Month: mars 2003

Pronto!

Leikstjórn: Franco Prosperi Handrit: Peter Berling, Antonio Cucca, Claudio Fragasso og Alberto Marras Leikarar: Ray Lovelock, Martin Balsam, Elke Sommer, Heinz Domez, Ettore Manni, Peter Berling, Riccardo Cucciolla, Ernesto Colli, Dante Cleri, Massimo Ciprari og Francesco D’Adda Upprunaland: Ítalía Ár: 1976 Lengd: 90mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.85:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Ungur rannsóknarlögreglumaður segir ítölsku mafíunni stríð á hendur þegar móðir hans lamast í skotárás eiturlyfjasmyglara. Hann fær leyfi frá yfirmanni sínum til að sviðsetja vopnað rán, sem hann er síðan dæmdur í langa fangelsisvist fyrir, en í fangelsinu tekst honum að koma sér í mjúkinn hjá mafíuforingja sem þar dúsar og hyggur á flótta. Þegar þeim loks tekst að flýja, ákveður mafíuforinginn að hefna sín á þeim sem sviku hann í hendur lögreglunnar, en fyrir vikið upphefst blóðug styrjöld innan mafíunnar. Almennt um myndina: Frekar slök hrottafengin ítölsk sakamálamynd sem er þó betur leikin en margar aðrar hraðsoðnar hassarmyndir frá því landi. Ray Lovelock er þannig nokkuð fínn sem rannsóknarlögreglumaðurinn, sem villir á sér heimildir til að komast inn í mafíuna, og …

Poeme

Leikstjórn: Jesus Franco Handrit: Jesus Franco Leikarar: Enginn tilgreindur Upprunaland: Spánn og Frakkland Ár: 1979 Lengd: 6mín. Hlutföll: 1.33:1 Ágrip af söguþræði: Í ótilgreindu úthverfi eða þorpi leikur fáklædd kona sér að hauskúpu og slátruðu svíni á eldhúsborði. Almennt um myndina: Svart-hvít sýra eftir ruslmyndameistarann Jesú Franco sem gerð var meðan á vinnslu mannætuhrollvekjunnar Mondo Cannibal stóð og er skilgreind sem hluti af ófullgerðri mynd þó svo að hún geti alveg talist sjálfstæð stuttmynd. Hún fylgir með kvikmyndinni Eugenie de Sade á DVD diskinum frá Wild East í Bandaríkjunum ásamt tveimur öðrum ófullgerðum svart-hvítum myndum. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Óhætt er að segja stuttmyndina siðferðilega þó svo að alls óvíst sé hvort nokkur hugsun liggi að baki hennar. Guðfræðistef: dauðinn Siðfræðistef: nekt, siðleysi

You Can Do a Lot with 7 Women

Leikstjórn: Fabio Piccioni [undir nafninu F.A. King] Handrit: John Galligan, Farouk Agrama, Robert Friedman og Ted Russof Leikarar: Richard Harrison, Marcella Michelangeli, Maria Luise Zetha, Ahmed Ramzy, Aldo Bufi Landi, Luis Williams, Gianni Gori, Piera Viotti og Lorenzo Piani Upprunaland: Ítalía og Egyptaland Ár: 1971 Lengd: 97mín. Hlutföll: 2.00:1 (var 2.35:1) Ágrip af söguþræði: Rannsóknarlögreglumaðurinn Mike Miller frá Interpol einsetur sér að koma upp um glæpasamtök sem eiga sök á dauða vinkonu hans en þau nota sjö fagrar fyrirsætur til að smygla heróíni til Egyptalands. Almennt um myndina: Ferlega slæm harðhausamynd með gamansömu ívafi en húmorinn einkennist að mestu af hnefahöggum og langdregnum eltingarleikum þar sem flestir ofleika hvað mest þeir geta. Kvikmyndatakan er samt nokkuð ásættanleg og egypsk dægurlögin eru sum nokkuð áheyrileg. Titill myndarinnar á íslensku myndbandsútgáfunni er Vændi á vegum mafíunnar. Sennilega væri þó betra að nefna hana Sjö konur eru til margra hluta nytsamlegar í samræmi við enska titilinn You Can Do a Lot with 7 Women, enda fjallar hún um heróínsmygl fyrirsætanna en ekki vændi. Íslenski textinn verður reyndar að …

Gattaca

Leikstjórn: Andrew Niccol Handrit: Andrew Niccol Leikarar: Ethan Hawke, Uma Thurman, Jude Law, Gore Vidal, Ernest Borgnine, Alan Arkin, Xander Berkeley, Jayne Brook og Elias Koteas Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 102mín. Hlutföll: 2:35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Genarannsóknir hafa náð því stigi að læknar geta raðað saman fullkomnum genum og fjarlægt gen sem eru ekki æskileg. En vandinn er sá að ekki eru allir eins vel hannaðir og sum börn eru enn getin á gamla mátann, þ.e. með kynmökum. Eina framtíð þessara einstaklinga er að vinna við hreingerningar og önnur láglaunastörf, því að aðeins þeir sem hafa fullkomin gen geta komist í nám og fengið góð störf. Samt ákveður einn sjálfstæður einstaklingur að láta ekki genamisrétti stöðva sig og sannar fyrir sjálfum sér og öðrum að maðurinn er meira en genin. Almennt um myndina: Andrew Niccol, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, á ekki langan feril að baki. Gattaca var fyrsta mynd hans en hann leikstýrði og skrifaði einnig handritið að S1m0ne (2002). Þá skrifaði hann líka handritið að The Truman Show (Peter Weir: 1998). …

Bridge to Hell

Leikstjórn: Umberto Lenzi Handrit: Umberto Lenzi Leikarar: Andy J. Forest, Carlo Mucari, Paki Valente, Francesca Ferre, Zdenko Jelcic, Jeff Connors, Vuk Mannic, Zlatko Martincevic og Drago Pavlic Upprunaland: Ítalía og Júgóslavía Ár: 1986 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.66:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Árið 1944 neyðast þrír strokufangar úr þýzkum fangabúðum (bandarískur hermaður, Ítali og austurrískur liðhlaupi) til að ganga til liðs við skæruliða kommúnista í fjalllendi Bosníu-Herzegóvaníu í Júgóslavíu og sprengja þar mikilvæga brú. Þegar þeir síðan frétta af tólf gimsteinaprýddum altarisbikurum í nunnuklaustri, ákveða þeir að freista þess að ræna þeim og stinga af yfir á yfirráðasvæði bandamanna á Suður-Ítalíu. Almennt um myndina: Afar slök stríðsmynd eftir einn af verstu kvikmyndagerðarmönnum Ítala, Umberto Lenzi, sem meðal annars gerði kalkúnana Eaten Alive! (1980) og Nightmare City (1980). Helstu átakaatriðin eru svo á skjön við allt annað í kvikmyndinni að allt eins má búast við því að Lenzi hafi hnupplað þeim úr einhverjum öðrum stríðsmyndum í sparnaðarskyni. Júgóslavneska stríðsmyndin Partizanska eskadrila (Hajrudin Krvavac: 1979) hefur t.d. verið nefnd í því sambandi. Lenzi hefur …

Boot Hill

Leikstjórn: Giuseppe Colizzi Handrit: Giuseppe Colizzi Leikarar: Terence Hill, Bud Spencer, Woody Strode, Lionel Stander, George Eastman, Victor Buono, Eduardo Ciannelli, Glauco Onorato, Alberto Dell’Acqua, Enzo Fiermonte og Antonio De Martino Upprunaland: Ítalía Ár: 1969 Lengd: 91mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í smábænum Libertyville í suðvestur Bandaríkjunum hefur illa þokkað námufélag ráð flestra gullgrafaranna á svæðinu í hendi sér og er hver sá drepinn sem vogar sér að gagnrýna það. Þegar lítill sirkus setur upp sýningu í bænum, leitar þar skjóls særður maður á flótta undan útsendurum stjórnanda námufélagsins. Starfsmenn sirkusins hjálpa honum að komast undan en leita aftur til hans eftir aðstoð þegar útsendararnir myrða einn af loftfimleikamönnunum þeirra í miðri sýningu. Liði er síðan safnað til að leggja bófana, sem standa að baki námufélagsins, að velli fyrir fullt og allt. Almennt um myndina: Þetta er þriðji og síðasti spaghettí-vestrinn sem Giuseppe Colizzi gerði með þeim félögum Terence Hill og Bud Spencer en ári síðar áttu þeir báðir eftir að slá í gegn í skopstælingunni They Call Me Trinity (Enzo Barboni: …