias, Charlotte Rampling, Fabio Testi, Antonio Falsi, Rik Battaglia, Angela Luce og Rino Imperio Upprunaland: Ítalía Ár: 1971 Lengd: 100mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0069678 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þegar Giovanni snýr heim eftir langvarandi námsdvöl í Bologna á Ítalíu einhvern tímann á síðmiðöldum, verður hann yfir sig ástfanginn af Önnubellu, gjafvaxta systur sinni. Hann reynir fyrst árangurslaust að fá munkinn Bonaventura til að leggja blessun sína yfir kenndir sínar en ákveður síðan að vinna bug á þeim með því að beita sjálfan sig hinu mesta harðræði. Að lokum sannfærist hann um að örlögin verði ekki umflúin og fær systur sína til að gefast sér í leynd, en fyrir vikið kalla þau ekki aðeins bölvun yfir sig heldur einnig allt heimilisfólk sitt. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: ‘Tis Pity She’s a Whore er sennilega þekktasta leikrit Johns Ford, en það mun hafa verið skrifað í síðasta lagi árið 1633, þ.e. nokkrum árum áður en hreintrúarmenn gerðu svo …

Passion de Jeanne d’Arc, La (The Passion of Joan of Arc)

Leikstjórn: Carl Theodor Dreyer Handrit: Carl Theodor Dreyer og Joseph Delteil Leikarar: Maria Falconetti, Eugene Silvain, André Berley, Maurice Schutz og Antonin Artaud Upprunaland: Frakkland Ár: 1928 Lengd: 82mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0019254 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um réttarhöldin yfir Jóhönnu af Örk. Réttarhöldin tóku í raun marga mánuði en í myndinni gerast þau á einum degi. Kirkjuyfirvöld reyna hvað best þau geta til að fá Jóhönnu að lýsa því yfir að sýnir hennar hafi ekki komið frá Guði heldur Djöflinum. Að lokum lætur Jóhanna undan þrýstingi kirkjuyfirvalda og skrifar undir fullyrðingar þeirra. Jóhanna áttar sig hins vegar fljótlega á því að hún hafi gert mistök og tekur yfirlýsingu sína til baka. Hún velur því dauðann fremur en að afneita sannfæringu sinni. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Píslarsagan af Jóhönnu af Örk er án efa besta myndin sem gerð hefur verið um Jóhönnu af Örk og á meðal bestu kvikmynda allra tíma. Snilldin felst ekki aðeins í góðu handriti og frábærri leikstjórn, heldur einnig í góðum leik, flottri sviðsetningu og undurfagri kvikmyndatöku. Það er …

Left Behind: The Movie

Leikstjórn: Victor Sarin Handrit: Joe Goodman, Paul Lalonde og Alan B. McElroy. Byggt á samnefndri skáldsögu. Leikarar: Kirk Cameron, Brad Johnson, Janaya Stephens, Clarence Gilyard Jr., Colin Fox Upprunaland: Kanada Ár: 2000 Lengd: 95mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0190524#writers Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Tugir flugfarþega hverfa á miðri flugleið. Brátt kemur í ljós að þessi undarlegi atburður er ekkert einsdæmi því milljónir manna hafa horfið um allan heim. Blaðamaðurinn Buck Williams og flugmaðurinn Rayford Steele hefjast strax handa við að rannsaka málið, en leiðir þeirra liggja í ólíkar áttir. Á meðan Rayford Steele finnur svarið í Biblíunni reynir Buck Williams að afhjúpa samsæri sem gæti skýrt þennan undarlega atburð. En á meðan heimurinn stendur ráðþrota frammi fyrir þessum dularfullu atburðum vinna Sameinuðu þjóðirnar að því að ná heimsyfirráðum. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Left Behind: The Movie er byggð á gífurlega vinsælli bókaseríu um endatímana. Fyrirtækið, Cloud Ten Pictures, sem stendur að þessari mynd er reyndar mjög áhugavert en það sérhæfir sig í kristnum myndum. Hingað til hafa þeir aðeins gert heimsslitamyndir, þ.e.a.s. þessa mynd og svo …

Ordet

Leikstjórn: Carl Th. Dreyer Handrit: Carl Th. Dreyer, byggt á leikriti eftir Kaj Munk Leikarar: Henrik Malberg, Emil Hass Christensen, Kay Kristiansen, Preben Lerdorff Rye, Brigitte Federspeil Upprunaland: Danmörk Ár: 1954 Lengd: 124mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0048452 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hinn lútherski Morten Borgen er velstæður en virðist hafa glatað blessun Guðs. Hörmungarnar dynja fyrir fjöskyldu hans og hans þrjá syni. Einn þeirra, Jóhannes, er talinn hafa misst vitið eftir að hafa lesið yfir sig af Søren Kierkegaard, en hann heldur því fram að hann sé Jesús Kristur sjálfur. Annar hefur misst trúna og sá þriðji vill ganga að eiga dóttur Peter Skraedder, fjandmanns Morgen sem tilheyrir kalvískum söfnuði. Ekki batnar ástandið þegar tengdadóttir hans, Inger, deyr við barnsburð og barn hennar einnig. Hefur Guð alfarið yfirgefið þau eða liggur vandinn e.t.v. annars staðar? Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Trúarstefin í þessari mynd eru svo ótal mörg að ómögulegt er að gera grein fyrir þeim öllum í svo stuttri umfjöllun. Mikilvægasta stefið er trúin, þ.e. afleiðing vantrúar og blessun hinna trúuðu. Þorpið hefur klofnað í …