Memento
Leikstjórn: Christopher Nolan Handrit: Christopher Nolan, Jonathan Nolan Leikarar: Guy Pearce, Carrie-Anne Moss, Joe Pantoliano, Mark Boone Junior, Stephen Tobolowsky og Jorja Fox Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2000 Lengd: 113mín. Hlutföll: us.imdb.com/Title?0209144 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Maður sem þjáist af minnisleysi leitar morðingja konu sinnar. Meira verður ekki sagt af tillitssemi við þá sem eiga eftir að horfa á myndina. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Ekki er hægt að finna beinar skírskotanir til trúarstefja í þessari mynd. Það helsta sem minnir á það eru tvö atriði þar sem Biblían (sem gjöf frá Gídeonfélaginu) kemur fyrir, en í öðru tilfellinu er Biblían opnuð á bókinni Leviticus. Hugsanlegt er að það hafi einhverja sérstaka skírskotun, en það er a.m.k. ekki ljóst við fyrstu sýn. Á hinn bógin má e.t.v. finna ákveðin siðferðileg stef hérna og vangaveltur um samvisku og samviskuleysi, um það hvernig fólk getur misnotað þá sem minna mega sín og e.t.v. lítil tök á veruleikanum, jafnvel til að vinna illvirki. Hliðstæður við texta trúarrits: 1M 4:9, Leviticus Siðfræðistef: samviska, hjálparleysi