Month: nóvember 2002

Blood and Diamonds

Leikstjórn: Fernando Di Leo Handrit: Fernando Di Leo Leikarar: Claudio Cassinelli, Martin Balsam, Barbara Bouchet, Olga Karlatos, Pier Paolo Capponi, Vittorio Caprioli, Carmelo Reale, Alberto Squillante, Franco Beltramme og Salvatore Billa Upprunaland: Ítalía Ár: 1977 Lengd: 97mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0075940 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Smáglæpamaðurinn Guido er sannfærður um að mafíuforinginn Rizzo hafi ekki aðeins vísað lögreglunni á sig þar sem hann var við innbrot hjá tryggingarfélagi heldur beri hann einnig á ábyrgð á dauða eiginkonu sinnar. Af þeim sökum segir hann mafíunni stríð á hendur um leið og hann losnar úr fangelsi fimm árum síðar og brennir þannig allar brýr að baki sér áður en í ljós kemur að hann hafði haft Rizzo fyrir rangri sök. Almennt um myndina: Frekar mistæk sakamálamynd sem sleppur þó naumlega fyrir horn. Reyndar hefði alveg mátt vanda einstök hasaratriði aðeins betur eins og t.d. rúturánið snemma í myndinni en framleiðslan hefur klárlega ekki kostað mikið. Leikararnir eru sumir fínir eins og Martin Balsam í hlutverki mafíuforingjans Rizzos og Barbara Bouchet í hlutverki enn einnar fatafellunnar á löngum ferli …

María mey í þremur kvikmyndum – greining í ljósi djúpsálarfræðinnar

Inngangur Seiðmagn kvikmynda felst að verulegu leyti í þeim möguleikum sem þær búa yfir til sýna það sem á sér stað í hugskoti manna. Til viðbótar hinu talaða orði með öllum sínum blæbrigðum sýna kvikmyndir svipbrigði, hreyfingar, liti og form. Kvikmyndin setur innra líf manna á svið og tengir það á margslunginn hátt við ytri veruleika og verður áhorfandinn á sinn hátt hluti af þeim veruleika sem myndin á þátt í að skapa. Þegar um góðar kvikmyndir er að ræða lifir áhorfandinn sig inn í myndina og gefst honum sjaldan tækifæri til þess að vera í stellingum hlutlauss áhorfanda. Á margslunginn hátt sýna kvikmyndir glímu einstaklingsins á hvíta tjaldinu eða skjánum við það að finna sjálfan sig, þ.e. það sem kallað er einsömunarferlið (individuation) og samsömun hans við aðra (identification). Lífið felur þetta í sér þegar það leiðir til þroska. Áhrifamáttur kvikmyndanna felst í því að þær draga áhorfendur inn í það drama sem þessi ferli eru, þeir verða þar þátttakendur. Ef þeir verða það ekki hefur kvikmyndin ekki náð tilgangi sínum. Í þessari grein verður fjallað um einsömunar- …

Rautt, hvítt og blátt! Litanotkun í þríleik Kieslowskis

Inngangur Fyrst voru kvikmyndir ekki í lit. Samt skiptu litir máli. Það var hreint ekki sama hvernig búningar, leikmynd og umhverfið allt var á litinn. Þeir sem unnu við kvikmyndir í árdaga urðu sérfræðingar í að þekkja hvernig daufir jafnt sem skærir litir komu út í grátónaskalanum, vissu til dæmis upp á hár hvernig hárauður kjóll kæmi út í svart/hvítri mynd. Svo litir hafa alltaf skipt máli í kvikmyndum. En þeir skipta jafnvel enn meira máli nú til dags. Sumir kvikmyndaleikstjórar nota liti mjög meðvitað. Meðal þeirra eru Kieslowski heitinn, Ingmar Bergman, Sally Potter og mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón. Aðrir nota liti markvisst án þess að gera sér grein fyrir því. Oft er það þannig að leikstjórar fullyrða að þeir noti ekki tákn. En hefðir fyrir merkingu ýmis konar tákna og lita fléttast inn í allt okkar umhverfi og menningu og oft á tíðum tökum við alls ekki eftir því af því að það er eitthvað svo sjálfsagt. Þannig er það með suma leikstjóra líka… þeir segjast ekki nota tákn vegna þess að þeir gera …

Trúarstef í kvikmyndum. Skilgreiningar og aðferðir

Inngangur Rannsóknir á trúarstefjum í kvikmyndum hafa átt sér stað í um 30 ára skeið, lengst af aðeins í litlum mæli en saga þessara rannsókna er stutt hér á landi. Íslenskir guðfræðingar létu nokkuð til sín taka þegar hin umdeilda mynd Síðasta freisting Krists eftir Martin Scorsese var sýnd árið 1988. Þessi skrif snérust þó að mestu um meint guðlast myndarinnar, frekar en fræðilega úttekt á guðfræði hennar eða túlkun á guðspjöllunum. Þá tóku til dæmis til máls guðfræðingarnir Gunnar J. Gunnarsson og Gunnlaugur A. Jónsson. Pétur Pétursson skrifaði einnig sama ár grein í Lesbók Morgunblaðsins um uppgjör Ingmar Bergman við kristna trú í kvikmyndum sínum. Allir áttu þessir guðfræðingar eftir að koma að rannsóknum á trúarstefjum í kvikmyndum síðar meir. Eftir þessi skrif var hljótt á meðal guðfræðinga á Íslandi um þessi efni. Gunnar J. Gunnarsson rauf þessa þögn þegar hann hóf að skrifa reglulega um trúarstef í kvikmyndum í tímarinu Bjarma frá árinu 1995. Bjarni Randver Sigurvinsson skrifaði einnig grein í Lesbók Morgunblaðsins árið 1997 um Mattheusarguðspjall Pasolinis. Tveim árum síðar lét Gunnlaugur …

Cemetery Without Crosses

Leikstjórn: Robert Hossein Handrit: Dario Argento, Claude Desailly og Robert Hossein Leikarar: Robert Hossein, Michèle Mercier, Philippe Baronnet, Anne-Marie Balin, Sergio Leone, Serge Marquand, Charly Bravo, Guido Lollobrigida (undir nafninu Lee Burton), Michel Lemoine, Ivano Staccioli, Benito Stefanelli, Cris Huerta, Ángel Álvarez, Daniele Vargas og Pierre Collet Upprunaland: Ítalía og Frakkland Ár: 1968 Lengd: 87mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0063740 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Rogers-fjölskyldan svífst einskis til að ná undir sig lendum nágranna sinna, en hús þeirra eru brennd til að hrekkja þá á brott og þeir hengdir sem malda í móinn. Ekkja eins fórnalambsins ræður einsetumann í yfirgefnum smábæ til að ræna dóttur ættföðurins svo að hún geti neytt hann til að veita eiginmanni sínum kristilega greftrun fyrir allra augum í vígðum kirkjugarði. Almennt um myndina: Að mörgu leyti fínn spaghettí-vestri enda þótt hann verði eilítið langdreginn á köflum. Innblásturinn er augljóslega sóttur í bandaríska vestrann Johnny Guitar frá árinu 1954 en úrvinnslan er engu að síður nokkuð flott. Samtölunum er stillt í hóf en tónlistin í anda Rodrigos er þeim mun fyrirferðarmeiri. Sviðsmyndin er …

Brothers in Blood

Leikstjórn: Tonino Valerii Handrit: Roberto Leoni Leikarar: Bo Svenson, Martin Balsam, Peter Hooten, Nat Kelly Cole, Werner Pochath, Juan Jose Ceballos, Franklin Dominguez, Rocco Lerro, Carlo Mucari, Sergio Testori og Pietro Torrisi Upprunaland: Ítalía Ár: 1986 Lengd: 89mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0091997 Ágrip af söguþræði: Árið 1974 neyðast fjórir bandarískir hermenn til að skilja eftir særðan félaga sinn í höndum Vietkong í Víetnam. Þegar hann er síðan leystur úr haldi ásamt fjölda annarra bandarískra stríðsfanga rúmum áratug síðar, eru þeir fyrst sendir á hressingarhæli í Sviss áður en ferðinni er haldið áfram heim til Bandaríkjanna. Áður en þeir ná hins vegar á leiðarenda, ræna hryðjuverkamenn flugvélinni sem þeir eru í og stefna henni til Suður-Ameríku. Um leið og það spyrst út safnar einn hermaðurinn, sem hafði skilið félaga sinn eftir í Víetnam á sínum tíma, liði til að bjarga honum en mætir andstöðu bandarískra ráðamanna, sem reyna allt hvað þeir geta til að koma í veg fyrir björgun gömlu stríðsfanganna frá hryðjuverkamönnunum. Almennt um myndina: Ótrúlega léleg ítölsk harðhausamynd sem stælir bandarísku spennumyndina Uncommon Valor eftir Ted …

Ace High

Leikstjórn: Giuseppe Colizzi Handrit: Giuseppe Colizzi Leikarar: Terence Hill, Eli Wallach, Bud Spencer, Brock Peters, Kevin McCarthy, Tiffany Hoyveld, Federico Boido (undir nafninu Rick Boyd), Armando Bandini, Livio Lorenzon, Bruno Corazzari og Steffen Zacharias Upprunaland: Ítalía Ár: 1968 Lengd: 116mín. Hlutföll: www.imdb.com/Details?0064860 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Bófarnir Cat Stevens og Hutch Bessy svíkja $300.000 út úr bankastjóra í El Paso sem fyrir vikið bjargar dauðadæmda útlaganum Cacapoulos úr fangelsi til að siga honum á þá í von um að geta endurheimt fjárhæðina. Cacapoulos skýtur hins vegar bankastjórann, stelur peningunum frá Stevens og Bessy og stingur af til Mexíkó í leit að skúrkunum, sem höfðu svikið hann í steininn. Stevens og Bessy halda þegar í stað á eftir honum staðráðnir í að ganga frá honum en skipta um skoðun þegar á hólminn er komið og ganga í staðinn til liðs við hann. Almennt um myndina: Terence Hill og Bud Spencer léku saman í nokkrum spaghettí-vestrum áður en þeir slógu í gegn í hlutverki Trinity bræðranna árið 1970 og er kvikmyndin Ace High ein þeirra. Enda …