Trois couleurs: Blanc
Leikstjórn: Krzysztof Kieslowski Handrit: Krzysztof Kieslowski og Krzysztof Piesiewicz Leikarar: Zbigniew Zamachowski, Julie Delpy, Janusz Gajos, Jerzy Stuhr, Aleksander Bardini, Grzegorz Warchol, Cezary Harasimowicz, Jerzy Nowak, Jerzy Trela og Cezary Pazura Upprunaland: Pólland, Frakkland, Sviss og Bretland Ár: 1994 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Karol er pólskur hárskeri, vel fær í sínu fagi, hefur fengið verðlaun. Hann eignast franska unnustu, Dominique að nafni, og leikur allt í lyndi hjá þeim í París þar til að sjálfu brúðkaupinu loknu. Þá fyrst missir Karol getuna og gagnast konu sinni ekki lengur í rúminu. Það harmræna og um leið grátbroslega í myndinni er að eftir að ástin hans hefur vígst honum í hvíta brúðarkjólnum neitar líkami hans að umbreyta ástinni í þann losta sem er forsenda samfara. Dominique missir því áhugann á eiginmanni sínum og þau skilja. Karol hrópar eftir jafnrétti í franska dómssalnum en hann er auðmýktur, honum er kastað á dyr og hann hrökklast blankur heim til Varsjá í ferðakoforti kunningja síns. Karol elskar samt fyrrverandi eiginkonu sína áfram en hann er …