Month: apríl 2003

Ski Troop Attack

Leikstjórn: Roger Corman Handrit: Charles B. Griffith Leikarar: Michael Forest, Frank Wolff, Richard Sinatra, Wally Campo, Sheila Carol, Skeeter Bayer og Roger Corman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1960 Lengd: 62mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Í árslok 1944 eru nokkrir bandarískir hermenn sendir á skíðum inn á yfirráðasvæði Þjóðverja til að sprengja í loft upp mikilvæga brú. Almennt um myndina: Roger Corman, leikstjóri þessarar stríðsmyndar, er sennilega einn þekktasti kvikmyndagerðarmaðurinn úr B-mynda geiranum í Bandaríkjunum. Á árunum 1955-1971 leikstýrði hann a.m.k. 50 kvikmyndum í fullri lengd undir eigin nafni og nokkrum til viðbótar sem ýmsir aðrir voru skráðir fyrir. Allar myndirnar framleiddi hann sjálfur en eftir 1971 sneri hann sér nær eingöngu að framleiðslu fyrir aðra kvikmyndagerðarmenn. Flestar kvikmyndir Cormans voru hræódýrar B-myndir sem bera þess augljós merki hversu lítið fjármagn var til ráðstöfunar við gerð þeirra. Vönduðustu myndir Cormans eru þó hrollvekjurnar, sem hann byggði á ýmsum smásögum eftir Edgar Allan Poe, en Vincent Price lék aðalhlutverkið í þeim flestum. Bestar þeirra eru The Fall of the House of Usher (1960), The Pit …

Welcome to Spring Break

Leikstjórn: Umberto Lenzi [undir nafninu Harry Kirkpatrick] Handrit: Umberto Lenzi [undir nafninu Harry Kirkpatrick] og Vittorio Rambaldi Leikarar: Nicolas De Toth, Sarah Buxton, Rawley Valverde, Lance LeGault, John Saxon, Michael Parks, Ben Stotes, Kristy Lachance og John Baldwin Upprunaland: Ítalía og Bandaríkin Ár: 1988 Lengd: 91mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Sadískur raðmorðingi í svörtum leðurklæðnaði ferðast um á Harley Davidson mótorhjóli í smáborg í Flórída og myrðir þar siðlaus ungmenni eitt af öðru. Nokkru áður hafði alræmdur foringi mótorhjólagengis verið tekinn þar af lífi í rafmagnsstól en þar sem líkið hafði horfið skömmu eftir aftökuna, óttast borgaryfirvöldin að hann kunni að hafa lifað hana af og tekið upp fyrri iðju með hjálp félaga sinna. Til að koma ekki óorði á staðinn ákveða borgaryfirvöldin að reyna að þagga málið niður og fela lík sumra fórnarlambanna. Ungur skólapiltur, sem er þar staddur í páskafríi, sættir sig ekki við hvarf eins vinar síns og reynir í óþökk lögreglunnar að hafa uppi á honum með aðstoð vinkonu sinnar. Almennt um myndina: Þessi afspyrnu heimskulega gulmynd eftir …

The Spy Killer

Leikstjórn: Roy Ward Baker Handrit: Jimmy Sangster Leikarar: Robert Horton, Sebastian Cabot, Jill St. John, Eleanor Summerfield, Lee Montague, Douglas Sheldon, Robert Russell, Barbara Shelley, Harvey Hall og Donald Morley Upprunaland: Bretland Ár: 1969 Lengd: 70mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Breska leyniþjónustan neyðir fyrrverandi liðsmann sinn, sem hætt hafði störfum fimm árum áður vegna óheiðarlegra starfshátta hennar, til að hafa uppi á týndri minnisbók með mikilvægum upplýsingum um nokkra njósnara. Almennt um myndina: Nokkuð góð en samt ekki gallalaus njósnamynd frá kaldastríðsárunum sem verður að teljast mjög í anda ritverka Johns le Carré. Þrátt fyrir tiltölulegan stuttan sýningartíma er sögufléttan það flókin og framvindan óvænt að áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að týna ekki þræðinum. Leikstjórinn Roy Ward Baker er sennilega þekktastur fyrir stórslysamyndina A Night to Remember (1958) sem er ein sú besta sem gerð hefur verið um Titanic slysið. Leikararnir eru líka margir ágætir, en Jill St. John átti síðar eftir að leika aðalkvenhlutverkið í James Bond myndinni Diamonds Are Forever (Guy Hamilton: 1971). Greining á trúar- …

Catlow

Leikstjórn: Sam Wanamaker Handrit: Scott Finch og J.J. Griffith, byggt á sögu eftir Louis L’Amour Leikarar: Yul Brynner, Richard Crenna, Daliah Lavi, Jo Ann Pflug, Leonard Nimoy, Jeff Corey, Michael Delano, Julián Mateos, Dan van Husen, David Ladd, Bessie Love, Bob Logan, John Clark og Cass Martin Upprunaland: Bretland og Spánn Ár: 1971 Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Glaðlyndur bófi með leigumorðingja og vinveittan lögreglumann á hælunum reynir hvað hann best getur að forðast vandræði til að geta sótt ránsfeng sinn sem falinn er skammt frá landamærunum í Mexíkó. Almennt um myndina: Gamansamur spaghettí-vestri sem tekinn er á Spáni en gæti allt eins verið bandarískur. Eðalskallinn Yul Brynner leikur bófann Catlow með bros á vör og kemst upp með flest sem hann gerir. Richard Crenna er jafnframt óaðfinnanlegur í hlutverki lögreglumannsins, sem staðráðinn er í að koma bófanum á bak við lás og slá þrátt fyrir að kauði hafi nokkrum sinnum bjargað lífi hans. Daliah Lavi er hins vegar illþolanleg sem skapvond og svikul vinkona Catlows, en sú leikkona hefur oft …