Month: maí 2002

Bad Man’s River

Leikstjórn: Eugenio Martín [undir nafninu Gene Martin] Handrit: Eugenio Martín [undir nafninu Gene Martin] og Philip Yordan Leikarar: Lee Van Cleef, James Mason, Gina Lollobrigida, Eduardo Fajardo, Gianni Garko, José Manuel Martín, Simón Andreu, Jess Hahn, Diana Lorys og Per Barcley Upprunaland: Ítalía, Spánn og Frakkland Ár: 1972 Lengd: 86mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0068246 Ágrip af söguþræði: Í miðri borgarastyrjöldinni í Mexíkó ákveður bandaríski bófaforinginn Roy King að slást í lið með Alicu, fyrrverandi eiginkonu sinni, og Montero, eiginmanni hennar, til þess að ræna $1.000.000 frá stjórnvöldum. Áður en það tekst eru þau hins vegar handsömuð af uppreisnarmönnunum og lenda með þeim í blóðugu umsátri stjórnarhersins inni í afskektu þorpi. Að lokum heitir byltingarleiðtoginn King og mönnum hans frelsi, geti þeir þaggað niður í fallbyssum stjórnarhersins og bjargað þeim þaðan burt, en það tilboð þiggja þeir umsvifalaust. Almennt um myndina: Alveg ótrúlega lélegur, heimskulegur og leiðinlegur spaghettí-vestri sem allir ættu að forðast. Meira að segja tónlistin er eins slæm og hugsast getur. Það er dapurlegt að sjá öndvegisleikarana James Mason, Lee Van Cleef og Ginu Lollobrigida taka …

Forrest Gump

Leikstjórn: Robert Zemeckis Handrit: Handrit byggt á sögu Winston Groom: Eric Roth Leikarar: Tom Hanks, Robin Wright, Gary Sinise, Mykelti Williamsson, Hanna R. Hall, Sally Field Harold G. Herthum, Hanna R. Hall Upprunaland: BNA Ár: 1994 Lengd: 136mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0109830 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin er viðburðasaga Forrest Gump, fremur en þroskasaga. Forrest litli tekur út lítinn vitsmunaþroska, en rambar í hvert stórævintýrið á fætur öðru, slampast í gegnum allt og uppsker sem snillingur. Gæskuríkur Forrest Gump nýtur elskusemi flestra, enda stefnt út í veröldina af miklum kvenskörungi, mömmunni. Æskuástin, sem hann elskar frá skóladögum verður þó ekki hans nema stuttan tíma áður en hún deyr. Varla er nokkuð stórmál í bandarískri sögu, sem Gump tengist ekki með einum eða öðrum hætti. Forrest Gump verður stjarna í amerískum fótbolta, hetja í Víetnam, borðtennisjöfur, vellauðugur útgerðarmaður, hlaupastjarna og nokkurs konar spámaður, áður en hann nær ást lífsins og eignast afkomanda, sem heldur sögunni áfram. Sagan heldur því áfram og maður veit ekki hvaða konfektmoli kemur næst fré Zemeckis of félögum. Almennt um myndina: Þrjú meginmáttarvöld …