Month: júní 2003

Pane e tulipani

Leikstjórn: Silvio Soldini Handrit: Doriana Leondeff og Silvio Soldini Leikarar: Licia Maglietta, Bruno Ganz, Marina Massironi, Giuseppe Battiston, Felice Andreasi, Antonio Catania og Tiziano Cucchiarelli Upprunaland: Ítalía, og Sviss Ár: 2000 Lengd: 105mín. Hlutföll: us.imdb.com/Details?0237539 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þegar Licia Maglietta er skilin eftir án þess að eftir því sé tekið, áttar hún sig á því hversu litlu máli hún skiptir fyrir fjölskyldu sinni. Hún húkkar sér far heim á leið en ákveður á síðustu stundu að halda til Feneyja, enda hafði hana lengi langað að fara þangað. Í Feneyjum kynnist hún skáldmælta Íslendingnum Fernando Girasoli (leikinn af Bruno Ganz), sem er í stöðugum sjálfsvígshugleiðingum. Þegar eiginmaður Liciu áttar sig á því að hún ætlar ekki að koma aftur heim, ræður hann pípulagningarmann til að njósna um hana. Ástæðan fyrir því að hann treystir honum fyrir verkinu er sú að hann er of mikil nánös til að ráða til þess fagmann, auk þess sem pípulagningarmaðurinn hljóti að kunna til verka þar sem hann hefur hafði lesið 285 og hálfa glæpasögu (svonefndar giallo-sögur). Greining …

Why Did You Pick on Me?

Leikstjórn: Michele Lupo Handrit: Marcello Fondato og Francesco Scardamaglia Leikarar: Bud Spencer, Cary Guffey, Ferruccio Amendola, Roberto Undari, John Bartha, Giovanni Cianfriglia, Giancarlo Bastianoni, Carlo Reali og Ottaviano Dell’Acqua Upprunaland: Ítalía Ár: 1980 Lengd: 87mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 1.66:1) Ágrip af söguþræði: Lögreglustjóri, sem heldur verndarhendi yfir velviljaðri geimveru í barnslíkama, hreinsar smáborgina Monroe af heimsvaldasinnuðum vélmönnum utan úr geimnum. Almennt um myndina: Ferlega slæm ítölsk gamanmynd með hefðbundnum langdregnum og heimskulegum slagsmálaatriðum. Myndin er framhald annarrar jafn slæmrar gamanmyndar sem nefnist The Sheriff and the Satellite Kid (Michele Lupo: 1979). Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Trú á tilvist geimvera er að sjálfsögðu trúarlegs eðlis. Geimveran í barnslíkamanum á föður á himnum, sem vitjar hennar í geimskipi þegar á þarf að halda, en hún getur með tækjabúnaði sínum gert alls kyns kraftaverk, t.d. látið hluti hverfa og aðra birtast í staðinn. Hún reisir meira að segja svín upp frá dauðum af matarborði, en jafnvel það hefur lítil áhrif á lögreglustjórann, sem reynist lengst af áhugalaus með öllu um geimverur og yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Persónur úr trúarritum: …

Who Finds a Friend Finds a Treasure

Leikstjórn: Sergio Corbucci Handrit: Mario Amendola, Sergio Corbucci og Gene Luotto Leikarar: Terence Hill, Bud Spencer, Sal Borgese, John Fujioka, Louise Bennett, Olaya Aguirre, Tom Tully, Mirna Seya, Kainowa Lauritzen, Terry Moni Mapuana og Herb Goldstein Upprunaland: Ítalía Ár: 1981 Lengd: 102mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Alan kemst yfir kort sem vísar á falinn fjársjóð frá síðari heimsstyrjöldinni á eyðieyju á Kyrrahafinu. Þar sem hann er á flótta undan bófaflokki, sem hann hafði hlunnfarið, neyðist hann til að gerast laumufarþegi um borð hjá skipstjóranum Charlie O’Brien, sem er að leggja í hnattsiglingu á bátnum sínum á vegum marmelaðisfyrirtækis. Ekki líður á löngu þar til Charlie finnur laumufarþegann, enda á maturinn það til að hverfa um leið og hann hefur verið matreiddur. Alan tekst samt að rugla áttavitann með þeim afleiðingum að Charlie siglir óafvitandi beina leið til eyðieyjunnar. Þegar hann loks áttar sig á sviksemi Alans, lenda þeir í hörkuáflogum og steypast fyrir vikið í sjóinn. En þar sem báturinn var á hraðri siglingu, neyðast þeir til að synda í staðinn til …

Voices from Beyond

Leikstjórn: Lucio Fulci Handrit: Lucio Fulci og Piero Regnoli Leikarar: Duilio Del Prete, Karina Huff, Pascal Persiano, Lorenzo Flaherty, Bettina Giovannini, Frances Nacman, Paolo Paoloni, Sacha Maria Dawrin, Antonella Tinazzo, Damiano Azzos, Rosa Maria Grauso, Tom Felleghy og Lucio Fulci Upprunaland: Ítalía Ár: 1991 Lengd: 91mín. Hlutföll: 1.77:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Látinn auðkýfingur er sannfærður um að hann hafi verið myrtur og reynir að ná sambandi við dóttur sína í gegnum drauma hennar til að fá hana til að finna morðingjann. Almennt um myndina: Hér er um að ræða ítalska gulmyndamorðgátu með hryllingsmyndayfirbragði en eins og alltaf má búast við af Lucio Fulci er ýmsum subbuatriðum skotið inn öðru hverju, einkum í tíðum martröðum sögupersónanna. Það koma meira að segja zombíur við sögu í einu draumaatriðinu, en mörg þeirra eru ósköp sýrð eins og spældu eggin, sem umbreytast í hlaupkennd augu, eru gott dæmi um. Flestar myndir Fulcis síðasta áratuginn ollu vonbrigðum og þóttu sumar þeirra jafnvel alvondar. Hrollvekjan Voices from Beyond er langt frá því að vera besta mynd hans en hún …

The Moment to Kill

Leikstjórn: Giuliano Carnimeo [undir nafninu Anthony Ascott] Handrit: Tito Carpi, Bruno Leder, Fabio Piccioni og Francesco Scardamaglia Leikarar: George Hilton, Walter Barnes, Loni von Friedl, Horst Frank, Carlo Alighiero, Renato Romano, Arturo Dominici, Rudolf Schündler, Remo De Angelis og Giorgio Sammartino Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1968 Lengd: 89mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Suðurríkjadómari fær tvo byssumenn til að hafa uppi á gullforða Suðurríkjanna, sem einn helsti herforingi þeirra hafði falið í heimabæ sínum skömmu áður en hann féll í orrustu á lokadögum borgarastyrjaldarinnar. Byssumennirnir eru þó vart mættir á svæðið þegar þeir lenda í útistöðum við bófaflokk á vegum Forester fjölskyldunnar, sem vill allt til þess vinna að komast yfir gullið, en bófarnir halda lamaðri og minnislausri dóttur herforingjans í gíslingu. Almennt um myndina: Miðlungs spaghettí-vestri með áherslu á slagsmál og skotbardaga. George Hilton og Walter Barnes í hlutverkum byssumannanna Lords og Bulls eru jafnan með bros á vor og spauga með flest allt sem þeir taka sér fyrir hendur, ekki síst þegar þeir skjóta bófana einn af öðrum. …

Chino

Leikstjórn: John Sturges Handrit: Massimo De Rita, Clair Huffaker, Arduino Maiuri og Rafael J. Salvia, byggt á skáldsögunni The Valdez Horses eftir Lee Hoffman Leikarar: Charles Bronson, Jill Ireland, Marcel Bozzuffi, Vincent Van Patten, Fausto Tozzi, Ettore Manni, Corrado Gaipa, José Nieto, Diana Lorys og Conchita Muñoz Upprunaland: Ítalía, Spánn og Frakkland Ár: 1973 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.85:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Illa þokkaður en góðhjartaður hrossabóndi af mexíkönskum indíánaættum skýtur skjólshúsi yfir flökkupilt og kennir honum hestamennsku. Þegar hrossabóndinn vill svo kvænast systur nágranna síns, fær hann sveitungana upp á móti sér og reynir bróðirinn hvað sem er til að hrekja hann á brott. Almennt um myndina: Langdreginn og frekar leiðinlegur spaghettí-vestri en mestum sýningartímanum er varið í hross úti í óbyggðum. Myndin er samt nokkuð vel leikin og er Charles Bronson viðkunnanlegur sem fámáli hrossabóndinn sem verður ástfanginn af ríkri systur nágranna síns, en hún er leikin af eiginkonu hans, Jill Ireland. Sagt er að þau eigi hjónametið í fjölda þeirra kvikmynda, sem þau léku saman í, en þær …

Apache Woman

Leikstjórn: Giorgio Mariuzzo [undir nafninu George McRoots] Handrit: Giorgio Mariuzzo og Antonio Raccioppi Leikarar: Al Cliver, Clara Hopf [undir nafninu Yara Kewa], Corrado Olmi, Ely Galleani, Marie-France Boyer, Federico Boido [undir nafninu Rick Boyd], Stefano Oppedisano [undir nafninu Roque Oppedisano], Venantino Venantini, Frank Warner, Nadir Brown og Eugen Bertil Upprunaland: Ítalía Ár: 1976 Lengd: 86mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Bandarísk riddaraliðssveit stráfellir hóp Apacheindíána fyrir að yfirgefa verndarsvæði sitt en verður að hörfa undan gagnárás og skilja eftir meðvitundarlausan hermann. Þegar hermaðurinn kemst til meðvitundar, finnur hann þar indíánastúlku, sem komist hafði lífs af, og neyðast þau til að snúa bökum saman gegn nokkrum vægðarlausum bófum, sem leið eiga um svæðið. Almennt um myndina: Eins og í bandarísku vestrunum voru indíánar í spaghettí-vestrunum lengst af stórhættulegir villimenn sem áttu fátt betra skilið en að vera skotnir. Þannig eru indíánar t.d. sagðir villimenn upp til hópa í spaghettí-vestranum Ringo and His Golden Pistol (Sergio Corbucci: 1966) og þeir strádrepnir. Á áttunda áratugnum hafði afstaðan til indíána hins vegar snarbatnað og sýndu kvikmyndir þá …

Antoine et Colette

Leikstjórn: François Truffaut Handrit: François Truffaut Leikarar: Jean-Pierre Léaud, Marie-France Pisier, Rosy Varte og François Darbon Upprunaland: Frakkland Ár: 1962 Lengd: 29mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Átján ára gamall verður Antoine Doinel ástfanginn af hinni tvítugu Colette og reynir allt hvað hann getur að vinna hug hennar. Almennt um myndina: Franska stuttmyndin Antoine et Colette var upphaflega fyrsti hlutinn af fimm í kvikmyndinni L’amour à vingt ans (Shintarô Ishihara, Marcel Ophüls, Renzo Rossellini, François Truffaut og Andrzej Wajda: 1962), sem fjallar um ástina í lífi nokkurra tvítugra einstaklinga víða um heim, en var síðar gefin út sem sjálfstæð mynd á myndbandi í Bretlandi og DVD í Bandaríkjunum. Stuttmyndin er í raun sjálfstætt framhald af einni þekktustu kvikmynd frönsku nýbylgjunnar, Les quatre cents coups (François Truffaut: 1959), sem almennt er sögð hafa verið sótt í æsku leikstjórans sjálfs, en hann átti eftir að gera þrjár kvikmyndir til viðbótar í fullri lengd um sömu sögupersónuna, piltinn Antoine Doinel sem Jean-Pierre Léaud lék í öllum tilfellum. Framhaldsmyndirnar eru Baisers volés (1968), Domicile conjugal (1970) og …

A Clockwork Orange

A Clockwork Orange er ein af uppáhalds svölu myndunum mínum. Stíllinn er „últra kúl“! Klæðnaðurinn er fáranlegur, litasamsetningarnar hræðilegar og tungumálið samblanda af klassískri ensku og rússnesku. Einhverja hluta vegna gengur þetta samt allt fullkomlega upp. Tónlistin er einnig einstaklega kraftmikil og vel við hæfi. Kvikmyndin A Clockwork Orange var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir bestu leikstjórn, bestu klippingu, besta handrit og sem besta myndin. Það kemur hins vegar ekki á óvart að hún fékk engin verðlaun, enda óvenjulegt að jafn óhefðbundin og ofbeldisfull kvikmynd skuli hafa yfirleitt verið tilnefnd til þeirra verðlauna. Þá var kvikmyndin einnig tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir bestu myndina, besta leikstjórann (Stanley Kubrick) og besta aðalleikarann (Malcolm McDowell), en uppskar engin. Örlögin voru þau sömu þegar kom að Bafta verðlaununum. Sjö tilnefningar (t.d. besta myndin, besti leikstjórinn og besta handritið) en engin verðlaun. Þeir einu sem þorðu að veita myndinni verðlaun voru litlar og lítt þekktar kvikmyndahátíðir. Ofbeldið í myndinni er listrænt, í raun eins og ballett, og því að vissu leyti heillandi þrátt fyrir óhugnaðinn. Myndin var harðlega gagnrýnd …

Smultronstället

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Viktor Sjöström, Bibi Anderson, Ingrid Thulin, Gunnar Björnstrand, Max von Sydow, Jullan Kindahl, Folke Sundquist, Björn Bjelfvenstam og Naima Wifstrand Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1957 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 1:37:1) Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Ísak Borg horfist í augu við líf sitt, gerir upp fortíðina og verður að betri manni á ferðalagi sínu frá Stokkhólmi til Lundar þar sem hann á að taka við heiðursdoktorsnafnbót. Almennt um myndina: Smultronstället var frumsýnd árið 1957, sama ár og Det sjunde inseglet. Hún þykir vera ein af betri myndum Bergmans og vakti mikla athygli erlendis. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna og Bafta verðlauna og hún vann gullbjörnin í Berlín árið 1958 og vann auk þess verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og Golden Globe verðlaun í Bandaríkjunum sem besta erlenda myndin. Kvikmyndatakan er í höndumGunnars Fischer og þykir hún almennt góð. Það sama má segja um tónlist Eriks Nordgrens. Fischer og Bergman nota myndatöku og klippingar skemmtilega til að tjá umskiptin frá raunveruleika til minningar og draums, en það er gert …