Month: nóvember 2003

Any Gun Can Play

Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Tito Carpi, Enzo G. Castellari, Giovanni Simonelli og John Hart, byggt á sögu eftir Romolo Guerrieri og Sauro Scavolini Leikarar: George Hilton, Edd Byrnes, Gilbert Roland, Stefania Careddu, José Torres, Gérard Herter, Ivano Staccioli, Ignazio Spalla, Adriana Giuffrè, Valentino Macchi, Riccardo Pizzuti, Rodolfo Valadier og Marco Mariani Upprunaland: Ítalía Ár: 1967 Lengd: 97mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Svikull mannaveiðari, bófaforingi og erindreki tryggingarfélags svífast einskis til að hafa uppi á földnum fjársjóði í villta vestrinu. Almennt um myndina: Þetta var einn af fyrstu spaghettí-vestrunum sem tók sig mátulega alvarlega og má segja að hann hafi að því leyti verið fyrirrennari Trinity myndanna svo nefndu, þ.e. spaghettí-vestrans They Call Me Trinity (Enzo Barboni: 1970) og allra þeirra fjölmörgu sem komu í kjölfar hans. Helstu fyrirmyndirnar eru þó augljóslega spaghettí-vestrar Sergios Leone, einkum þó The Good, the Bad and the Ugly (1966) sem eins og þessi segir frá svo til samviskulausum þremenningum í leit að földum fjársjóði. Upphafsatriði myndarinnar er meira að segja sótt til Leones, sem hafði hugsað …

Kill and Pray

Leikstjórn: Carlo Lizzani Handrit: Lucio Battistrada, Andrew Baxter, Adriano Bolzoni, Armando Crispino, Denis Greene og Edward Williams, byggt á sögu eftir Franco Bucceri, Arnold Elias, Renato Izzo og Frank Mills Leikarar: Lou Castel, Mark Damon, Pier Paolo Pasolini, Barbara Frey, Rossana Krisman, Mirella Maravidi, Franco Citti, Luisa Baratto, Ninetto Davoli, Nino Musco, Carlo Palmucci, Giovanni Ivan Scratuglia og Frank Braña Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1967 Lengd: 102mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ungur drengur kemst einn lífs af þegar íbúar mexíkansks smábæjar eru strádrepnir og hann lagður í rúst. Farandpredikarahjón bjarga honum þó brátt af vergangi og ættleiða hann, en fyrir vikið vex hann upp með Biblíuna í annarri hendi. Þegar gjafvaxta dóttir hjónanna strýkur svo óvænt að heiman, heldur hann af stað út í villta vestrið í leit að henni og verður áður en varir víðkunnur fyrir skotfimi sína og fyrirbænir fyrir látnum andstæðingum sínum, enda er hann jafnan kallaður Requiescant (latneskt orð sem þýðir: Lát þá hvíla í friði). Í ljós kemur að dóttirin hefur verið neydd út í vændi …

Crimes and Misdemeanors

Leikstjórn: Woody Allen Handrit: Woody Allen Leikarar: Woody Allen, Martin Landau, Alan Alda, Claire Bloom, Mia Farrow, Jerry Orbach, Stephanie Roth, Anjelica Huston, Sam Waterston, Gregg Edelman, George J. Manos, Martin S. Bergmann og Joel Y. Zion Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1989 Lengd: 107mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í myndinni eru sagðar tvær sögur. Önnur greinir frá Judah Rosenthal, farsælum augnlækni sem fagnar sextugsafmæli umlukinn vinum og fjölskyldu. Hann er vinsæll og ber ekki á öðru en að hann lifi sæmilega hnökralausu lífi. Judah á hins vegar leyndarmál. Um tveggja ára skeið hefur hann átt hjákonu, Dolores, sem nú hótar að segja eiginkonu hans frá ævintýri þeirra og um leið að svipta hann því sem honum er dýrmætast, fjölskyldu og virðingu vinanna. Eftir ítrekaðar hótanir hennar leitar hann ráða hjá Jack bróður sínum sem er glæpamaður og vanur að leysa vandamál af ýmsum toga. Bróðirinn leggur til að hann láti myrða hjákonuna og fellst Judah að endingu á þá „lausn“ á vanda sínum. Á sama tíma er sögð sagan af kvikmyndagerðarmanninum Clifford Stern …

The Hellhounds of Alaska

Leikstjórn: Harald Reinl Handrit: Kurt Nachmann Leikarar: Doug McClure, Roberto Blanco, Kurt Bülau, Harald Leipnitz, Klaus Löwitsch, Kristina Nel, Angelica Ott og Heinz Reincke Upprunaland: Þýzkaland (vestur) og Júgóslavía Ár: 1973 Lengd: 91mín. Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.66:1) Ágrip af söguþræði: Tólf ára gamall piltur er fársjúkur og þarf nauðsynlega að komast undir læknishendur, en faðir hans vill ekki fara með hann til mannabyggða þar sem hann er nýbúinn að finna gull í indíánagrafreit í óbyggðum Alaska. Góðhjartaður loðdýraveiðimaður kemur þeim þó brátt til hjálpar og fer með piltinn áleiðis til byggða, en þegar nokkrir lögreglumenn, sem eru að flytja gullfarm frá næsta námubæ, verða á vegi hans, kemur hann honum fyrir hjá þeim. Áður en lögreglumennirnir komast hins vegar á leiðarenda eru þeir allir felldir af bófaflokki, sem síðan stingur af með gullvagninn. Þegar bófarnir svo finna fársjúkan piltinn í vagninum, ákveður einn þeirra að halda hlífiskildi yfir honum en hinir vilja hann flestir feigan. Loðdýraveiðimaðurinn góðhjartaði er brátt grunaður um ránið og einsetur hann sér að finna piltinn aftur og koma bófunum í …

Jakob the Liar

Leikstjórn: Peter Kassovitz Handrit: Peter Kassovitz og Didier Decoin, byggt á sögu eftir Jurek Becker Leikarar: Robin Williams, Hannah Taylor-Gordon, Bob Balaban, Alan Arkin, Armin Mueller-Stahl, Éva Igó, István Bálint, Justus von Dohnanyi, Kathleen Gati, Michael Jeter, Mark Margolis, János Gosztonyi, Liev Schreiber, Mathieu Kassovitz, Antal Leisen og Ádám Rajhona Upprunaland: Bandaríkin, Frakkland og Ungverjaland Ár: 1999 Lengd: 116mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Gyðingur að nafni Jakob í gettói í Póllandi árið 1944 heyrir fyrir tilviljun frétt í útvarpi þar sem hann er í yfirheyslu hjá nasistaforingja þess efnis að sovéski herinn sé nú aðeins 400 km í burtu. Hann trúir vini sínum fyrir þessari frétt sem verður til þess að sá orðrómur kemst á kreik að hann ráði yfir útvarpstæki, en dauðarefsing liggur við því fyrir Gyðinga að hafa slíkt tæki í fórum sínum. Þessi frétt breytir andrúmsloftinu í gettóinu á þann veg að í stað vonleysis og tíðra sjálfsmorða eignast fólkið von og leggur á ráðin um að stofna andspyrnuhreyfingu. Almennt um myndina: Myndin gerist í gettói Gyðinga einhvers staðar …

Ansiktet

Leikstjórn: Ingmar Bergman Handrit: Ingmar Bergman Leikarar: Max von Sydow, Ingrid Thulin, Gunnar Björnstrand, Naima Wifstrand, Bengt Ekerot, Bibi Andersson, Gertrud Fridh, Lars Ekborg, Toivo Pawlo, Erland Josephson, Åke Fridell, Sif Ruud, Oscar Ljung og Ulla Sjöblom Upprunaland: Svíþjóð Ár: 1958 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þegar töframaðurinn Albert Emanuel Vogler mætir með leikhóp sinn í sænskan smábæ hafa þegar borist fregnir af ýmsum yfirnáttúrulegum lækningum og fyrirbrigðum sem átt hafa sér stað í tengslum við sýningar erlendis. Bæjaryfirvöldunum hugnast ekki þessar fregnir og ákveða að taka Vogler til gaumgæfilegrar athugunar áður en hann fær að setja þar upp sýningu fyrir almenning. Töframaðurinn er látinn setja upp einkasýningu fyrir bæjaryfirvöldin þar sem héraðslæknirinn, málsvari vísindahyggjunnar, reynir að fletta ofan af honum en vandséð er hvor þeirra fari með sigur af hólmi. Almennt um myndina: Óhætt er að segja að kvikmyndin Andlitið sé eitt af áhugaverðari verkum sænska kvikmyndagerðarmannsins Ingmars Bergman, þar sem hún varpar nokkru ljósi á lífssýn hans og trúarlega glímu, ekki síst viðhorf hans til stöðu trúarstofnunarinnar í samfélaginu …

Kill Bill: Vol. 1

Leikstjórn: Quentin Tarantino Handrit: Quentin Tarantino, byggt á sögu eftir hann sjálfan [undir nafninu Q] og Uma Thurman [undir nafninu U] Leikarar: Uma Thurman, Lucy Liu, Vivica A. Fox, Julie Dreyfus, David Carradine, Daryl Hannah, Sonny Chiba, Michael Madsen, Michael Parks, Chiaki Kuriyama, Chia Hui Liu [undir nafninu Gordon Liu], Jun Kunimura, Kazuki Kitamura, Akaji Maro, Larry Bishop, Michael Bowen og Michael Kuroiwa Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 111mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Brúðurin ein kemst lífs af þegar fimm leigumorðingjar mæta í brúðkaup hennar og skjóta alla sem þar eru að finna. Þegar hún vaknar til meðvitundar eftir rúm fjögur ár á sjúkrastofnun og áttar sig á því hvað gerst hefur og sér að hún hefur misst barnið sem hún hafði gengið með, sver hún þess dýran eið að leita leigumorðingjana uppi og drepa þá einn af öðrum, en þar er foringi þeirra síðastur á blaði, barnsfaðir hennar Bill. Almennt um myndina: Quentin Tarantino er snillingur! Hann er svo sannarlega kvikmyndagerðarmaður sem ekki aðeins augljóslega elskar listgrein sína heldur kann að …

The Bounty Killer

Leikstjórn: Eugenio Martín Handrit: José Gutiérrez Maesso, Eugenio Martín og Don Prindle, byggt á sögu eftir Marvin H. Albert Leikarar: Tomas Milian, Richard Wyler, Ella Karin [undir nafninu Ilya Karin], Mario Brega, Hugo Blanco, Frank Braña, Manuel Zarzo, Luis Barboo, Charo Bermejo, Ricardo Canales, Antonio Cintado, Glenn Foster, Tito García, Enrique Navarro, Rafael Vaquero og Ricardo Palacios Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1966 Lengd: 90mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Þorpsbúar skjóta skjólshúsi yfir mexíkanskan bófaforingja eftir að vinkona hans þar bjargar honum úr höndum lögreglumanna sem flytja áttu hann í rammgerðasta fangelsi Bandaríkjanna. Þegar mannaveiðari mætir á staðinn í leit að bófaforingjanum, fær hann óblíðar móttökur frá þorpsbúunum sem handsama hann og fjötra undir berum himni. Smám saman fá þó þorpsbúarnir og vinkonan nóg af yfirgangi og ofbeldi bófaforingjans og manna hans og leysa því mannaveiðarann úr böndum sem síðan leggur til atlögu við illþýðið með riffil og skammbyssu á lofti. Almennt um myndina: Þessi spaghettí-vestri verður að teljast verulega betri en sumir þeirra sem síðar áttu eftir að koma frá leikstjóranum …