Play Dirty
Leikstjórn: André De Toth Handrit: Melvyn Bragg og Lotte Colin, byggt á sögu eftir George Marton Leikarar: Michael Caine, Nigel Davenport, Nigel Green, Harry Andrews, Patrick Jordan, Daniel Pilon, Martin Burland, George McKeenan, Bridget Espeet, Bernard Archard, Aly Ben Ayed, Vivian Pickles, Enrique Ávila og Mohsen Ben Abdallah Upprunaland: Bretland Ár: 1968 Lengd: 113mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Síðla árs 1942 er breskur liðsforingi sendur með hóp dæmdra sakamanna yfir víglínuna til að sprengja í loft upp eldsneytisbirgðarstöð þýzku skriðdrekahersveitanna í Sahara eyðimörkinni. Annað reynist þó bíða þeirra á áfangastaðnum en þeir höfðu vænst. Almennt um myndina: Mjög góð bölsýn bresk stríðsmynd sem framleidd var af Harry Saltzman, en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa framleitt fyrstu og bestu myndirnar um njósnarann James Bond í samvinnu við Albert R. Broccoli. Stríðsmyndin á þó ekkert skylt við Bond-myndirnar enda er dregið úr öllum hetjuskap og þess í stað varpað gagnrýnu ljósi á blóðbaðið í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er fagmannlega gerð og eru margir leikararnir traustir, ekki síst Michael Caine í …