Month: mars 2002

One Night at McCool’s

Leikstjórn: Harald Zwart Handrit: Stan Seidel Leikarar: Liv Tyler, Matt Dillon, Paul Reiser, John Goodman, Micheal Douglas Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 93mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0203755 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Atburðarásin byrjar á McCool’s barnum þar sem þrír karlmenn verða helteknir af sömu konunni, Jewel. Þeir lýsa Jewel mjög ólíkt en lýsing þeirra segir meira um þá sjálfa en Jewel. Einn sér hana sem engil, annar sem villta drós og sá þriðji sem sjálfselskt og gráðugt klækjakvendi. Og svo bætist fjórði karlmaðurinn við, leigumorðinginn Burmeister, sem telur Jewel vera sálufélaga sinn. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Það er ótrúlega mikið um trúarstef í þessari mynd, án þess þó að hægt sé að segja að hún sé formlega guðfræðileg. Rannsóknarlögreglumaðurinn Dehling verður fyrir trúarreynslu þegar hann sér Jewel og sannfærist um að Guð sé hér að verki. Hann hafi sent sér engil til að vernda og gæta. Dehling fer til prests til að skrifta en á meðan hann segir frá opinberun sinni kastar presturinn oblátunum úr bikarnum og fyllir síðan bikarinn af viskí. Þegar kemur að …

Le frisson des vampires

Leikstjórn: Jean Rollin Handrit: Jean Rollin og Monique Natan Leikarar: Sandra Julien, Nicole Nancel, Michel Delahaye, Jaques Robiolles, Marie-Pierre Tricot, Jean-Marie Durand og Dominique Upprunaland: Frakkland Ár: 1970 Lengd: 90mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0065744 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Nýgift hjón hefðu betur látið ógert að koma við í stórum hrörlegum kastala í brúðkaupsferð sinni því að hann reynist bæli samkynhneigðra egypskra blóðsuga í alvarlegri tilvistarkreppu. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þó svo að Le frisson des vampires (stundum kölluð á ensku The Shiver of the Vampires) sé með skárri myndum franska ruslmyndagerðarmannsins Jeans Rollin, er ekki þar með sagt, að hún sé góð. Kvikmyndir Rollins snúast nær eingöngu um lesbískar blóðsugur í tilvistarkreppu og einkennist kvikmyndastíllinn jafnan af löturhægri atburðarrás, tilgerðarlegum leik og langdregnum kyrrmyndum, sem sennilega eiga að vekja dulúð. Einstök myndskot eru þó nokkuð vel heppnuð í þessu tilfelli, t.d. af blóðsugunni í gömlu skápsklukkunni, auk þess sem tónlistin er óvenju fersk. Ekki er hægt að dæma um framsögn leikaranna, þar sem myndbandsútgáfan frá Redemption, sem hér er til umfjöllunar, er talsett á ensku, …

Omen IV: The Awakening

Leikstjórn: Jorge Montesi og Dominique Othenin-Girard Handrit: Brian Taggert, byggt á sögu eftir David Seltzer og Harvey Bernhard Leikarar: Faye Grant, Michael Woods, Michael Lerner, Madison Mason, Ann Hearn, Jim Byrnes Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1991 Lengd: 97mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0102585 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Satan hefur ekki gefist upp og reynir enn einu sinni að koma barni sínu til valda á jörðinni. Nú hefur hann hins vegar lært af reynslunni, barn hans er að þessu sinni stúlkubarn og hverjum dytti í hug að stúlka gæti verið andkristur? Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Fyrir það fyrsta var það fáranleg hugmynd að gera fjórðu framhaldsmyndina í Omen seríunni. Í Omen III kemur Jesús aftur til jarðar og myndin endar á því að vitna í Opinberunarbókina þar sem því er haldið fram að guðsríki sé komið. Þessi staðhæfing er greinilega gleymd í fjórðu myndinni og það er ekki að sjá að endurkoma Krists hafi haft nokkur áhrif. Það er meira að segja gengið út frá því sem staðreynd að hún hafi ekki enn átt sér stað. Og svo …

Lawrence of Arabia

Leikstjórn: David Lean Handrit: Robert Bolt og Michael Wilson, byggt á sjálfsævisögu T. E. Lawrence Leikarar: Peter O’Toole, Omar Sharif, Alec Gunness, Anthony Quinn, Jack Hawkins, Jose Jerrer, Jack Hawkins, Anthony Quayle, Claude Rains og Arthur Kennedy Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1962 Lengd: 227mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0056172 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Lawrence of Arabia fjallar um sérvitringinn Lawrence sem sameinaði Arabíuskagann gegn Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöldinni. Lawrence er vel menntaður hugsjónamaður sem elskar arabíska menningu. Þegar hann er sendur til Arabíuskagans ákveður hann að þjóna samtímis hagsmunum Breta og Araba. En Lawrence þarf ekki aðeins að heyja stríð á Arabíuskaganum, hann þarf einnig að heyja innri baráttu fyrir geðheilsu sinni og siðgæði. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Lawrence of Arabia var tilnefnd til tíu óskarsverðlauna og vann sjö, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn og hún var valin sem besta mynd ársins. Sjálfur horfi ég á myndina einu sinni að ári og tel myndina vera eina bestu mynd allra tíma. Myndin sækir mikið til sögunnar af Móse, þ.e. exódusfararinnar (en svo nefnist för Hebrea úr ánauðinni …

Omen III: The Final Conflict

Leikstjórn: Graham Baker Handrit: Andrew Birkin Leikarar: Sam Neill, Rossano Brazzi, Don Gordon, Lisa Harrow, Barnaby Holm Upprunaland: Bretland Ár: 1981 Lengd: 108mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0082377 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Damien Thorn er fullorðinn og er orðinn einn valdamesti maður heimsins. Í augum margra er þessi sonur Satans ein skærasta von mannkynsins en hann stundar öflugt hjálparstarf um allan heim. En nú fyrst þarf Damien að óttast um líf sitt því Kristur er að koma aftur til að klára verk sitt og gera upp sakir við Satan. En andkristur kemur með krók á móti bragði og ákveður að drepa öll sveinbörn sem fæðast á þeim degi sem Kristur átti að koma aftur á. Þetta átti að vera síðasta myndin í Omen seríunni og endar myndin í samræmi við það. Gráðugir kvikmyndagerðarmenn ákváðu hins vegar að reyna að græða aðeins meira á fyrirbærinu og bættu við einni mynd. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Þessi mynd er á margan hátt betri hryllingsmynd en Omen II og það er margt fallegt í kvikmyndatökunni. Helsti galli myndarinnar er óvönduð …

Kolya

Leikstjórn: Jan Sverák Handrit: Zdenek Sverák Leikarar: Zdenek Sverák, Andrei Chalimon, Libuse Safránková, Ondrej Vetchý Upprunaland: Tékkland Ár: 1996 Lengd: 105mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0116790 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Aðalpersóna myndarinnar, Louka, er afbragðstónlistarmaður. Honum hefur frá blautu barnsbeini verið innrætt að ætli hann að ná langt á því sviði, verði hann að hafna öllum öðrum skuldbindingum við lífið, eins og til að mynda þeim að bindast annarri mannveru tilfinningaböndum og stofna til fjölskyldu. Hann firrir sig ábyrgð í þeim efnum með því að koma sér upp fríðri fylkingu ástkvenna sem hann á í lausasambandi við. Í upphafi myndarinnar eru framavonir hans þó að engu orðnar. Bróðir hans flýr til Vestur-Þýskalands og Louka missir fyrir vikið stöðu sína sem fyrsti sellóleikari við tékknesku Fílharmóníuna. Hann verður að láta sér nægja að spila fyrir „lík“, eins og einn vina hans kemst að orði í myndinni. Bróðir hans hefur líka eftirlátið honum þann vanda að bjarga húsi móður þeirra frá ríkisupptöku. Louka verður að koma sér upp aukabúgrein til að kaupa hlut bróður síns í húsinu. Hún er …

Moulin Rouge

Leikstjórn: Baz Luhrmann Handrit: Baz Luhrmann og Craig Pearce Leikarar: Nicole Kidman, Ewan McGregor, John Leguizamo, Jim Broadbent og Richard Roxburgh Upprunaland: Ástralía, Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 127mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0203009 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Fátækur rithöfundur berst við velefnaðann hertoga um ástir feigrar gleðikonu í hinni alræmdu Rauðu Myllu í París. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Það er ekki oft að maður fær það á tilfinninguna þegar maður fer í bíó að maður hafi orðið vitni að tímamótaatburði í kvikmyndasögunni. Moulin Rouge er þess háttar kvikmynd. Myndin er fullkomin í alla staði. Klippingar eru töfrum líkastar, kvikmyndatakan frumleg, búningahönnun og sviðsmyndir snjallar og tónlistin stórkostlega útsett. Söguþráðurinn er svo sem ekkert frumlegur. Önnur hver ópera fjallar um sama efni, t.d. La Bohem. En það skiptir ekki máli því eins og í óperum er söguþráðurinn aukaatriði. Moulin Rouge er fyrst og fremst veisla fyrir augu og eyru. Myndin gerist í hóruhúsi, þ.e. syndarbæli eða Sódómu eins og Rauða myllan er einnig kölluð í myndinni. Á þessum stað er syndin upphafin á meðan ástin er synd. …

Kavanagh Q.C.: Bearing Witness

Leikstjórn: Peter Smith Handrit: Edward Canfor-Dumas Leikarar: John Thaw, Deborah Findley, Joe Roberts, Peter Ashdown, Ann Mitchell, Cliff Parisi, Richard Cordery, Julian Wadham, Tristram Wymark og Soudabeh Neeya Upprunaland: Bretland Ár: 1998 Lengd: 76mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0108826 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þegar Luke Emmott, þrettán ára gamall piltur úr söfnuði Votta Jehóva, er fluttur í skyndi á sjúkrahús vegna alvarlegrar blæðingar, úrskurðar læknirinn umsvifalaust, að blóðgjöf sé nauðsynleg til að unnt verði að bjarga lífi hans. Þar sem Vottar Jehóva hafna hins vegar blóðgjöfum undir öllum kringumstæðum á trúarlegum forsendum, reynist nauðsynlegt að leggja málið strax fyrir dómstóla, enda pilturinn undir lögaldri. Kavanagh lögmaður tekur að sér að tala máli móður piltsins, sem vill allt til þess vinna, að honum verði ekki veitt blóðgjöf, en það á eftir að draga dilk á eftir sér. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Um allan heim hafa fjölmiðlar greint frá fjölda tilfella á liðnum árum, þar sem safnaðarmeðlimir úr trúfélagi Votta Jehóva hafa látist eftir að blóðgjöf, lífsnauðsynlegri að mati lækna, hafði verið hafnað. Til er minningarsíða á netinu …

Waking the Dead

Leikstjórn: Keith Gordon Handrit: Scott Spencer, Robert Dillon Leikarar: Billy Crudup, Jennifer Connely Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 105mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0127349 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þetta er vel gerð og dulítið leyndardómsfull mynd. Hún segir sögu Fielding Pierce og Söru Williams, elskenda sem hafa ólík markmið í lífinu, en eru aðskilin eftir aðeins tvö ár saman. Fielding heldur sínu striki, en minningin um Söru sækir á hann og glíman við sorgina er sístæð. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Það er tvennt athyglisvert í myndinni, annars vegar spurningin um ólík siðferðileg gildi í lífinu og hvernig beri að hrinda þeim í framkvæmd. Hins vegar spurningin um úrvinnslu sorgar og um það hvernig undir sorgarinnar eru stundum rifnar upp með harkalegum hætti. Fielding og Sara vilja bæði gera gott í lífinu, en hafa ólíkar hugmyndir um hvernig beri að ná þessum markmiðum. Sara er „aktivisti“ sem starfar innan vébanda kaþólsku kirkjunnar. Hún vinnur að því að hjálpa flóttamönnum frá Chile, sem hafa neyðst til að flýja land sitt vegna ofsókna heima fyrir. Hún vill öllum mönnum …

Jésus de Montréal

Leikstjórn: Denys Arcand Handrit: Denys Arcand Leikarar: Lothaire Bluteau, Catherine Wilkening, Johanne-Marie Tremblay, Rémy Girard, Robert Lepage, Gilles Pelletier, Yves Jacques Upprunaland: Kanada/Frakkland Ár: 1989 Lengd: 120mín. Hlutföll: www.imdb.com Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hópur leikara, sem tekur að sér að uppfæra helgileik um efni guðspjallanna, fer sínar eigin leiðir í túlkuninni og dregur í efa ýmsar viðteknar skoðanir á Jesú. Við það mætir hann andstöðu forystu rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Leikhópurinn verður hins vegar gagntekinn af viðfangsefninu og efni guðpjallanna raungerist í lífi hans, einkum aðalleikarans Daníels sem leikur Jesú Krist. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Kvikmynd sem byggir á efni guðspjallanna hefur auðvitað að geyma mörg trúarstef og tilvísanir í Nýja testamentið. Leikhópurinn sem tekur að sér að setja upp helgileikinn um píslarsögu Jesú, að beiðni prests við rómversk-kaþólsku kirkjuna í Montreal í Kanada, dregur upp mynd af Jesú sem samrýmist ekki fyllilega hefðbundnum kirkjulegum skoðunum. Þannig er t.d. gefið í skyn að hann kunni að hafa verið sonur rómversks hermanns og Maríu. Samt sem áður er helgileikurinn að verulegu leyti bygður á guðspjöllunum, einkum …