Month: október 2003

Cast a Giant Shadow

Leikstjórn: Melville Shavelson Handrit: Melville Shavelson, byggt á bók Ted Berkmans Leikarar: Kirk Douglas, Senta Berger, Angie Dickinson, James Donald, Yul Brynner, John Wayne, Frank Sinatra, Stathis Giallelis, Luther Adler, Topol, Ruth White, Gordon Jackson, Michael Hordern, Allan Cuthbertson, Jeremy Kemp, Sean Berret, Michael Shillo og Rina Ganor Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1966 Lengd: 141mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Mickey Marcus (Kirk Douglas), fyrrverandi liðsforingi í bandaríska hernum, er talinn á að koma til Landsins helga í ársbyrjun 1948 og skipuleggja her Gyðinga (Ísraelsmanna) fyrir þau átök sem í vændum eru þegar Bretar munu yfirgefa landið um miðjan maí og Ísrael lýsa yfir sjálfstæði í kjölfar þess. Almennt um myndina: Myndin byrjar skömmu fyrir jól 1947. Ísraelskur sendiboði, Safir að nafni, sem er foringi í Haganah, neðanjarðarher Ísraelsmanna, hefur uppi á David ‚Mickey‘ Marcus, fyrrverandi liðsforingja í bandaríska hernum úr seinni heimsstyrjöldinni, þar sem hann er staddur í verslun í New York. Marcus hafði m.a. starfað undir stjórn hins nafntogaða herforingja Pattons og hafði einnig barist í Miðausturlöndum og þekkir því til aðstæðna …

Young Adam

Leikstjórn: David Mackenzie Handrit: David Mackenzie, byggt á samnefndri skáldsögu eftir Alexander Trocchi. Leikarar: Ewan McGregor, Tilda Swinton, Peter Mullan, Emily Mortimer, Jack McElhone, Therese Bradley, Ewan Stewart, Stuart McQuarrie, Pauline Turner, Alan Cooke og Rory McCann Upprunaland: Bretland Ár: 2003 Lengd: 93mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Joe fær vinnu á pramma hjá Ellu og eiginmanni hennar, Leslie. Joe vingast við Leslie en á sama tíma á hann í leynilegu ástarsambandi við Ellu. Dag einn finna Joe og Leslie lík ungrar konu fljótandi í höfninni. Brátt kemur í ljós að Joe veit meira um málið en hann lætur uppi. Almennt um myndina: David Mackenzie er líttþekktur skoskur leikstjóri en þetta er önnur mynd hans í fullri lengd en hann hefur áður leikstýrt þrem stuttmyndum; California Sunshine (1997), Somersault (1999) og Marcie’s Dowry (1999). Fyrsta mynd hans í fullri lengd var The Last Great Wilderness (2002), en undirritaðir hafa hvorki séð stuttmyndir hans né þá mynd. Af þessari mynd að dæma er þó ljóst að hér er djarfur og hæfileikaríkur leikstjóri á ferð …

Thirteen (2003)

Leikstjórn: Catherine Hardwicke Handrit: Catherine Hardwicke og Nikki Reed Leikarar: Evan Rachel Wood, Nikki Reed, Holly Hunter, Jeremy Sisto, Brady Corbet, Deborah Unger, Kip Pardue, Sarah Clarke, Vanessa Anne Hudgens, Ulysses Estrada, Sarah Cartwright, Jenicka Carey, Jasmine Salim, Tessa Ludwick og CeCe Tsou Upprunaland: Bandaríkin og Bretland Ár: 2003 Lengd: 100mín. Hlutföll: Líklega 1.77:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Hin þrettán ára gamla Tracy er vel gefin og fyrirmynda nemandi. Hún er saklaus og eilítið barnaleg en þráir að vera fullorðinsleg og vinsæl. Henni tekst að vingast við vinsælustu stelpu skólans, Evu, en hún kynnir Tracy fyrir kynlífi, eiturlyfjum og þjófnaði. Almennt um myndina: Þetta er frumraun leikstjórans Catherine Hardwicke en hún fékk leikstjórnarverðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni fyrir myndina. Catherine Hardwicke er þó enginn nýgræðingur í kvikmyndagerð enda hefur hún aðallega komið að sviðsmyndum og listrænni hönnun áður. Catherine Hardwicke skrifaði handritið í samvinnu við hina kornungu Nikki Reed (fædd 1988) og segir sagan að þær hafi kynnst þegar hún var í sambandi við föður hennar. Reed hafði verið í sömu stöðu og Tracy í …

Carandiru

Leikstjórn: Hector Babenco Handrit: Hector Babenco, Fernando Bonassi og Victor Navas, byggt á bók eftir Dráuzio Varella Leikarar: Luiz Carlos Vasconcelos, Milhem Cortaz, Milton Gonçalves, Ivan de Almeida, Ailton Graça, Maria Luisa Mendonça, Aida Leiner, Rodrigo Santoro og Gero Camilo Upprunaland: Brasilía og Argentína Ár: 2003 Lengd: 148mín. Hlutföll: Ekki vitað Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Drauzio Varella vann við alnæmisrannsóknir í fangelsinu Carandiru í São Paulo í Brasilíu og kynntist þar hundruðum fanga sem bjuggu við hræðilegar aðstæður. Fangarnir gerðu að lokum uppreisn árið 1992, eins og frægt er orðið, en lögreglan var að lokum send inn og féllu 111 fangar í hildarleiknum sem fengið hefur nafnið Carandiru-fjöldamorðið. Ekki einn einasti lögreglumaður lét hins vegar lífið við þessa aðgerð. Almennt um myndina: Kvikmyndin Carandiru er byggð á æviminningum Drauzio Varella, en bók hans var metsölubók í Brasilíu. Hún gerist í fjölmennasta fangelsi Brasilíu, en 7000 fangar dvöldu þar, þótt það ætti aðeins að hýsa 4.500 fanga. Leikstjóra myndarinnar, Hector Babenco, er mjög djarfur að því leyti að hann er með 26 aðalpersónur í myndinni …

Dogville

Leikstjórn: Lars von Trier Handrit: Lars von Trier Leikarar: Nicole Kidman, Harriet Andersson, Lauren Bacall, Jean-Marc Barr, Paul Bettany, Blair Brown, James Caan, Patricia Clarkson, Jeremy Davies, Ben Gazzara, Philip Baker Hall, Siobhan Fallon, John Hurt, Zeljko Ivanek og Udo Kier Upprunaland: Danmörk, Svíþjóð, Frakkland, Noregur, Holland, Finland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bandaríkin og Bretland Ár: 2003 Lengd: 177mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Grace, sem er á flótta undan mafíunni, leitar hælis í Hundabæ (Dogville). Bæjarbúarnir fallast á að veita henni hæli en í staðin býðst Grace til að vinna fyrir þá. Þegar mafían herðir leit sína að Grace vilja bæjarbúarnir breyta samningnum þar sem áhættan er meiri en þeir gerðu sér grein fyrir í upphafi. Upp frá þessu fara bæjarbúarnir að misnota þá góðmennsku sem Grace sýndi þeim, ómeðvitaðir um þær hættur sem því kann að fylgja. Almennt um myndina: Lars von Trier er einn umdeildasti leikstjóri samtímans. Hann sendir varla frá sér mynd án þess að hún valdi hneykslun og deilum. Nýjasta mynd hans, Hundabær, er þar engin undantekning. Reyndar heitir …

Day of Anger

Leikstjórn: Tonino Valerii Handrit: Ernesto Gastaldi Leikarar: Lee Van Cleef, Giuliano Gemma, Walter Rilla, Christa Linder, Piero Lulli, Al Mulock, Yvonne Sanson, Lukas Ammann, Andrea Bosic, Ennio Balbo, José Calvo, Giorgio Gargiullo, Anna Orso, Karl-Otto Alberty og Nino Nini Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1967 Lengd: 111mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Bæjarbúarnir í Clifton í Arizona hafa alla tíð lagt kamarhreinsarann og öskukarlinn Scott Mary í einelti enda óskilgetinn munaðarleysingi sem á í vandræðum með að samlagast samborgurum sínum. Þegar bófinn Toby ríður í hlaðið og kemur fram við hann eins og vitiborinn mann, reynir Scott Mary allt sem hann getur til að fá að slást í för með honum og fær það að lokum eftir að hafa bjargað lífi hans. Toby þekkir vafasama fortíð helstu góðborgara bæjarins og nær að kúga þá einn af öðrum til hlýðni með aðstoð bófagengis síns og Scotts Marys, sem notar tækifærið til að ná sér niður á misgjörðarmönnum sínum. Smám saman fær hann þó nóg af grimmdarverkum Tobys og snýst gegn honum þegar hann myrðir …

Nirgendwo in Afrika

Leikstjórn: Caroline Link Handrit: Caroline Link, byggt á sögu eftir Stefanie Zweig Leikarar: Juliane Köhler, Matthias Habich, Regine Zimmermann, Andrew Sachs, Diane Keen, Merab Ninidze, Sidede Onyulo, Lea Kurka, Karoline Eckertz, Gerd Heinz, Hildegard Schmahl, Maritta Horwarth, Gabrielle Odinis, Bettina Redlich og Julia Leidl Upprunaland: Þýzkaland Ár: 2001 Lengd: 135mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Árið 1938 er farið að þrengja mjög að gyðingum í Þýskalandi. Þýskur lögfræðingur að nafni Walter Redlich ákveður að flýja land ásamt gyðingafjölskyldu sinni og setjast þau að á einangruðum búgarði í fjarlægu og framandi landi, Kenýu. Nánustu ættingjar þeirra aðrir verða hins vegar eftir í Þýskalandi og hlutskipti þeirra verður dvöl í gettói og síðar útrýmingarbúðum. Hæpið væri þó að tala um þessa mynd sem helfararmynd því að hún fjallar fyrst og fremst um gyðinga sem sluppu úr landi og björguðu þannig lífi sínu. Myndin fjallar um þau margvíslegu vandamál sem mæta Redlich-hjónunum í hinum nýju heimkynnum og þau áhrif sem þessi vandamál hafa á fjölskyldulíf þeirra. Almennt um myndina: Myndin, sem fékk Óskarsverðlaun sem besta útlenda …

Home Room

Leikstjórn: Paul F. Ryan Handrit: Paul F. Ryan Leikarar: Busy Philipps, Erika Christensen, Victor Garber, Raphael Sbarge, Ken Jenkins, Holland Taylor, Arthur Taxier, James Pickens Jr., Constance Zimmer, Richard Gilliland og Roxanne Hart Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 133mín. Hlutföll: Líklega 1.77:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Eftir fjöldamorð velgefins námsmanns í ríkisskóla í Bandaríkjunum liggja níu í valnum, þar með talinn árásamaðurinn sjálfur. Rannsóknarlögreglumaðurinn Martin Van Zandt (Victor Garber) fær það hlutverk að finna sökudólg, jafnvel búa hann til ef hann þarf þess með. Einu lifandi vitnin að atburðinum er Deanna Cartwright (Erika Christensen), sem særðist lífshættulega og man lítið sem ekkert eftir því sem gerðist og Alicia Browning (Busy Philipps), sem neitar að tjá sig um málið. Almennt um myndina: Helsti galli þessarar myndar er leikstjórnin og handritið en Paul F. Ryan ber ábyrgð á hvoru tveggja. Þetta er fyrsta mynd hans í fullri lengd, en hann hefur áður gert eina stuttmynd. Myndin ber þess einmitt merki að vera byrjandaverk. Augljóst er að markmið leikstjórans hefur verið að skapa drungalegt andrúmsloft og styðst …

The Revenge of Trinity

Leikstjórn: Mario Camus Handrit: Mario Camus, Mario Cecchi Gori, José Vicente Puente, Miguel Rubio, Alberto Silvestri og Franco Verucci, byggt á sögu eftir Manolo Marinero Leikarar: Terence Hill, Maria Grazia Buccella, Fernando Rey, Mario Pardo, Máximo Valverde, Ángel Lombarte, Carlo Alberto Cortina, Manuel Alexandre, Manuel de Blas, William Layton, José Manuel Martín, Carlos Otero og Andrés Resino Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1971 Lengd: 94mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Tveir leigumorðingjar eru fengnir til að myrða byltingarsinnaðan stjórnmálaleiðtoga í Mexíkó sem ferðast um meðal alþýðunnar ríðandi á asna og reynir að fá hana til að rísa upp gegn því misrétti sem landeigendurnir beita hana. Þar sem stjórnmálaleiðtoginn fer huldu höfði og gerir aldrei boð á undan sér, reynir annar leigumorðinginn að komast inn í innsta hring helstu fylgismanna hans til að ná þar færi á honum. Almennt um myndina: Allmargir spaghettí-vestrar eru í raun pólitískar dæmisögur í marxískum anda, enda litu ýmsir vinstri sinnaðir ítalskir og spánskir kvikmyndagerðarmenn á vestrann sem kjörinn vettvang til að koma hugsjónum sínum á framfæri við almenning …

China Cry

Leikstjórn: James F. Collier Handrit: James F. Collier, byggt á sannri sögu eftir Nora Lam og Irene Burke Leikarar: Julia Nickson-Soul, France Nuyen, James Shigeta, Russell Wong, Philip Tan, Daphne Cheung, Lau Lee Foon, Lloyd Kino, Bruce Locke, Bennett Ohta og Elizabeth Sung Upprunaland: Bandaríkin og Bretland Ár: 1990 Lengd: 101mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin segir sögu ungrar kínverskrar konu Sung Neng Sji og þess mótlætis og þeirra þjáninga sem hún má þola af hendi hinna kommúnísku yfirvalda í Kína. Athyglisverð er notkun Sl 23 í myndinni því að þar tengist hann kraftaverki sem verður í lífi söguhetju myndarinnar. Almennt um myndina: Myndin, sem er að talsverðu leyti byggð á sannsögulegum atburðum, gerist einkum á árunum upp úr 1950 þótt einnig veiti hún innsýn í stríð Japana við Kínverja þar sem Japanir hertóku m.a. Shanghai, heimaborg Sung Neng Sji. „Stríðið rændi mig æskunni,“ hefur hún um þær minningar að segja, en hún var af auðugum foreldrum komin, bæði greind og gáfuð. Í byrjun myndarinnar sjáum við er hermenn ráðast inn á …