Month: október 2002

One Hour Photo

Leikstjórn: Mark Romanek Handrit: Mark Romanek Leikarar: Robin Williams, Connie Nielsen, Michael Vartan, Dylan Smith, Eriq La Salle, Erin Daniels, Paul H. Kim og Gary Cole Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 95mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0265459 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ljósmyndaframkallari (Seymour Parrish að nafni) sem er á mörkum þess að vera geðveikur verður heltekinn af fjölskyldu sem hefur látið framkalla myndir hjá honum í áraraðir. Veggurinn í stofu mannsins er þakinn myndum af fjölskyldunni og það er fátt sem hann veit ekki um hana. En þegar eiginmaðurinn heldur framhjá eiginkonu sinni er honum misboðið og ákveður að taka til sinna ráða. Almennt um myndina: Það endurvekur trú manns á Hollywood að sjá vandaða frásagnartækni eins og í kvikmyndinni One Hour Photo. Það er orðið allt of algengt að spennumyndir gangi út á hverja tæknibrelluna og glæfraverkið á fætur öðru á kostnað dýptar og persónusköpunar. Hér fetar framleiðandinn og handritshöfundurinn Mark Romanek í fótspor meistara Hitchcocks og byggir upp spennu með því að rannsakar sálarkima geðsjúklings, rétt eins og meistarinn gerði í Psycho (1960). Robin Williams …

Omar Mukhtar: Lion of the Desert

Leikstjórn: Moustapha Akkad Handrit: H.A.L. Craig Leikarar: Anthony Quinn, Oliver Reed, Rod Steiger, Irene Papas, John Gielgud, Mario Adorf, Gastone Moschin, Robert Brown, Raf Vallone, Franco Fantasia, Claudio Cassinelli og Tom Felleghy Upprunaland: Bandaríkin, Líbýa Ár: 1980 Lengd: 162mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0081059 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Eyðimerkurljónið Omar Mukhtar (Omar Mukhtar: Lion of the Desert) fjallar um eina þekktustu frelsishetju múslima, Omar Mukhtar (leikinn af Anthony Quinn) og hetjulega baráttu hans gegn Benito Mussolini (leikinn af Rod Steiger) á millistríðsárunum í Líbýu. Sérstök áhersla er lögð á baráttu hans við Rodolfo Graziani hershöfðingja (leikinn af Oliver Reed), en sá síðar nefndi bar ábyrgð á hryllilegum fjöldamorðum í Líbýu og kom upp illræmdum fangabúðum þar. Almennt um myndina: Þar er ljóst að Omar Mukhtar: Lion of the Desert (einnig þekkt sem Lion of the Desert og Omar Mukhtar) átti að vera stórmynd, enda var engu til sparað. Slagorð myndarinnar eru gott dæmi um þetta: ,,A giant of a man against a general seeking glory … a spectacular adventure of arch enemies in battle.“ Hér átti …

The Legend of 1900

Leikstjórn: Giuseppe Tornatore Handrit: Alessandro Baricco Leikarar: Tim Roth, Pruitt Taylor Vince, Clarence Williams III, Bill Nunn, Mélanie Thierry, Easton Gage, Cory Buck, Peter Vaughan, Niall O´Brien, Alberto Vasquez, Gabriele Lavia, Vernom Nurse, Harry Ditson, Norkio Aida og Norman Chancer Upprunaland: Ítalía Ár: 1998 Hlutföll: www.imdb.com/Title?0120731 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Trompetleikari kemur inn í verslun ensks veðmangara skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina og hyggst selja trompetinn sinn. Veðmangarinn kannast við laglínu sem hann leikur á trompetinn í kveðjuskyni því hann átti það á upptöku á vaxplötu með óþekktum píanóleikara. Trompetleikarinn getur sagt honum sögu píanóleikarans því þeir höfðu kynnst um borð í millilandaskipinu Virginíu sem sigldi milli Englands og Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Píanóleikarinn hafði verið skilinn eftir nýfæddur um borð í skipinu og tekinn í fóstur af einum af kyndurum þess. Honum var gefið nafnið Danny Boodman T.D. Lemons 1900 en var almennt kallaður 1900 í höfuðið á árinu sem hann fæddist. Hann elst síðan upp um borð í skipinu og þegar fram líða stundir kemur í ljós að hann er undrabarn …

The Bourne Identity

Leikstjórn: Doug Liman Handrit: Tony Gilroy og William Blake Herron, byggt á skáldsögu eftir Robert Ludlum Leikarar: Matt Damon, Franka Potente, Chris Cooper, Clive Owen, Brian Cox, Adewale Akinnuoye-Agbaje, Gabriel Mann, Walt Goggins, Josh Hamilton, Julia Stiles og Orso Maria Guerrini Upprunaland: Bandaríkin og Tékkland Ár: 2002 Lengd: 118mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0258463 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ungur minnislaus karlmaður veit það eitt að lítill fiskibátur hafði komið honum til bjargar þar sem hann var á reki í Miðjarðarhafinu, særður lífshættulegum skotsárum. Þar sem bútur af míkrófilmu með bankareikningsnúmeri í Zürich í Sviss hafði verið falinn undir húðinni ofan við mjöðmina, heldur hann þangað í von um að komast að því hver hann sé. Í bankahólfinu finnur hann hins vegar skammbyssu, nokkrar milljónir dollara og fjölda skilríkja alls staðar að úr heiminum með andlitsmynd hans og nafninu Jason Bourne. Áður en hann veit af er hann á æðisgengnum flótta undan bæði lögreglunni og leigumorðingjum, sem láta einskis freistað að ráða hann af dögum. Almennt um myndina: Mjög góð spennumynd sem lauslega er byggð á samnefndri metsölubók …

Bingo Bongo

Leikstjórn: Pasquale Festa Campanile Handrit: Franco Ferrini, Franco Marotta, Enrico Oldoini og Laura Toscano Leikarar: Adriano Celentano, Carole Bouquet, Felice Andreasi, Enzo Robutti, Walter D’Amore, Roberto Marelli, Alfio Patane, Elizabeth Cobben og Tanga Upprunaland: Ítalía Ár: 1982 Lengd: 102mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0083655 Ágrip af söguþræði: Vísindamennirnir við mannfræðistofnun Mílanó-háskólans á Ítalíu verða yfir sig hrifnir þegar mannapinn Bingo Bongo finnst í frumskógum Kongó í Afríku, enda reynist hann svo þrælskarpur að hann endar þar sem prófessor. Bingo Bongo er í raun mennskur enda höfðu apar alið hann upp frá því er hann komst lífs af úr flugslysi þegar hann var aðeins ómálga barn að aldri. Almennt um myndina: Verulega slæm ítölsk aulahúmorsmynd sem sennilega hefur einkum verið ætluð yngstu kynslóðinni, en hún mun vera endurgerð af vinsælli tyrkneskri gamanmynd frá árinu 1975 sem nefnist Hanzo. Vart er myndin þó við hæfi barna enda einkennast margir brandararnir af kynferðislegu áreitni á borð við þukl á brjóstum og bossum kvenna. Eini kostur myndarinnar er James Bond ‚beibið‘ Carole Bouquet úr kvikmyndinni For Your Eyes Only, en hér leikur …