Month: september 2003

On the Third Day Arrived the Crow

Leikstjórn: Gianni Crea Handrit: Mino Roli Leikarar: Lincoln Tate, William Berger, Dino Strano (undir nafninu Dean Stratford), Fiorella Mannoia, Lorenzo Fineschi, Rosario Borelli (undir nafninu Richard Melvill), Lars Bloch, Edda Di Benedetto, Giuseppe Tuminelli, John Turrel, Maurizio Mannoia og Perry Dell Upprunaland: Ítalía Ár: 1973 Lengd: 84mín. Hlutföll: 1.66:1 (stundum þó 1.33:1 eða nálægt því) Ágrip af söguþræði: Von er á Krákunni á þriðja degi en svo nefnist svartklædd stórskytta sem loksins mætir ofjörlum sínum í afskekktum bæ einhvers staðar í villta vestrinu. Almennt um myndina: Hörmulegur spaghettí-vestri sem einkennist að mestu af hnefahöggum og langdregnu flakki aðalsöguhetjanna úti á túni. Framleiðslan er af ódýrustu sort og skilur ekkert eftir sig. Breiðtjaldshlutföllin á myndbandinu eru lengst af u.þ.b. 1.66:1 en fara stundum niður í 1.33:1. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Í kvikmyndinni eru mennirnir sagðir skapaðir af Guði og biður einn þeirra hann sérstaklega um styrk á neyðarstundu. Að öðru leyti er ekkert trúarlegt við þessa mynd. Guðfræðistef: styrkur Guðs, sköpun Guðs Siðfræðistef: manndráp, ofbeldi, svik, hefnd

Liberty Heights

Leikstjórn: Barry Levinson Handrit: Barry Levinson Leikarar: Adrien Brody, Ben Foster, Rebekah Johnson, Carolyn Murphy, Joe Mantegna, Orlando Jones, Bebe Neuwirth, David Krumholtz, Richard Kline, Vincent Guastaferro, Justin Chambers og Frania Rubinek Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 122mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin gerist einkum haustið 1954 í gyðingaúthverfinu Liberty Heights í Baltimore og lýsir antí-semítisma og fordómum í garð blökkumanna sem birtist skýrast á skilti við sundlaug snemma í myndinni: „Gyðingum, hundum og blökkumönnum bannaður aðgangur.“ Aðalpersónur myndarinnar eru bekkjarsystkini á unglingsaldri sem verða ástfangin, en þar sem pilturinn er gyðingur og stúlkan er blökkukona hafa þau ekki aðgang að baðstaðnum. Almennt um myndina: Hér er á ferðinni enn ein myndin sem kvikmyndagerðarmaðurinn Barry Levinson gerir um æskuslóðir sínar í Baltimore, en áður gerði hann t.d. Diner (1982), Tin Men (1987) og Avalon (1990). Segja mætti að meginefni myndarinnar sé samspil ólíkra kynþátta og tilraunir til að brjóta niður múra og fordóma þeirra á milli. Þannig rífa þrír Gyðingapiltar niður áðurnefnt skilti í lok myndarinnar og koma sér fyrir á sólbekkjum …

Letjat zhuravli

Leikstjórn: Mikhail Kalatozov Handrit: Viktor Rozov Leikarar: Tatyana Samojlova, Aleksei Batalov, Vasili Merkuryev, Aleksandr Shvorin, Svetlana Kharitonova, Konstantin Nikitin, Valentin Zubkov, Antonina Bogdanova, Boris Kokovkin og Yekaterina Kupriyanova Upprunaland: Sovétríkin (Rússland) Ár: 1957 Hlutföll: www.imdb.com/Details?0050634 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þegar þýzki herinn ræðst inn í Sovétríkin, gerist verkamaðurinn og læknasonurinn Bóris sjálfboðaliði í rauða hernum og skilur unnustu sína Veróníku eftir í Moskvu. Bróðir hans nýtir sér hins vegar sambönd sín í kommúnistaflokknum til að forðast herþjónustu og þröngvar Veróníku í óþökk fjölskyldu sinnar til að giftast sér eftir að foreldrar hennar höfðu farist í loftárás og unnustinn er talinn af. Veróníka fær þó nóg af sviksemi eiginmannsins og vonar innst inni að hún eigi eftir að sjá ástina sína á nýjan leik. Almennt um myndina: Mikið hataði ég sovésku kvikmyndirnar sem sýndar voru öðru hverju í Ríkissjónvarpinu þegar ég var unglingur á níunda áratugnum, en í þá daga horfði ég á svo til allar kvikmyndir, sem þar var boðið upp á. Það lá meira að segja við, að ég sleppti þessari kvikmynd, þegar …

Viskningar och rop

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Harriet Andersson, Kari Sylwan, Ingrid Thulin, Liv Ullmann, Anders Ek, Inga Gill, Erland Josephson, Henning Moritzen, Georg Årlin, Linn Ullmann, Ingrid von Rosen og Lena Bergman Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1972 Lengd: 88mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Sögusviðið er sænskur herragarður á fyrri hluta 20.aldar. Þar býr kona á besta aldri, Agnes að nafni, haldin ólæknandi sjúkdómi. Foreldrarnir eru dánir og systur hennar tvær, Karin og María, heimsækja hana sjaldan þannig að hún hefur verið mikið ein með þjónustustúlkunni Önnu og dóttur hennar ungri. Nú liggur Agnes fyrir dauðanum og systur hennar eru komnar til að vera hjá henni því að hún á skammt eftir ólifað. Þær systur eru ólíkar og eiga ekki alls kostar auðvelt með að ná saman og styðja hvora aðra. Minningar koma fram og flækja málin enn frekar. Undir glæsilegu yfirborðinu eru systurnar Karin og María bæði viðkvæmar og óöruggar með sig og lifa báðar í óhamingjusömu hjónabandi. Agnes hefur aldrei gifst og þjónustustúlkan, sem er einlæg og góðhjörtuð sál, stendur henni …