Month: október 2002

Mission Kashmir

Leikstjórn: Vidhu Vinod Chopra Handrit: Vikram Chandra, Vidhu Vinod Chopra og Atul Tiwari Leikarar: Sanjay Dutt, Hrithik Roshan, Preity Zinta, Puru Rajkumar, Sonali Kulkarni og Jackie Shroff Upprunaland: Indland Ár: 2000 Lengd: 150mín. Hlutföll: www.imdb.com/Title?0248185 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Lögregluforinginn Inayat Khan ættleiðir ungan dreng í Kashmír eftir að hafa drepið fjölskyldu hans í blóðugum átökum við hættulegan íslamskan hryðjuverkamann. Þegar drengurinn, sem heitir Altaaf, áttar sig nokkru síðar á því að það var fósturfaðirinn, sem hafði drepið fjölskyldu hans, flýr hann til hryðjuverkamannsins fyrrnefnda og heitir því að ná fram hefndum. Altaaf er þjálfaður sem hryðjuverkamaður í Afganistan og sendur tíu árum síðar aftur til Kashmírs til að koma þar af stað allsherjarstríði, en þar kynnist hann á ný æskuvinkonu sinni og lendir í blóðugum átökum við fósturföður sinn. Almennt um myndina: Flestar kvikmyndir, sem framleiddar eru á Indlandi, eru dans- og söngvamyndir og gildir þar einu hvort um er að ræða drama, gamanmyndir, morðgátur eða harðhausamyndir eins og í þessu tilfelli. Þessi mynd á það sameiginlegt með mörgum indverskum kvikmyndum að kvikmyndatakan …

Fascination

Leikstjórn: Jean Rollin Handrit: Jean Rollin, byggt á smásögu eftir Jean Lorrain Leikarar: Brigitte Lahaie, Franca Mai, Jean-Marie Lemaire, Fanny Magier, Sophie Noël, Myriam Watteau, Muriel Montossé, Cyril Val (undir nafninu Alain Plumey) og Evelyne Thomas Upprunaland: Frakkland Ár: 1979 Lengd: 78mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0079135 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þjófur á flótta undan félögum sínum, sem hann hafði hlunnfarið, leitar skjóls í afskekktri höll og tekur þar tvær fagrar stúlkur í gíslingu án þess að gera sér grein fyrir að þær eru úr sértrúarhópi kvenna í leit að karlmanni til að fórna síðar um kvöldið. Almennt um myndina: Þetta er ein af þessum kvikmyndum sem nær ógjörningur er að veita stjörnugjöf við hæfi. Vart getur myndin talist góð þar sem vinnslan er of klúðursleg á köflum. Þannig er rökræn framvinda t.d. ekki alltaf fyrir hendi milli atriða, svo sem í flóttaatriðinu áður en þjófurinn kemur að höllinni dularfullu. Svipbrigði sumra leikaranna eru auk þess stundum ótrúlega tilgerðarleg og samtöl þeirra formleg, en þeir þegja jafnan í góða stund áður en þeir koma með yfirlýsingar, sem …

Captain Apache

Leikstjórn: Alexander Singer Handrit: Milton Sperling og Philip Yordan, byggt á sögu eftir S.E. Whitman Leikarar: Lee Van Cleef, Carroll Baker, Stuart Whitman, Elisa Montés, Charlie Bravo, Percy Herbert, Charles Stalmaker, Tony Vogel, Faith Clift, Dan van Husen, Hugh McDermott og George Margo Upprunaland: Spánn og Bretland Ár: 1971 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0066886 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Indíáninn Apache er bandarískur herforingi, sem reynir að komast að merkingu orðsins ‚aprílmorgun‘, en flestir, sem vita eitthvað um málið, eru jafnan myrtir áður en hann nær að ræða við þá. Almennt um myndina: Slakur spaghettí-vestri sem skilur lítið eftir sig. Megin kostur kvikmyndarinnar er Lee Van Cleef, sem aldrei þessu vant er skegglaus, en hann leikur herforingjann Apache af stakri innlifun. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Kvikmyndin byrjar á tilvitnuninni „Elska skalt þú náungann“ með stórum stöfum þvert yfir tjaldið. En í stað þess að vísa beint í Biblíuna þar sem þessi orð eru víða að finna, er aðeins sagt undir tilvitnuninni: „Heimild gleymd.“ Verður það að teljast vel við hæfi í ljósi þess að allur kristilegur kærleikur …

Smokey Bites the Dust

Leikstjórn: Charles B. Griffith Handrit: Max Apple Leikarar: Jimmy McNichol, Janet Julian, Walter Barnes, John Blyth Barrymore, Patrick Campbell, William Forsythe, Charles Howerton og Kari Lizer Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1981 Lengd: 85mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0083097 Ágrip af söguþræði: Ungur ökuníðingur með treggáfaðar löggur á hælunum rænir draumastúlkunni og heillar hana upp úr skónum með vítaverðum glæfraakstri. Almennt um myndina: Sannkölluð vasaklútamynd fyrir alla áhugamenn um bandarískar bifreiðar enda komast ófáar óskaddaðar frá þessum ósköpum. Að vísu eru sumir árekstrarnir klipptir úr ýmsum eldri klessukeyrslumyndum eins og Eat My Dust! frá árinu 1976 og Grand Theft Auto frá árinu 1977, en leikstjórinn Charles B. Griffith var einnig ábyrgur fyrir þeirri fyrrnefndu. Allar eiga þessar svokallaðar gamanmyndir það sameiginlegt að vera sneiddar öllum sönnum húmor enda svo til alvondar. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Einn af vonbiðlum draumastúlku ökuníðingsins er trúaður ruðningskappi, sem kallar Guð í sífellu ‚þjálfa‘ og ræðir við hann um allt, sem honum dettur til hugar meðan á eltingarleiknum stendur. Einnig koma þrír vafasamir múslimar við sögu, sem ein löggan heldur, að séu vitringarnir þrír …

The Battle on the River Neretva

Leikstjórn: Veljko Bulajic Handrit: Stevan Bulajic, Veljko Bulajic, Ratko Djurovic og Ugo Pirro Leikarar: Yul Brynner, Sergei Bondarchuk, Curd Jürgens, Franco Nero, Hardy Krüger, Sylva Koscina, Orson Welles, Anthony Dawson, Howard Ross, Ljubisa Samardjic, Lojze Rozman, Milena Dravic, Oleg Vidov, Bata Zivojinovic, Fabijan Sovagovic og Boris Dvornik Upprunaland: Júgóslavía, Ítalía, Þýzkaland og Bretland Ár: 1969 Lengd: 127mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0064091 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í janúar 1943 gerir þýzki herinn ásamt helstu bandamönnum sínum stórsókn gegn skæruliðum kommúnista í fjalllendi Júgóslavíu. Eina von skæruliðanna um að geta haldið baráttunni áfram er að ná yfirráðum yfir mikilvægri brú við ána Neretva. Almennt um myndina: Þessi sannsögulega stórmynd var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin árið 1970 en hún fékk víðast hvar frábæra dóma í upprunalegri útgáfu sinni. Þá var hún þrír tímar að lengd og töluðu sögupersónurnar allar sitt eigið tungumál, Þjóðverjar töluðu þýzku, Ítalir ítölsku og Júgóslavar serbnesku. Þegar myndin var hins vegar sett á almennan markað, var hún víðast hvar talsett upp á nýtt með misjöfnum árangri og stytt verulega. Í Þýzkalandi er …

To Kill a Dead Man

Leikstjórn: Alexander Hemming Handrit: Portishead Leikarar: Beth Gibbons, Geoff Barrow, Adrian Utley, Tim Bishop, Dave McDonald og Richard Newell Upprunaland: Bretland Ár: 1994 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0111441 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Eiginkona valdamikils manns er lögð inn á geðsjúkrahús eftir að hann er skotinn til bana úr launsátri af leigumorðingja. Hún sannfærist þó að lokum um að morðið hafi verið sviðsett af eiginmanninum, sem hafi vænst þess að hún myndi missa vitið, og einsetur sér því að hefna sín á honum. Almennt um myndina: Breska hljómsveitin Portishead er með þeim allra bestu, sem komið hafa fram á sjónarsviðið á síðast liðnum áratug. Stuttmyndin To Kill a Dead Man var í raun gerð til þess að Portishead gæti prófað að semja tónlist við kvikmynd, en svo fór að hún var notuð sérstaklega til kynningar á fyrsta diski hljómsveitarinnar, Dummy, þegar hann kom út síðar á því sama ári. Sömuleiðis var stuttmyndin endurklippt fyrir tónlistarmyndbandið Sour Time. Vel má flokka stuttmyndina til film noir kvikmynda í ljósi kvikmyndastílsins og söguþráðarins. Svart-hvít kvikmyndatakan er glæsileg með afskaplega viðeigandi tónlist, …

Salon Kitty

Leikstjórn: Tinto Brass Handrit: Tinto Brass, Ennio De Concini og Maria Pia Fusco, byggt á skáldsögu eftir Peter Norden Leikarar: Helmut Berger, Ingrid Thulin, Teresa Ann Savoy, John Steiner, John Ireland, Bekim Fehmiu, Tina Aumont, Sara Sperati, Maria Michi, Rosemarie Lindt, Paola Senatore, Stefano Satta Flores, Dan van Husen, Geoffrey Copleston og Salvatore Baccaro Upprunaland: Ítalía, Þýzkaland og Frakkland Ár: 1976 Lengd: 112mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0075163 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar er vinsælasta vændishúsinu í Berlín lokað þar til eigandinn, Madame Kitty Kellermann, samþykkir að færa reksturinn í hendurnar á SS til að geta njósnað um viðskiptavinina, en aðeins sérþjálfaðar vændiskonur, sem eru sannfærðir nazistar, fá að starfa þar. Þegar unnusti einnar vændiskonunnar er hins vegar tekinn af lífi fyrir að hafa gagnrýnt stríðsrekstur ríkisins á vændishúsinu, ákveður hún að ná sér niður á stjórnanda þess, SS foringjanum Helmut Wallenberg, og fær Madame Kitty í lið með sér. Almennt um myndina: Kvikmyndin Salon Kitty er jafnan flokkuð til svokallaðra evrópskra ruslmynda, stundum nefndar evrurusl, vegna vafasamra efnistaka og ódýrar framleiðslu. Engu að …

Massacre at Canyon Grande

Leikstjórn: Sergio Corbucci [undir nafninu Stanley Corbett] Handrit: Sergio Corbucci og Albert Band Leikarar: James Mitchum, Jill Powers, George Ardisson, Giacomo Rossi-Stuart, Andrea Giordana, Burt Nelson, Ferdinando Poggi, Eduardo Ciannelli og Milla Sannoner Upprunaland: Ítalía Ár: 1965 Lengd: 86mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0059434 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Þegar fyrrverandi lögreglustjórinn Wes Evans snýr heim á nýjan leik eftir rúmlega tveggja ára fjarveru, kemur í ljós að unnusta hans er búin að ganga að eiga annan mann enda flestir fyrir löngu búnir að telja hann af. Evans hafði hins vegar haldið á brott til þess eins að leita uppi þrjótana, sem myrtu föður hans þegar hann var enn barn að aldri og vildi því ekki snúa heim fyrr en þeir væru allir komnir undir græna torfu. Helstu forkólfar bæjarins bjóða Evans þó að taka við lögreglustjórastöðunni aftur en hann afþakkar það og vill þess í stað selja eigur sínar og halda á brott. Áður en til þess kemur neyðist hann þó til að stilla til friðar milli tveggja valdamestu ættanna á svæðinu, sem berjast á banaspjótum um …

Red Sun

Leikstjórn: Terence Young Handrit: Denne Bart Petitclerc, William Roberts og Lawrence Roman, byggt á sögu eftir Laird Koenig Leikarar: Charles Bronson, Ursula Andress, Toshirô Mifune, Alain Delon, Capucine, Anthony Dawson, Luc Merenda (undir nafninu Luke Merenda), Mónica Randall, Guido Lollobrigida (undir nafninu Lee Burton), Bernabe Barta Barri (undir nafninu Bart Barry), Gianni Medici (undir nafninu John Hamilton) og Satoshi Nakamoura Upprunaland: Ítalía, Spánn og Frakkland Ár: 1971 Lengd: 109mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0067770 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Árið 1871 sendir Japanskeisari forseta Bandaríkjanna verðmætt samúræjasverð að gjöf og er það flutt með lest þvert yfir villta vestrið í strangri gæslu tveggja samúræjahermanna. Annar þeirra fellur hins vegar þegar bófaflokkur gerir árás á lestina og stingur af með sverðið en hinn veitir honum þegar í stað eftirför ásamt einum bófanum sem svikinn hafði verið af félögum sínum. Almennt um myndina: Kvikmyndin Red Sun telst spaghettí-vestri þar sem hún var framleidd í samvinnu Ítala og Spánverja og kvikmynduð á Spáni. Leikstjórnin var þó að þessu sinni í höndum Englendingsins Terence Young, sem gert hafði nokkrar af bestu kvikmyndunum …

Insomnia

Leikstjórn: Christopher Nolan Handrit: Hillary Seitz, byggt á sögu eftir Nikolai Frobenius og Erik Skjoldbjærg Leikarar: Al Pacino, Robin Williams, Hilary Swank, Maura Tierney, Martin Donovan, Nicky Katt, Paul Dooley, Jonathan Jackson, Katharine Isabelle, Oliver Zemen og Larry Holden Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 118mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0278504 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tveir rannsóknarlögreglumenn eru sendir til smábæjar í Alaska um bjartar sumarnætur til að rannsaka morð á unglingsstúlku. Annar rannsóknarlögreglumannanna, Will Dormer að nafni (leikinn af Al Pacino), er undir smásjá innra eftirlitsins vegna gruns um að hann hafi nokkru áður falsað sönnunargögn gegn meintum morðingja til að tryggja sakfellingu hans, en þegar áfangastaðnum er náð lætur samstarfsmaðurinn hann vita að hann hafi ákveðið að vinna með rannsóknarnefndinni jafnvel þótt það geti kostað hann æruna. Þegar þeir síðan finna hettuklæddan morðingja unglingsstúlkunnar nokkru síðar úti í óbyggðum og elta hann í slæmu þokuskyggni, skýtur Dormer fyrir mistök samstarfsmann sinn til bana, en reynir að hylma yfir það með því að koma sökinni á morðingjann, sem komist hafði naumlega undan. Morðinginn hafði þó séð hvað …