Month: október 2003

Ying xiong

Leikstjórn: Zhang Yimou Handrit: Feng Li, Bin Wang og Zhang Yimou Leikarar: Jet Li, Tony Leung Chiu Wai, Maggie Cheung, Ziyi Zhang, Daoming Chen og Donnie Yen Upprunaland: Kína Ár: 2002 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Sögusviðið er fyrir 2000 árum í dögun Qin konungsveldis, fyrsta keisara Kína, þess sama og reisti kínamúrinn, en konungsríki takast þar á um völdin. Þrír leigumorðingjar, Brotið sverð (Tony Leung Chiu Wai), Snjódrífa (Maggie Cheung) og Himinn (Donnie Yen), sitja um Qin, konung norður héraðsins (Daoming Chen), en honum er að takast að leggja hin konungsríkin að velli. Þegar Nafnlaus, nánast óþekktur lögreglumaður (Jet Li), sigrar loks leigumorðingjana þrjá er honum boðið til konungshallarinnar til að greina konunginum frá óvæntum afrekum sínum. Almennt um myndina: Þegar kvikmyndunum Crouching Tiger, Hidden Dragon (Ang Lee: 2000) og Rashômon (Akira Kurosawa: 1950) er blandað saman er útkoman Ying xiong (þ.e. Hetja á íslensku), nýjasta afrek meistara Yimou Zhang. Eins og kvikmyndin Crouching Tiger, Hidden Dragon fjallar myndin um lífsgildi, ást og heiður bardagamanna sem gæddir eru óvenjulegum hæfileikum. …

Thieves and Robbers

Leikstjórn: Bruno Corbucci Handrit: Mario Amendola og Bruno Corbucci Leikarar: Bud Spencer, Tomas Milian, Marc Lawrence, Billy Garrigues, Joan Call, Jackie Castellano, Dan Fitzgerald, Margherita Fumero, Richard Liberty, Rhonda S. Lundstead, C.B. Seay, Don Sebastian, Darcy Shean og Cristina Trotter Upprunaland: Ítalía Ár: 1982 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.33:1 Ágrip af söguþræði: Lögregluforingi í Miami í Bandaríkjunum leitar uppi skartgripaþjóf sem táldregið hafði eiginkonu valdamikils þingmanns með tengsl við mafíuna. Almennt um myndina: Frekar illa leikin og óhemju vitlaus ítölsk gamanmynd með Bud Spencer í aðalhlutverki sem aldrei þessu vant sparar hnefahöggin fyrstu 50 mín. Tomas Milian er nær óþekkjanlegur í hlutverki frekar aulalegs skartgripaþjófs sem engin kona fær staðist, en hann er kannski þekktastur fyrir hlutverk sín í spaghettí-vestrunum The Big Gundown (Sergio Sollima: 1966), Django Kill! If You Live, Shoot! (Giulio Questi: 1967) og The Four of the Apocalypse (Lucio Fulci: 1975). Mafíuforinginn er hins vegar leikinn af Marc Lawrence sem er þekktastur úr film noir myndum á borð við Key Largo (John Huston: 1948) og The Asphalt Jungle (John Huston: 1950). Greining á …

Rembrandt

Leikstjórn: Jannik Johansen Handrit: Anders Thomas Jensen, Jannik Johansen Leikarar: Lars Brygman, Sonja Richter, Nikolaj Coster Waldau, Jakob Cedergren, Nocolas Bro, Paprika Steen og Sören Pilmark Upprunaland: Danmörk Ár: 2003 Lengd: 109mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Fjórir smákrimmar eru fengnir til að stela málverki. Ránsferðin er vel heppnuð og gengur nánast áfallalaust fyrir sig, en í misgripum stela þeir vitlausu málverki: Eina Rembrandt málverkinu sem er til í Danmörku. Enda þótt auðvelt hafi verið að stela málverkinu þá reynist þeim erfiðara að selja það. Almennt um myndina: Rembrandt er fimmta kvikmynd danska leikstjórans Janniks Johansen og byggir hún á sannsögulegum atburðum, en feðgar stálu Rembrandt málverki í Danmörku árið 1999. Myndin er ágætlega leikin, en Lars Brygman, sem leikur föðurinn Mick, ber þar af enda hann hefur fengið verðskuldað lof fyrir leik sinn.Rembrandt siglir á sömu mið og myndir á borð við I Kina spiser de hunde (1999) og Gamle mænd i nye biler (2002) eftir Lasse Spang Olsen sem og Lock, Stock and Two Smoking Barrels (1998) og Snatch (2000) eftir …

Tystnaden

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Ingrid Thulin, Gunnel Lindblom, Birger Malmsten, Håkan Jahnberg, Jörgen Lindström, Lissi Alandh, Karl-Arne Bergman, Leif Forstenberg og Eduardo Gutiérrez Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1963 Lengd: 94mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tvær systur neyðast til að gera hlé á ferð sinni um fjarlægt land vegna veikinda annarrar þeirra. Þær dvelja á hóteli ásamt ungum syni heilbrigðu systurinnar en fyrir utan er herinn grár fyrir járnum. Almennt um myndina: Þetta er þriðja og síðasta myndin í svonefndum trúarþríleik Ingmars Bergman, en hinar myndirnar eru Eins og í skuggsjá (Såsom i en spegel) og Kvöldmáltíðargestirnir (Nattvardsgästerna). Um það má hins vegar deila hvort hægt sé að tala um sérstakan trúarþríleik í þessu sambandi því nokkrar af myndum Bergmans bæði fyrir gerð þessarra mynda og eftir þær eru ekki síður trúarlegar og taka að mörgu leyti á sömu viðfangsefnum. Eins og í öðrum kvikmyndum Bergmans er kvikmyndatakan stórfengleg og hlutur leikarna að flestu leyti frábær. Persónusköpunin er djúp og samband helstu sögupersónanna hefur margþætta skírskotun og býður upp á ólíka …

I Came, I Saw, I Shot

Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Augusto Finocchi, Vittorio Metz, Enrique Llovet og José María Rodríguez Leikarar: Antonio Sabato, John Saxon, Frank Wolff, Agata Flori, Leo Anchóriz, Antonio Vico, Rossella Bergamonti, Hércules Cortés, Tito García, Edy Biagetti, Josefina Serratosa, Claudio Castellani og Giovanni Ivan Scratuglia Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1968 Hlutföll: 1.77:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Nokkrir bófar deila um $400.000 ránsfeng í villta vestrinu. Almennt um myndina: Miðlungs spaghettí-vestri sem tekur sig alls ekki alvarlega en verulega slæm gamanmyndatónlistin skemmir mikið fyrir. Antonio Sabato og John Saxon er báðir fínir í hlutverkum sínum og Frank Wolff er afar hressilegur sem sviksamur leikari með William Shakespeare á heilanum. Hér á landi var kvikmyndin gefin út á myndband með káputitlinum Full Proof af Arnar videói enda þótt hún sé kölluð stórum stöfum I Came, I Saw, I Shot strax í myndarbyrjun. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Bófinn Edwin Kean er leikari sem bregður sér í ótal gervi til að villa um fyrir fólki, en framan af myndinni klæðist hann sem prestur og heldur …

The Hunting Party

Leikstjórn: Don Medford Handrit: William W. Norton, Gilbert Alexander og Lou Morheim Leikarar: Oliver Reed, Gene Hackman, Candice Bergen, Simon Oakland, Ronald Howard, L.Q. Jones, Mitch Ryan, William Watson, G.D. Spradlin, Rayford Barnes, Bernard Kay, Richard Adams, Dean Selmier, Sarah Atkinson, Francesca Tu og Emilio Rodriques Guiar Upprunaland: Bretland og Spánn Ár: 1971 Lengd: 106mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega möttuð 1.66:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ólæs bófaforingi er búinn að fá nóg af útlegðinni í óbyggðum Texas og rænir kennslukonu til að geta lært að lesa og skrifa og orðið að betri manni. Eiginmaður kennslukonunnar er auðugur stórbóndi á leið í veiðferð með nokkrum af helstu ráðamönnum samfélagsins, en þegar hann fréttir af ráninu heldur hann strax á eftir mannræningjunum ásamt félögum sínum og fellir þá einn af öðrum. Almennt um myndina: Spaghettí-vestrarnir þykja flestir mun blóðugri en fyrirmyndirnar frá Bandaríkjunum og urðu sumir jafnvel alræmdir fyrir hrottaskap, en þar eru jafnan tilgreindar myndirnar Django (Sergio Corbucci: 1966), Django Kill! If You Live, Shoot! (Giulio Questi: 1967), Cut Throats Nine (Joaquin Luis Romero Marchent: …

Babettes gæstebud

Leikstjórn: Gabriel Axel Handrit: Gabriel Axel og Isak Dinesen, byggt á sögu eftir Karen Blixen Leikarar: Stéphane Audran, Birgitte Federspiel, Bodil Kjer, Jarl Kulle, Jean-Philippe Lafont, Bibi Andersson, Ghita Nørby, Asta Esper Hagen Andersen, Thomas Antoni, Gert Bastian, Viggo Bentzon, Vibeke Hastrup, Therese Hojgaard Christensen og Pouel Kern Upprunaland: Danmörk Ár: 1987 Lengd: 104mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um konu sem flúði frá París í kjölfar uppreisnar þar árið 1870 til afskekkts þorps á Jótlandi. Þar bjó fámennur lútherskur söfnuður sem afneitaði öllum veraldlegum munaði og hafði um margt tekið á sig svipmót sértrúarsafnaðar. Tvær piparmeyjar, Filippa og Martina, dætur hins látna sóknarprests, sem nánast hefur verið tekinn í dýrlingatölu af sóknarbörnum sínum, hafa fetað í fótspor föður síns og halda söfnuðinum saman og lifa fyrir þjónustuna við hann, eyða hverri stund og næstum öllum sínum litlu vaxtatekjum í þágu góðra málefna. Hittist söfnuðurinn, sem samanstendur af aldurhnignu fólki, vikulega á heimili þeirra systra sem leitast við að viðhalda þeim trúarlegu hefðum sem faðir þeirra hafði byrjað á og heiðra …