Month: febrúar 2003

Le charme discret de la bourgeoisie

Leikstjórn: Luis Buñuel Handrit: Luis Buñuel og Jean-Claude Carrière Leikarar: Fernando Rey, Stéphane Audran, Delphine Seyrig, Jean-Pierre Cassel, Julien Bertheau, Paul Frankeur, Bulle Ogier, Michel Piccoli, Claude Piéplu, Pierre Maguelon, Muni, Milena Vukotic og François Maistre Upprunaland: Frakkland, Spánn og Ítalía Ár: 1972 Lengd: 101mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Nokkrir góðborgarar reyna ítrekað að neyta saman kvöldverðar en eru truflaðir í hvert skipti. Almennt um myndina: Bráðfyndin súrealísk gamanmynd sem hlaut óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin árið 1972. Criterion fyrirtækið í Bandaríkjunum á hrós skilið fyrir frábæra útgáfu myndarinnar á tveggja diska DVD setti með miklu aukaefni, t.d. mjög svo áhugaverðri heimildamynd um feril Buñuels. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Myndin eldist furðu vel, þrátt fyrir vísanir í menningartískur samtíðar sinnar. Marxísk túlkun í bland við súrrealismann er fyrirsjáanleg og kom ekki á óvart. En eftir að við sáum myndina á Dec kvöldi hefur hún vitjað mín reglulega! Það sem kannski situr fastast í mínum huga er firringarlýsing myndarinnar. Forsendan er gefin, Guð er ekki til og samfélagið er vitlaust. Síðan fer …

Shoot the Living and Pray for the Dead

Leikstjórn: Giuseppe Vari [undir nafninu Joseph Warren] Handrit: Adriano Bolzoni [undir nafninu Mark Salter] Leikarar: Klaus Kinski [undir nafninu Klaus Kinsky], Victoria Zinny, Paul Sullivan, Dino Strano [undir nafninu Dean Stratford], John Ely, Patrizia Adiutori, Anthony Rock, Dan May, Ares Lucky, Anna Zinneman, Don May, Adriana Giuffre og Gianni Pulone Upprunaland: Ítalía Ár: 1970 Lengd: 91mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Að borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum lokinni rænir bófaforinginn Dan Hogan gullstöngum að verðmæti $100.000 úr banka og stingur af ásamt félögum sínum til mexíkönsku landamæranna. Í ljós kemur að leiðsögumaðurinn, sem átti að fylgja þeim yfir landamærin, hefur verið myrtur, en fyrir vikið neyðast þeir til að ráða sér annan fylgdarmann í staðinn. Nýji leiðsögumaðurinn sundrar þó brátt flokknum með því að krefjast fyrst helmings góssins og snúa síðan bófunum markvisst gegn hverjum öðrum. Almennt um myndina: Að mörgu leyti fínn spaghettí-vestri sem sækir innblástur í gömlu bandarísku sakamálamyndina The Petrified Forest (Archie Mayo: 1936) með Humphrey Bogart. Leikstjórinn er Ítalinn Giuseppe Vari, sem gerði meðal annars víkingamyndina The Attack of …

Hannie Caulder

Leikstjórn: Burt Kennedy Handrit: David Haft (undir nafninu Z.X. Jones) og Burt Kennedy (undir nafninu Z.X. Jones), byggt á sögu eftir Peter Cooper Leikarar: Raquel Welch, Robert Culp, Ernest Borgnine, Christopher Lee, Jack Elam, Strother Martin, Diana Dors og Stephen Boyd Upprunaland: Bretland Ár: 1971 Lengd: 81mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Með byssu í hendi leitar fegurðardísin Hannie Caulder uppi skúrkana sem myrtu eiginmann hennar, nauðguðu henni og brenndu heimili hennar til grunna. Almennt um myndina: Það má kannski deilda um það hvort kvikmyndin Hannie Caulder geti talist spaghettí-vestri enda framleiðslan bresk og leikstjórinn og flestir leikararnir bandarískir. Margir flokka hana samt til spaghettí-vestra þar sem framleiðslan er evrópsk og myndin er gerð á Spáni, en allir vestrar sem tengjast Ítalíu eða Spáni með einum eða öðrum hætti hafa jafnan verið kenndir við spaghettíið. Spaghettí-vestrarnir eru flestir ef ekki allir harðhausamyndir, sem fyrst og fremst eru ætlaðar karlmönnum, enda söguhetjurnar oftar en ekki byssuglaðir karlar sem sækjast eftir skjótfengnum gróða eða eiga harma að hefna. Konur í þessum myndum eru …

Bury Them Deep

Leikstjórn: Paolo Moffa [undir nafninu John Byrd] Handrit: Enzo Dell’Aquila Leikarar: Craig Hill, Ettore Manni, Giovanni Cianfriglia [undir nafninu Ken Wood], José Greci, Francesco Santoveti, Luciano Doria, Alberto Bucchi, Antonio Danesi, Ruggero Salvadori, Giuseppe Sorrentino og Silvano Zuddas Upprunaland: Ítalía Ár: 1968 Lengd: 93mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 2.35:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Þegar bófaforinginn Billy Gunn rænir miklum gullbirgðum frá bandaríska riddaraliðinu, er mannaveiðarinn Clive Norton fenginn til þess að hafa uppi á honum. Norton ákveður þó fyrst að bjarga bróður bófaforingjans úr gálganum í trausti þess að hatrið milli bræðrana dugi til að draga þá sem fyrst saman. Almennt um myndina: Enda þótt þessi spaghettí-vestri nefnist Bury Them Deep, er enginn grafinn í honum, jafnvel þótt menn séu skotnir til hægri og vinstri svo til allan tímann. Skotbardagarnir eru reyndar svo fyrirferðamiklir að það er sjaldnast á hreinu hver er að drepa hvern eða til hvers, en inn á milli má þó finna nokkur glórlaus slagsmálaatriði. Meðferðin á hestunum í helstu átakaatriðunum er hörmuleg, enda eru margir þeirra látnir þeytast á spotta …

Three Bullets for a Long Gun

Leikstjórn: Peter Henkel Handrit: Keith C. van der Wat, byggt á sögu eftir Beau Brummell Leikarar: Beau Brummell, Keith C. van der Wat, Patrick Mynhardt, Don McCorkindale, Tullio Moneta og Janis Reinhardt Upprunaland: Þýzkaland og Suður-Afríka Ár: 1970 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.33:1 Ágrip af söguþræði: Kani bjargar mexíkönskum bófa frá aftöku í von um að hann hafi hinn helminginn af fjársjóðskorti. Brátt kemur þó í ljós að þeir eru ekki einir um að vera á höttunum eftir fjársjóðinum. Almennt um myndina: Leiðinlegur og illa gerður spaghettí-vestri sem aldrei þessu vant var ekki tekinn í Evrópu heldur í Suður-Afríku. Þótt sögusviðið eigi að vera Mexíkó má sjá skjaldbökur á röltinu úti í óbyggðum auk þess sem einkennisbúningar stjórnarhersins eru í engum tengslum við raunveruleikann. Ótrúlegt en satt þá var gert framhald af þessari mynd með titlinum They Call Me Lucky (Keith van der Wat: 1973). Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Sögupersónurnar signa sig í tíma og ótíma og nefna guðsmóðurina oftsinnis á nafn, ekki síst mexíkanski bófinn. Jafnframt ræða Kaninn og bófinn um uppáhaldsritningartexta frænda þess …