Jungfrukällan
Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ulla Isaksson Leikarar: Max von Sydow, Birgitta Valberg, Gunnel Lindblom, Birgitta Pettersson, Axel Düberg, Tor Isedal, Allan Edwall, Ove Porath, Axel Slangus, Gudrun Brost og Oscar Ljung Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1960 Lengd: 86mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Ungri stúlku á leið til kirkju er nauðgað af tveimur geitahirðum í skógarrjóðri og lík hennar skilið þar eftir. Morðingjarnir leita síðan skjóls á bóndabýli foreldra hennar og reyna að selja þar klæði hennar án þess að gera sér grein fyrir hvar þeir eru staddir. Heimilisfólkið áttar sig hins vegar á því hvað gerst hefur og hefnir faðirinn sín grimmilega á morðingjum dóttur sinnar. Almennt um myndina: Eftir áratuga langt starf við kvikmyndagerð í Svíþjóð hafði hróður Ingmars Bergmans sem kvikmyndaleikstjóra borist út fyrir landsteinanna og hver alþjóðlega útnefningin og viðurkenningin rekið aðra. Ekkert lát var á nýjum kvikmyndum frá honum þó svo að hann væri einnig mjög virkur í leikhúsinu. Kringum hann myndaðist brátt þrautþjálfaður hópur frábærra leikara sem unnu með honum bæði á leiksviðinu og í kvikmyndaverinu. Þar á …