Month: júní 2003

Smultronstället

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Viktor Sjöström, Bibi Anderson, Ingrid Thulin, Gunnar Björnstrand, Max von Sydow, Jullan Kindahl, Folke Sundquist, Björn Bjelfvenstam og Naima Wifstrand Framleiðsluland: Svíþjóð Framleiðsluár: 1957 Lengd: 88 Útgáfa: Criterion Hlutföll: 1.33:1 Tegund: Drama Stjörnur: 4 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Ísak Borg horfist í augu við líf sitt, gerir upp fortíðina og verður að betri manni á ferðalagi sínu frá Stokkhólmi til Lundar þar sem hann á að taka við heiðursdoktorsnafnbót. Almennt um kvikmyndina: Smultronstället var frumsýnd árið 1957, sama ár og Det sjunde inseglet. Hún þykir vera ein af betri myndum Bergmans og vakti mikla athygli erlendis. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna og Bafta verðlauna og hún vann gullbjörnin í Berlín árið 1958 og vann auk þess verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og Golden Globe verðlaun í Bandaríkjunum sem besta erlenda myndin. Kvikmyndatakan er í höndum Gunnars Fischer og þykir hún almennt góð. Það sama má segja um tónlist Eriks Nordgrens. Fischer og Bergman nota myndatöku og klippingar skemmtilega til að tjá umskiptin frá raunveruleika til minningar og draums, …

The Hellbenders

Leikstjórn: Sergio Corbucci Handrit: Albert Band, José Gutiérrez Maesso og Ugo Liberatore Leikarar: Joseph Cotten, Norma Bengell, Julián Mateos, Ángel Aranda, Gino Pernice, María Martín, Al Mulock, Aldo Sambrell, Ennio Girolami, Claudio Gora, Julio Peña, José Nieto, Giovanni Ivan Scratuglia, Álvaro de Luna og Benito Stefanelli Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1967 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 1.85:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Heittrúaður Suðurríkjaherforingi sættir sig alls ekki við ósigurinn í borgarastyrjöldinni og fær því þrjá syni sína til liðs við sig til að berjast gegn Norðurríkjunum. Þeir stráfella herflokk Norðanmanna úr fyrirsát og ræna mikilli peningasendingu úr fórum hans í von um að geta fjármagnað andspyrnuna og komið á fót nýjum Suðurríkjaher. Peningunum koma þeir fyrir í líkkistu og halda af stað með hana í líkvagni yfir til mexíkönsku landamæranna undir því yfirskyni að þeir ætli að jarðsetja í fjölskyldugrafreitnum þekktan herforingja sem fallið hafði í orrustu. Í fylgd með sér fá þeir fyrst drykkfelda dansmær til að leika ekkjuna, en myrða hana síðan þegar hún lætur ekki lengur að stjórn. Þá neyða …

Beyond the Law

Leikstjórn: Giorgio Stegani Handrit: Fernando Di Leo, Mino Roli, Lorenzo Sabatini [undir nafninu Warren Kiefer] og Giorgio Stegani Leikarar: Lee Van Cleef, Antonio Sabato, Gordon Mitchell, Lionel Stander, Bud Spencer, Graziella Granata, Herbert Fux, Carlo Gaddi, Valentina Arrigoni, Enzo Fiermonte, Nino Nini og Günther Stoll Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1967 Lengd: 111mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Bófinn Billy Joe Cudlip gerist lögreglustjóri í villta vestrinu í von um að geta rænt silfurfarmi en heillast svo mjög af nýja starfinu að hann fær félaga sína brátt upp á móti sér. Almennt um myndina: Slakur spaghettí-vestri með málglöðum persónum og skelfilegri banjótónlist eftir Riz Ortolani. Stefið sem fylgir aðalskúrkinum er samt sem áður nokkuð gott. Lee Van Cleef veldur hér vonbrigðum í hlutverki lögreglustjórans með bjánalegum ofleik og Lionel Stander er illþolanlegur sem þvoglumæltur predikari. Bud Spencer, sem aldrei þessu vant er skegglaus, stendur sig hins vegar með prýði þá sjaldan sem hann sést. Myndgæðin á DVD disknum frá Direct Source Special Products eru hörmuleg enda kvikmyndin augljóslega komin af slitinni …

Africa Express

Leikstjórn: Michele Lupo Handrit: Mario Amendola, Bruno Corbucci og Gabrielle Martin Leikarar: Giuliano Gemma, Ursula Andress, Jack Palance, Giuseppe Maffioli, Nello Pazzafini, Gianni Vernucio [undir nafninu John Werner], Luciana Turina, Rossana Di Lorenzo og Roberto Dell’acqua Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1975 Lengd: 93mín. Hlutföll: 1.85:1 (var 2.35:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Ungur Bandaríkjamaður freistar gæfunnar í Afríku í von um að geta safnað fyrir bensínstöð heima í Detroit. Hann gerist flutningabílstjóri og farandsölumaður og fylgir apinn Biba honum hvert sem hann fer. Dag einn bjargar hann nunnu á flótta undan lestarræningjum úti í óbyggðum, en hún reynist vera njósnari á höttunum eftir eftirlýstum stríðsglæpamanni frá síðari heimsstyrjöldinni. Almennt um myndina: Ítölsk gamanmynd fyrir alla fjölskylduna með tilheyrandi hnefahöggum og steikarpönnubarsmíðum, en slíkur húmor einkennir jafnan slagsmálamyndir Micheles Lupo. Aldrei þessu vant er Bud Spencer þó ekki á svæðinu og notar aðalleikarinn Giuliano Gemma tækifærið undir miðri mynd til að kvarta sérstaklega undan því. Ursula Andress er hér aðeins farin að eldast og fer það henni bara vel en Jack Palance er eins og …

Det sjunde inseglet

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Gunnar Björnstrand, Bengt Ekerot, Nils Poppe, Max von Sydow, Bibi Andersson, Inga Gill, Maud Hansson, Inga Landgré, Gunnel Lindblom, Bertil Anderberg, Anders Ek, Åke Fridell, Gunnar Olsson og Erik Strandmark Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1957 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 1:37:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Krossfarinn Antonius Block snýr heim til Svíþjóðar eftir tíu ára dvöl í landinu helga. Margar hörmungar hafa gengið yfir heimaland hans og herjar svarti dauði þar sem stendur. Um leið og Antonius Block gengur í land mætir hann dauðanum sjálfum, sem kominn er til að sækja hann. Þar sem Antonius Block er hins vegar ekki tilbúinn að deyja fyrr en hann hefur fengið fullvissu um tilvist Guðs, reynir hann að kaupa sér tíma með því að leika skák við dauðann. Taflið tekur um einn sólarhring en á meðan heldur Antonius Block heim til sín. Á leiðinni kynnist hann ýmsum löndum sínum, svo sem leikarahjónunum Míu og Jof og syni þeirra Mikael. Almennt um myndina: Það er óþarfi að kynna Ingmar Bergman, enda þekktasti …

Sælureitur Bergmans

Smultronställe er á sænsku fyrirbæri sem er ekki svo gott að útskýra en ég ætla nú samt að reyna það. Smultronställe er ekki bara frjósamur og fallegur staður þar sem hægt er að týna jarðarber heldur líka staður eða stund í fortíð einhvers, notalegur og eftirminnilegur staður sem viðkomandi heimsækir þess vegna aftur og aftur í huganum, svona uppáhalds minning, sælureitur hugans. Myndin sem við ætlum að horfa á hér á eftir „Smultronstället“, eða Sælureitur, frá árinu 1957 festi Ingmar Bergman í sessi sem listamann. Hún er af mörgum talin hans besta mynd frá sjötta áratugnum. Ég ætla ekkert að fullyrða um það, á erfitt með að gera upp á milli mynda sjálf, en Sælureitur er sannarlega ein af uppáhalds Bergman myndunum mínum. Ekki síst vegna þess að hún sameinar djúpar heimspekilegar vangaveltur um mannlega tilveru annars vegar og húmor, skemmtilegheit og rómantík hins vegar. Rétt eins og lífið sjálft. Myndatakan er með því besta sem ég hef séð. Snillingurinn Gunnar Fischer tekur myndina en samvinna Bermans og Fischer var löng og farsæl. Takið eftir …

Fjölskylduferð

Ég geri ráð fyrir að flestum þyki felast bak við orðið fjölskylduferð ánægjuleg sameiginleg upplifun einnar fjölskyldu, sem er stór eða lítil eftir atvikum. Hliðstætt og þó í enn frekara mæli gildir um orðið sælureitur. Það er staður sem kallar fram sælu eða sælar minningar eru bundnar við. Það er vel til fundið að kalla myndina Smultronstället Sælureit uppá íslensku, en heitið er þó í sjálfu sér órætt. Þegar ég hugsa um þessa mynd Bergmanns sem hér er til umfjöllunar leitar frekar á hugann fyrra hugtakið. Ég leyfi mér að setja það sem yfirskrift þótt ef til vill væri kannski best að láta þetta innslag heita: Ekki er allt sem sýnist. Hér er samt hvorki um að ræða fjölskylduferð né sælureit í sinni einsleitu, jákvæðu mynd. Enda var þess vart að vænta í mynd frá hendi höfundar sem seint verður sakaður um að láta sér nægja yfirborðsveruleika. Eins og í góðri predikun, lýkst inntak og merking sögunnar sem myndin segir upp í síðustu andartökum hennar. Þess vegna tekur áhorfandinn svo miklu meira með sér heim …

Líkbíll upprisunnar

Það er svo yndislegt við Sælureitinn hvað það er mikil von í myndinni. Þetta verður kannski endanlega ljóst í lokadraumi Ísaks, drauminum þegar Sara leiðir hann til foreldranna og þau veifa honum. Sjáið svipinn sem kemur þá á Ísak. Þarna er eiginlega að finna eins konar himnaríkisminni. Í ljósi þessarar vonar er íslenskunin á titlinum svo afskaplega viðeigandi: Sælureiturinn. Ekki Við leiðarlok, ekki Villt jarðarber heldur Sælureiturinn. Dauð þrenning En Sælureiturinn geymir líka kulda og dauða. Í myndinni er að finna dauða þrenningu. Þrjá einstaklinga sem vissulega eru lifandi, en eru samt dauðir. Hér á ég við móður Ísaks, Ísak sjálfan og soninn Evald. Kuldinn og dauðinn hefur erfst frá móður til sonar til sonarsonar. Erfist hann áfram? Takið eftir því á eftir þegar Ísak og Marianne heimsækja gömlu konuna og hún talar um hvað sér sé kalt. Hvernig hún talar um börn sín og barnabörn. Og hvernig Marianne upplifir heimili hennar eiginlega sem líkhús. Takið eftir því hvernig Ísak lýsir sjálfum sér eftir þriðja drauminn: „Mig hefur dreymt undarlega upp á síðkastið … Það …

Sjöunda innsiglið

Ég hef velt því fyrir mér, hvort persónulegar ástæður eða almennt listrænt mat liggur að baki því að ég hef ævinlega flokkað Sjöunda innsiglið eftir Ingmar Bergman meðal þeirra tíu kvikmynda sem ég myndi velja öðrum fremur í úrvalsflokk allra tíma. Jafnvel í hóp þeirra fimm bestu. Sennilega hvort tveggja. Ég skal gefa skýringu á því hvað ég á við með persónulegar ástæður. Áður en ég kom til náms í Svíþjóð haustið 1954 hygg ég að ég hafi ekki heyrt Ingmar Bergman nefndan. Ég var með blaðamannapassa og sendi stundum hugleiðingar eða pistla um menninguna heim. Ein mín fyrsta grein fjallaði um þrjár norrænar myndir sem ég sá einmitt þennan vetur. Ein þeirra nefndist Kennslustund í ást (En lektion i kärlek) og var eftir upprennandi leikstjóra, Ingmar Bergman, og ég er ekki viss nema þetta sé kannski í fyrsta sinn sem hans var getið í íslenskri menningarumræðu. Næstu árin fylgdist ég síðan hvernig stjarna hans reis með leifturhraða, bæði heima og erlendis, með myndum eins og Jarðarberjalandið (Smultronstället), Sommarnattens leende (Bros sumarnæturinnar) og Sjöunda innsiglinu …

Trú eða vissa – Sjöunda innsiglið

Í Opinberunarbók Jóhannesar stendur skrifað: „Þegar lambið lauk upp sjöunda innsiglinu, varð þögn á himni hér um bil hálfa stund.“ (Opb 8.1-2) Opinberunarbók Jóhannesar myndar ákveðinn ramma utan um mynd Bergmans Sjöunda innsiglið. Í upphafi myndarinnar er lesið úr fyrsta versi áttunda kafla Opinberunarbókarinnar þar sem greint er frá því þegar sjöunda innsiglið er rofið. Þegar innsiglið er brotið þá verður þögn. Á sama hátt verður algjör þögn í mynd Bergmans þegar Dauðinn birtist í gervi náhvíts karlmanns sem er klæddur eins og munkur. Alger þögn ríkir í sálum margra, þessa þögn upplifir aðalpersóna myndarinnar, riddarinn Antóníus Block í sálu sinni. Hann er staddur í myrku djúpi og ákallar Drottinn: ,,Heyr þú raust mína.” Antóníus á erfitt með að lifa í trú og vill í staðinn lifa í vissu. Hann vill fá staðfestingu!! Staðfestingu á tilvist Guðs. Ef hann ekki fær staðfestingu eða þekkingu á Guði, vill hann losna við Guð og trúna á hann úr hjarta sínu. Antóníus telur að ef ekkert bíði mannsins hinu megin við móðuna miklu þá sé lífið tilgangslaust. Dauðinn holdi klæddur …