Month: ágúst 2003

Jungfrukällan

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ulla Isaksson Leikarar: Max von Sydow, Birgitta Valberg, Gunnel Lindblom, Birgitta Pettersson, Axel Düberg, Tor Isedal, Allan Edwall, Ove Porath, Axel Slangus, Gudrun Brost og Oscar Ljung Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1960 Lengd: 86mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ungri stúlku á leið til kirkju er nauðgað af tveimur geitahirðum í skógarrjóðri og lík hennar skilið þar eftir. Morðingjarnir leita síðan skjóls á bóndabýli foreldra hennar og reyna að selja þar klæði hennar án þess að gera sér grein fyrir hvar þeir eru staddir. Heimilisfólkið áttar sig hins vegar á því hvað gerst hefur og hefnir faðirinn sín grimmilega á morðingjum dóttur sinnar. Almennt um myndina: Eftir áratuga langt starf við kvikmyndagerð í Svíþjóð hafði hróður Ingmars Bergmans sem kvikmyndaleikstjóra borist út fyrir landsteinanna og hver alþjóðlega útnefningin og viðurkenningin rekið aðra. Ekkert lát var á nýjum kvikmyndum frá honum þó svo að hann væri einnig mjög virkur í leikhúsinu. Kringum hann myndaðist brátt þrautþjálfaður hópur frábærra leikara sem unnu með honum bæði á leiksviðinu og í kvikmyndaverinu. Þar á …

Von Richthofen and Brown

Leikstjórn: Roger Corman Handrit: John William Corrington og Joyce Hooper Corrington Leikarar: John Phillip Law, Don Stroud, Barry Primus, Corin Redgrave, Hurd Hatfield, Stephen McHattie, Robert La Tourneaux, Peter Masterson, Clint Kimbrough, George Armitage og Maureen Cusack Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1971 Lengd: 92mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.66:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í fyrri heimsstyrjöldinni varð þýzki aðalsmaðurinn Manfred von Richthofen barón ein helsta þjóðhetja landa sinna og báru andstæðingar hans djúpa virðingu fyrir honum. Von Richthofen var stjórnandi bestu orrustuflugsveitar Þjóðverja og náði enginn að skjóta niður eins margar flugvélar bandamanna eins og hann. Áður en stríðinu lauk var hann hins vegar skotinn niður sjálfur í rauðri þríþekju sinni, en þar var að verki kanadíski orrustuflugmaðurinn Roy Brown. Þetta var 21. apríl 1918 og er sagt að þá hafi slokknað á þeim dýrðarljóma sem umleikið hafði fyrstu orrustuflugmennina. Almennt um myndina: Roger Corman er einn þekktasti b-myndagerðarmaður Bandaríkjanna. Hann leikstýrði um fimmtíu kvikmyndum á fimmtán ára leikstjórnarferli sínum, en stríðsmyndin Von Richthofen and Brown var sú síðasta af þeim. Flestar af þessum myndum …

The Battle of El Alamain

Leikstjórn: Giorgio Ferroni [undir nafninu Calvin Jackson Padget] Handrit: Remigio Del Grosso og Ernesto Gastaldi Leikarar: Frederick Stafford, George Hilton, Robert Hossein, Michael Rennie, Enrico Maria Salerno, Gérard Herter, Nello Pazzafini, Marco Guglielmi, Sal Borgese, Edoardo Toniolo, Renato Romano, Giuseppe Addobbati, Ira von Fürstenberg, Ettore Manni, Tom Felleghy, Massimo Righi, Luciano Catenacci og Ugo Adinolfi Upprunaland: Ítalía og Frakkland Ár: 1968 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Sumarið 1942 skipar Mussolini herjum sínum að verða á undan þýzka hernum til Alexandríu í Egyptalandi, en Bretar ná að stöðva sókn þeirra allra við El Alamain. Þegar Rommel sér sig svo tilneyddan til að bjarga herjum sínum með undanhaldi til Líbýu, berst fámenn ítölsk hersveit áfram gegn ofureflinu og nær að tefja fyrir framsókn bandamanna með miklu mannfalli. Almennt um myndina: Að mörgu leyti fín ítölsk-frönsk stríðsmynd með nokkrum góðum evrópskum leikurum. Robert Hossein er t.d. sérstaklega góður í hlutverki Rommels og George Hilton er vel valinn í hlutverk heiðarlegs bresks liðsforingja. Allneikvæð mynd er þó dregin upp af sumum bresku herforingjunum, sem hika …

Django

Leikstjórn: Sergio Corbucci Handrit: Sergio Corbucci, Bruno Corbucci, Franco Rossetti, Piero Vivarelli, José Gutiérrez Maesso og Geoffrey Copleston Leikarar: Franco Nero, Loredana Nusciak, Eduardo Fajardo, José Bódalo, Ángel Álvarez, Gino Pernice, Giovanni Ivan Scratuglia, Luciano Rossi, Simón Arriaga, Erik Schippers, Rafael Albaicín, José Canalejas og Remo De Angelis Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1966 Lengd: 90mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Django er fámáll einfari í slitnum einkennisbúningi Norðanríkjamanna sem dregur líkkistu á eftir sér hvert sem hann fer. Hann fær bófagengi fyrrum Suðurríkjahermanna upp á móti sér þegar hann bjargar ungri konu frá böðlum þess úti í óbyggðum en hún hafði flúið frá vændishúsi næsta smábæjar þar skammt frá landamærunum í von um betra líf. Þar sem Suðurríkjabófarnir eiga í útistöðum við byltingarsinnaðan mexíkanskan bófaflokk um yfirráðin yfir bænum, sér Django sér leik á borði og egnir þeim saman. Í raun á Django harma að hefna við höfuðpaur Suðurríkjabófanna en þegar hann sér fram á að geta féflett Mexíkanana og stungið auðugur af, grípur hann tækifærið strax. Fyrirætlanir hans fara hins vegar …

Tamango

Leikstjórn: John Berry Handrit: John Berry, Lee Gold, Tamara Hovey og Georges Neveux, byggt á sögu eftir Prosper Mérimeé Leikarar: Dorothy Dandridge, Curd Jürgens, Jean Servais, Alex Cressan, Roger Hanin, Guy Mairesse, Clément Harari, Julien Verdier, René Hell, Assane Fall og Ababakar Samba Upprunaland: Frakkland og Ítalía Ár: 1957 Lengd: 98mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Árið 1820 stendur afríski stríðsmaðurinn Tamango fyrir uppreisn um borð í hollenska þrælaskipinu Esperanza á leið frá Guineu til Kúbu. Almennt um myndina: Þessi áhugaverða kvikmynd um þrælaflutningana frá Afríku til Ameríku snemma á nítjándu öldinni jafnast alveg á við sjónvarpsþáttaröðina Roots (Marvin J. Chomsky, John Erman, David Greene og Gilbert Moses: 1977), sem sýnd var á sínum tíma í Ríkissjónvarpinu hér á landi undir nafninu Rætur og fjallaði um örlög þrælsins Kunta Kinte og afkomenda hans. Enda þótt myndin sé ekki gallalaus, hefur hún elst ótrúlega vel og eru efnistökin raunsærri en kannski hefði mátt búast við af svo gamalli mynd. Blökkukonan Dorothy Dandridge er stórkostleg í hlutverki gullfallegrar ambáttar skipstjórans, sem lengst af …

The Uranium Conspiracy

Leikstjórn: Menahem Golan og Gianfranco Baldanello (undir nafninu Frank G. Carroll) Handrit: David Paulsen, Daniele Sangiorgi og Jean Christian Aurive, byggt á sögu eftir Yehousha Ben-Porat Leikarar: Fabio Testi, Siegfried Rauch, Janet Agren, Asaff Dayan, Herbert Fux, Rolf Eden, Oded Kotler, Gianni Rizzo, Jay Koller, Remo De Angelis, Lorenzo Fineschi, Sergio Smacchi, Romano Puppo og G. Lorenzo Bernini Upprunaland: Ítalía, Þýzkaland og Ísrael Ár: 1978 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.85:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ísraelska leyniþjónustan Mossad freistar þess að granda flutningaskipi með miklum byrgðum af úraníum, sem nota á við framleiðslu á kjarnaorkusprengjum í Norður-Afríkuríki. Almennt um myndina: Miðlungs spennumynd eftir ísraelska b-myndagerðarmanninn Menahem Golan og ítalska spaghettí-vestra leikstjórann Gianfranco Baldanello. Hasaratriðin eru flest rétt viðunandi, t.d. langur og frekar ófrumlegur hraðbátaeltingarleikur í skipaskurðum Amsterdam, en slæm tónlist skemmir þó víða fyrir. Aðalleikararnir eru þó helsti kostur myndarinnar en þeir eru margir hverjir vel þekktir úr ýmsum evrópskum b-myndum. Þannig er Fabio Testi t.d. traustur í hlutverki Renzos, ítalsks kvennabósa í þjónustu Ísraelsmannanna, en vinkona hans er leikin sænsku fegurðardísinni Janet …

The Uranium Connection

Leikstjórn: Menahem Golan og Gianfranco Baldanello (undir nafninu Frank G. Carroll) Handrit: David Paulsen, Daniele Sangiorgi og Jean Christian Aurive, byggt á sögu eftir Yehousha Ben-Porat Leikarar: Fabio Testi, Siegfried Rauch, Janet Agren, Asaff Dayan, Herbert Fux, Rolf Eden, Oded Kotler, Gianni Rizzo, Jay Koller, Remo De Angelis, Lorenzo Fineschi, Sergio Smacchi, Romano Puppo og G. Lorenzo Bernini Upprunaland: Ítalía, Þýzkaland og Ísrael Ár: 1978 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.85:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ísraelska leyniþjónustan Mossad freistar þess að granda flutningaskipi með miklum byrgðum af úraníum, sem nota á við framleiðslu á kjarnaorkusprengjum í Norður-Afríkuríki. Almennt um myndina: Miðlungs spennumynd eftir ísraelska b-myndagerðarmanninn Menahem Golan og ítalska spaghettí-vestra leikstjórann Gianfranco Baldanello. Hasaratriðin eru flest rétt viðunandi, t.d. langur og frekar ófrumlegur hraðbátaeltingarleikur í skipaskurðum Amsterdam, en slæm tónlist skemmir þó víða fyrir. Aðalleikararnir eru þó helsti kostur myndarinnar en þeir eru margir hverjir vel þekktir úr ýmsum evrópskum b-myndum. Þannig er Fabio Testi t.d. traustur í hlutverki Renzos, ítalsks kvennabósa í þjónustu Ísraelsmannanna, en vinkona hans er leikin sænsku fegurðardísinni Janet …

The Tall Women

Leikstjórn: Sidney W. Pink Handrit: Mike Ashley og Werner Hauff Leikarar: Anne Baxter, Maria Perschy, Gustavo Rojo, Rossella Como, Adriana Ambesi, Christa Linder, Luis Prendes, Mara Cruz, Perla Cristal, María Mahor, Fernando Hilbeck, Alejandra Nilo og John Clark Upprunaland: Ítalía, Spánn og Austurríki Ár: 1966 Lengd: 105mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.66:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Aðeins sjö konur komast lífs af úr árás morðóðra indíána á langa vanglest í Arizona og halda þær fótgangandi áleiðis til næsta virkis í 160 km fjarlægð, en indíánarnir herja á þær alla leiðina og drepa þær eina af annarri. Almennt um myndina: Slakur spaghettí-vestri, viðvaningslega gerður og frekar illa leikinn. Átakaatriðin er blóðug og enginn skortur á manndrápum eins og búast má við af öllum hefðbundnum spaghettí-vestrum. Persónusköpunin er þó frekar í anda gamalla bandarískra vestra og virka samskipti sumra sögupersónanna ferlega væmin á köflum. Þetta er einn af sárafáum spaghettí-vestrum þar sem konur eru aðalsöguhetjurnar. Enda þótt þær kvarti sáran undan karlmannsleysinu í þrekraunum sínum, spjara þær sig samt bara nokkuð vel og fella ótal indíána …

The Knock Out Cop

Leikstjórn: Steno Handrit: Adriano Bolzoni, Rainer Brandt, Giovanni Simonelli og Franco Verucci Leikarar: Bud Spencer, Dagmar Lassander, Werner Pochath, Enzo Cannavale, Joe Stewardson, Baldwyn Dakile, Giovanni Cianfriglia, Carel Trichardt, Desmond Thompson, Ottaviano Dell’Acqua, Antonio Allocca og Giancarlo Bastianoni Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1977 Lengd: 109mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 1.85:1) Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Ítalskur lögregluforingi flettir ofan af demantaþjófum og eiturlyfjasmyglurum í Suður-Afríku. Almennt um myndina: Hefðbundin ítölsk-þýzk gamanmynd með Bud Spencer sem lemur hnefanum oftar en ekki beint ofan á kollinn á skúrkunum og slær þá þannig í rot. Lífsspeki hans er einföld: „Lemdu fyrst og spurðu svo!“ Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Ítalska lögreglan beitir öllum ráðum til að koma höndum yfir glæpalýðinn, sem ógnar heiðvirðum borgurum á götum úti, t.d. með því að dulbúast sem nunnur. Þannig lemur ein löggan dulbúin sem nunna nokkra bófa sundur og saman í strætisvagni í upphafi myndarinnar. Í Suður-Afríku lítur munaðarlaus ungur blökkudrengur mjög upp til ítalska lögregluforingjans og kallar hann í sífellu Kiru eftir nautsterkum afrískum fjallaguði. Drengurinn neitar hins vegar að dveljast …