Month: janúar 2003

The Elephant Man

Leikstjórn: David Lynch Handrit: Christopher De Vore, Eric Bergren og David Lynch, byggt á bókunum The Elephant Man and Other Reminiscences eftir Frederick Treves og The Elephant Man: A Study in Human Dignity eftir Ashley Montagu Leikarar: Anthony Hopkins, John Hurt, Anne Bancroft, John Gielgud, Wendy Hiller, Freddie Jones, Michael Elphick og John Standing Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 1980 Lengd: 118mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: John Merrick er með meðfæddan sjúkdóm sem hefur afskræmt útlit hans svo mjög að hann hefur hlotið viðurnefnið „fílamaðurinn“. Læknirinn Frederick Treves hjálpar Merrick að endurheimta sjálfsvirðingu sína eftir að hafa verið í áraraðir til sýnis í fjölleikahúsum, almenningi til skemmtunar. Almennt um myndina: Fílamaðurinn er önnur mynd meistara Lynch, ef frá eru taldar fjórar últra sýrðar stuttmyndir. Það er í raun stórmerkilegt að honum hafi verið boðið að leikstýra verkinu þar sem fyrsta mynd hans, Eraserhead (1977), var langt frá því að vera auðmeltanleg eða líkleg til vinsælda. Það er engu að síður vegna þeirrar óhugnanlegu og furðulegu myndar sem Mel Brooks, einn framleiðandi myndarinnar, …