Mission Kashmir
Leikstjórn: Vidhu Vinod Chopra Handrit: Vikram Chandra, Vidhu Vinod Chopra og Atul Tiwari Leikarar: Sanjay Dutt, Hrithik Roshan, Preity Zinta, Puru Rajkumar, Sonali Kulkarni og Jackie Shroff Upprunaland: Indland Ár: 2000 Lengd: 150mín. Hlutföll: www.imdb.com/Title?0248185 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Lögregluforinginn Inayat Khan ættleiðir ungan dreng í Kashmír eftir að hafa drepið fjölskyldu hans í blóðugum átökum við hættulegan íslamskan hryðjuverkamann. Þegar drengurinn, sem heitir Altaaf, áttar sig nokkru síðar á því að það var fósturfaðirinn, sem hafði drepið fjölskyldu hans, flýr hann til hryðjuverkamannsins fyrrnefnda og heitir því að ná fram hefndum. Altaaf er þjálfaður sem hryðjuverkamaður í Afganistan og sendur tíu árum síðar aftur til Kashmírs til að koma þar af stað allsherjarstríði, en þar kynnist hann á ný æskuvinkonu sinni og lendir í blóðugum átökum við fósturföður sinn. Almennt um myndina: Flestar kvikmyndir, sem framleiddar eru á Indlandi, eru dans- og söngvamyndir og gildir þar einu hvort um er að ræða drama, gamanmyndir, morðgátur eða harðhausamyndir eins og í þessu tilfelli. Þessi mynd á það sameiginlegt með mörgum indverskum kvikmyndum að kvikmyndatakan …