Month: september 2002

Ferocious Beast with a Gun

Leikstjórn: Sergio Grieco Handrit: Sergio Grieco Leikarar: Helmut Berger, Marisa Mell, Richard Harrison, Marina Giordana, Luigi Bonos, Vittorio Duse, Ezio Marano, Claudio Gora, Alberto Squillante, Maria Pascucci og Nello Pazzafini Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1977 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0075740 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þegar afbrotamanninum Nanni Vitali tekst að flýja úr fangelsi ásamt nokkrum félögum sínum, pyntar hann sögusmettuna til dauða, sem svikið hafði hann í hendur lögreglunnar, og skipuleggur síðan vopnað rán í launadeild stórfyrirtækis. Lögregluforinginn Giulio Santini er þó jafnan á hælum hans og bregður Vitali að lokum á það ráð að taka systur hans og föður í gíslingu til að ná sínu fram. Almennt um myndina: Evrópskar kvikmyndir hafa margar verið markaðssettar undir ótal titlum í gegnum árin og gildir það alveg sérstaklega um þær ítölsku. Sú kvikmynd sem er hér til umfjöllunar er sennilega þekktust undir heitinu Mad Dog Murderer en Anchor Bay fyrirtækið í Bandaríkjunum gaf hana nýlega út á DVD með kápuheitinu Beast with a Gun þrátt fyrir að hún sé nefnd stórum stöfum strax í sjálfu byrjunaratriðinu Ferocious …

I’m for the Hippopotamus

Leikstjórn: Italo Zingarelli Handrit: Barbara Alberti, Amedeo Pagani, Vincenzo Mannino og Italo Zingarelli Leikarar: Terence Hill, Bud Spencer, Joe Bugner, May Dlamini, Dawn Jürgens, Malcolm Kirk, Ben Masinga, Les Marcowitz, Johan Naude og Nick Van Rensburg Upprunaland: Ítalía Ár: 1979 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0079351 Ágrip af söguþræði: Einhvers staðar í Afríku eru hvítir þjóðernissinnar, sem níðast á blökkumönnum og veiða villidýr fyrir dýragarða, lamdir sundur og saman ýmist með berum hnefunum eða steikarpönnum. Almennt um myndina: Hefðbundin glórulaus slagsmálamynd með Trinity bræðrum. Þeir sem eru á höttunum eftir gamanmynd ættu að horfa á eitthvað annað. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Talað er um náttúruna sem sköpun Guðs auk þess sem galdratrú afrískra frumbyggja kemur aðeins við sögu að ógleymdum indverskum smákaupmanni sem er hindúi. Enda þótt kvikmyndin þykist upphefja mannréttindi allra kynþátta og náttúruvernd, er hér aðeins um að ræða ofbeldisdýrkun af lægstu sort. Auðvitað á þetta allt að vera í gamni gert en gamansemin er samt svo til engin þegar upp er staðið. Guðfræðistef: sköpunin Siðfræðistef: mannréttindi, náttúruvernd, ofbeldi, kynþáttamismunun, kynþáttahatur Trúarbrögð: hindúismi, galdrar

Hands Up Dead Man, You’re Under Arrest!

Leikstjórn: León Klimovsky Handrit: Sergio Bergonzelli, José Luis Navarro og Enrico Zuccarini, byggt á sögu eftir Jesus María Elorrieta og Enrico Zuccarini Leikarar: Peter Lee Lawrence, Espartaco Santoni, Franco Agostini, Helga Liné, Aldo Sambrell, Aurora de Alba, Mary Zan, Tomás Blanco, Giovanni Santoponte, Luis Barboo og José Canalejas Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1971 Lengd: 89mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0067035 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Samviskulaus bófaforingi reynir að sölsa undir sig jarðeignir nokkurra smábænda í villta vestrinu og lendir fyrir vikið upp á kannt við ilmvatnssala sem reynist lögreglumaður í hefndarhug. Almennt um myndina: Lengst af alveg viðunandi spaghettí-vestri með nokkuð viðeigandi tónlist frá Alessandro Alessandroni og flottri myndatöku Antonios Maccoppi. Lokabardaginn með ilmvatnssprengjunum verður þó að teljast afar heimskulegur. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Einn af helstu bandamönnum lögreglumannsins er munkur, sem barist hafði með honum nokkrum árum áður í borgarastyrjöldinni. Áður en lögreglumaðurinn mætir óvænt til bæjarins, biður munkurinn vonleysislega til Guðs um að hann hjálpi íbúunum að halda út kúgun óvina sinna eftir að enn einn smábóndinn hefur verið myrtur með köldu blóði. …

Regeneration

Leikstjórn: Gillies MacKinnon Handrit: Allan Scott, byggt á skáldsögu eftir Pat Barker Leikarar: Jonathan Pryce, James Wilby, Jonny Lee Miller, Stuart Bunce, Tanya Allen, David Hayman, Dougray Scott, John Neville, Paul Young, Alastair Galbraith og Eileen Nicholas Upprunaland: Bretland (Skotland) og Kanada Ár: 1997 Lengd: 92mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0120001 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í fyrri heimsstyrjöldinni er liðsforinginn og rithöfundurinn Sigfried Sassoon sendur á geðsjúkrahús á vegum breska hersins eftir að hann lýsir því yfir í bréfi til þingsins að stríðið hafi umbreyst úr frelsisbaráttu í hrikalegt fjöldamorð. Markmið geðsjúkrahússins er að gera vistmennina sem fyrst hæfa fyrir herþjónustu á nýjan leik og leggur geðlæknirinn dr. William Rivers sig fram í þeim efnum, en efasemdirnar sækja samt á hann þegar hann kynnist Sassoon og öðrum vistmönnum þar betur. Almennt um myndina: Áhugaverð en eilítið langdregin stríðsmynd sem gerist að mestu á geðsjúkrahúsinu Craiglockart, en hörmungar stríðsins koma skýrt fram í samtölum vistmannanna. Stöku sinnum er þó sýnt frá vígvellinum þegar ýmis óhugnanleg atvik eru rifjuð upp. Enda þótt kvikmyndin sé byggð á skáldsögu er hér …

xXx

Leikstjórn: Rob Cohen Handrit: Rich Wilkes Leikarar: Vin Diesel, Asia Argento, Samuel L. Jackson, Marton Csokas, Michael Roof, Danny Trejo, Eve, Tom Everett, Thomas Ian Griffith, Richy Müller, Werner Dähn og Petr Jakl Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 124mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0295701 Ágrip af söguþræði: Ofursvalur spennufíkill með langan afbrotaferil að baki er neyddur af bandarísku leyniþjónustunni til að njósna um glæpasamtök stjórnleysingja í Tékklandi, sem undirbúa efnavopnaárás á nokkrar stærstu borgir heims. Almennt um myndina: Nautheimsk og illa gerð hasarmynd þar sem hraðinn og sprengingarnar virðast skipta mestu máli en glóran er skilin alveg eftir. Velgengni myndarinnar í kvikmyndahúsum byggir vonandi eingöngu á vel heppnaðri markaðssetningu en ósennilegt er að framhaldsmyndirnar verði margar, jafnvel þótt þegar sé byrjað að vinna að þeirri næstu. Allt frá tilkomu James Bond myndanna hafa reglulega verið gerðar hasarmyndir og jafnvel skopstælingar, sem áttu að slá þær út í vinsældum en eru nú flestum gleymdar. Má þar nefna The Liquidator eftir Jack Cardiff frá árinu 1965, Our Man Flint eftir Daniel Mann frá því sama ári og No. 1 of …

The Cry of the Wolf

Leikstjórn: Gianfranco Baldanello (undir nafninu Frank G. Carrol) Handrit: Gianfranco Baldanello (undir nafninu Peter Welbeck) og Peter Lee (undir nafninu John Fonseca), byggt á skáldsögunni The Call of the Wild eftir Jack London Leikarar: Jack Palance, Joan Collins, Buck, Manolo de Blas, Elisabetta Virgili, Fernando Romero, Remo de Angelis, Attilio Dottesio, José Canalejas, Oscar Bernat og Robert Lynn Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1975 Lengd: 92mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0073069 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Úlfhundur vingast við börn í óbyggðum Alaska og fylgir þeim ásamt tveim gullleitarmönnum til byggða þegar Indíánar myrða heimilisföðurinn. Indíánar sitja þó fyrir þeim við hvert fótmál á leiðinni auk þess sem þau lenda upp á kannt við illskeyttan bófaflokk þegar þau ná loks til námubæjarins Dawsons. Almennt um myndina: Frekar langdregin og illa gerð ævintýramynd sem vel má flokka sem spaghettí-vestra, enda framleiðslan ítölsk-spænsk og sögusviðið óbyggðir Norður-Ameríku á nítjándu öldinni þar sem bófar og Indíánar ógna öllu friðelskandi fólki. Þó svo að myndin snúist að mestu um börn og hundinn þeirra, er hún tæpast við barna hæfi enda bönnuð innan …

Battle Royale

Leikstjórn: Kinji Fukasaku Handrit: Kenta Fukasaku, byggt á skáldsögu eftir Koshun Takami Leikarar: Tatsuya Fujiwara, Aki Maeda, Taro Yamamoto, Masanobu Ando, Kou Shibasaki og Chiaki Kuriyama Upprunaland: Japan Ár: 2000 Lengd: 114mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0266308 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fjörtíu og tveir nemendur eru færðir á eyðieyju með mat, kort og vopn sér til varnar auk þess sem sprengja er fest sem ól um háls þeirra. Þar eru þau tilneydd til að berjast hvert við annað til síðasta manns og hafa aðeins þrjá daga til að klára verkið. Ef þau fylgja ekki reglunum, eða ef fleiri en einn er eftir að þrem dögum liðnum verða hálsólarnar sprengdar. Almennt um myndina: Kvikmyndin er byggð á umdeildri japanskri skáldsögu, sem hneykslaði landsmenn þar í landi svo um munaði. Það sama gerðist líka með tilkomu myndarinnar og komust deilurnar um hana meira að segja í fréttirnar hér uppi á klakanum. Þessi neikvæðu viðbrögð koma í raun ekki á óvart, enda er myndin afar óþægileg. Í rauninni minnir hún um margt á Clockwork Orange hvað neikvæða mannsmynd og ofbeldi …

Ringo and His Golden Pistol

Leikstjórn: Sergio Corbucci Handrit: Adriano Bolzoni og Franco Rossetti Leikarar: Mark Damon, Valeria Fabrizi, Franco De Rosa, Andrea Aureli, Loris Loddi, Giovanni Cianfriglia [undir nafninu Ken Wood], Ettore Manni, John Bartha, Pippo Starnazza, Giulia Rubini og Nino Vingelli Upprunaland: Ítalía Ár: 1966 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0060563 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Mannaveiðarinn Ringo gerir helst ekki neitt nema að hann sjái einhvern fjárhagslegan ávinning af því. Þannig skýtur hann aðeins þá bófa til bana með gylltu byssunni sinni, sem eftirlýstir hafa verið með veglegri fjárhæð, en leyfir öllum öðrum að halda leiða sinna jafnvel þótt ljóst sé að þeir muni hefna sín við fyrsta tækifæri. Bróðir eins bófaforingjans, sem fallið hafði fyrir hendi Ringos, safnar líka strax liði gegn honum þrátt fyrir að lífi hans hafi verið þyrmt. Ringo er brátt handtekinn fyrir ólöglegan vopnaburð í bandarískum smábæ og stungið í steininn. Þegar það spyrst út, heldur bróðirinn þangað með lið sitt og krefst þess að fá mannaveiðarann afhentan gegn því að bænum verði þyrmt. Þrátt fyrir að flestir bæjarbúarnir vilji ganga að kröfum bófanna, stendur lögreglustjórinn …

Yi ge dou bu neng shao (Not One Less)

Leikstjórn: Zhang Yimou Handrit: Xiangshen Shi Leikarar: Minzhi Wei, Huike Zhang, Zhenda Tian, Enman Gao, Zhimei Sun, Yuying Feng, Fanfan Li, Zhang Yichang, Xu Zhanqing, Hanzhi Liu, Ma Guolin, Wu Wanlu, Liu Ru, Wang Shulan og Fu Xinmin Upprunaland: Kína Ár: 1999 Hlutföll: www.imdb.com/Title?0209189 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ung stúlka er ráðin til að vera forfallakennari í kínverskum sveitaskóla vegna þess að kennarinn þurfti að fara burt úr þorpinu til að sinna sjúkri móður sinni. Stúlkan er svo ung að hún hefur tæpast lokið skóla sjálf. Hún fær það verkefni að kenna nemendunum en á einnig að gæta þess að enginn þeirra hætti í skólanum því það var þegar orðið vandamál hve margir nemendur höfðu hætt. Þegar tíu ára drengur hverfur einn daginn og fer til borgarinnar til að vinna sér inn peninga til að hjálpa fjölskyldunni sinni fer hún á eftir honum að leita hans. Almennt um myndina: Kínverski kvikmyndaleikstjórinn Zhang Yimou er fæddur árið 1950 í Xian í Kína. Hann lauk námi frá Kvikmyndakademíunni í Peking árið 1982 og er nú einn …