Year: 2003

Windtalkers

Leikstjórn: John Woo Handrit: John Rice og Joe Batteer Leikarar: Nicolas Cage, Christian Slater, Adam Beach, Peter Stormare, Noah Emmerich, Martin Henderson, Mark Ruffalo, Brian Van Holt, Roger Willie og Frances O’Connor Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 129mín. Hlutföll: 2.40:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þessi mynd fjallar um hvernig Bandaríkjamenn notuðu tungumál Navajo indiána til þess að búa til dulmál til þess að koma mikilvægum skeytasendingum sín á milli. Til þess þurftu þeir því að fá Navajo indiána í herinn. Fram til þessa höfðu Japanir alltaf getað brotið dulmál Bandaríkjamanna en nú bundu þeir miklar vonir um að slík gegnumbrot væru á enda. Joe Enders (Nicholas Cage) er hermaður sem missir alla félagana úr sveit sinni og særist sjálfur í átökum þar sem hann er hæstráðandi. Félagar hans grátbáðu hann um að mega hörfa, en hann stóð fast á því að hlíðnast skipunum yfirboðara sinna. Honum er tjaslað saman á Hawaii og von bráðar er hann kominn á ný út á vígvöllinn. Nú er hlutverk hans að hafa gætur á Navajo indíánanum Ben Yahzee …

Sódóma Reykjavík

Leikstjórn: Óskar Jónasson Handrit: Óskar Jónasson Leikarar: Björn Jörundur Friðbjörnsson, Eggert Þorleifsson, Helgi Björnsson, Margrét Gústavsdóttir, Sigurjón Kjartansson, Sóley Elíasdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson og Þröstur Guðbjartsson Upprunaland: Ísland Ár: 1993 Lengd: 90mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin segir frá sakleysingjanum Axel sem þarf að leita sjónvarpsfjarstýringar móður sinnar um alla Reykjavíkurborg. Kemst hann í kynni við miður heppilegan félagsskap systur sinnar. Leitin berst inn á skemmtistaðinn Sódómu sem er í eigu glæpagengis. Vegna misskilnings vilja eigendur Sódómu Axel feigan og skapast því mikil spenna þar á milli. Almennt um myndina: Það eru ekki margar íslenskar kvikmyndir sem hafa orðið langlífar, en þó má finna lítinn hóp og má með sanni segja að Sódóma eigi vel heima í þeim hópi. Á tíu ára afmæli kvikmyndarinnar var myndin gefin út DVD á diski auk aukaefnis. Það er skemmst frá því að segja að mynddiskurinn seldist gríðarlega vel og var meðal annars í efsta sæti á íslenskum vinsældarlistum fyrstu vikurnar í sölu. Árið 1993 var Sódóma Reykjavík tilnefnd til sex verðlauna í keppni um norrænu …

Voyage of the Damned

Leikstjórn: Stuart Rosenberg Handrit: Steve Shagan og David Butler, byggt á bók eftir Gordon Thomas og Max Morgan Witts Leikarar: Max von Sydow, Faye Dunaway, Orson Welles, Katharine Moss, James Mason, Malcolm McDowell, Oscar Werner, Helmut Griem, Lee Grant, Sam Wanamaker, Lynne Frederick, Wendy Hiller, Julie Harris, Maria Schell, Jonathan Pryce, Anthony Higgins, Michael Constantine, José Ferrer, Ben Gazzara, Fernando Rey, Günter Meisner, Denholm Elliott, Philip Stone, Laura Gemser, David de Keyser, Genevieve West, Don Henderson og Luther Adler Upprunaland: Bretland og Spánn Ár: 1976 Lengd: 152mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin Voyage of the Damned er sannsöguleg, greinir frá siglingu þýska farþegaskipsins St. Louis frá Hamborg til Havana í maí 1939. Innanborðs voru 937 Gyðingar sem ólu þá von í brjósti að þeir myndu öðlast frelsi í nýju heimalandi, þ.e. Kúbu. En skipið fékk ekki einu sinni að leggjast að bryggju í Havana. Það sem Gyðingarnir vissu hins vegar ekki að um var að ræða áætlun sem JosefGöbbels, áróðursmálaráðherra nasista, hafði skipulagt. Hann sá það fyrir að Gyðingunum yrði ekki veitt …

The Troublemakers

Leikstjórn: Mario Girotti [undir nafninu Terence Hill] Handrit: Jess Hill Leikarar: Terence Hill, Bud Spencer, Anne Kasprik, Eva Haßmann, Ron Carey, Fritz Sperberg, Radha Delamarter, Jonathan Tucker, Ruth Buzzi, Lou Baker, Michael Huddleston, John David Garfield, Jess Hill og Jack Caffrey Upprunaland: Ítalía, Þýzkaland og Bandaríkin Ár: 1994 Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Móse og Travis eru sneggstu skyttur villta vestursins og mannaveiðarar sem svífast einskis. Móse þolir hins vegar ekki bróður sinn og hefur ekki talað við hann síðan hann stal frá honum hesti á unga aldri. Travis leitar þó bróður sinn uppi um síðir og ákveða þeir að heimsækja móður þeirra um jólin. Á leiðinni lemja þeir ótal bófa sundur og saman og skreyta loks risastórt jólatré móður sinnar með þeim. Almennt um myndina: Úff! Bjánaskapurinn tröllríður svo sannarlega þessum glórulausa og ótrúlega væmna spaghettí-vestra þar sem menn eru lamdir hvað eftir annað í hausinn með steikarpönnum og straujárnum. Leikstjórinn er enginn annar en sjálfur Terence Hill, sem heitir réttu nafni Mario Girotti, en til liðs við sig hefur hann …

Dune

Leikstjórn: David Lynch Handrit: David Lynch, byggt fyrstu bók í sagnabálknum um DUNE eftir Frank Herbert Leikarar: Kyle MacLachlan, Francesca Annis, Sean Young, Leonardo Cimino, Kenneth McMillan, Brad Dourif, José Ferrer, Linda Hunt, Freddie Jones, Richard Jordan, Virginia Madsen, Silvana Mangano, Everett McGill, Jack Nance, Siân Phillips, Jürgen Prochnow, Paul L. Smith, Patrick Stewart, Sting Dean, Stockwell Max von Sydow, Alicia Witt, Danny Corkill, Honorato Magaloni, Judd Omen og Molly Wryn Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1984 Lengd: 137mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Í fjarlægri framtíð gegnir eyðimerkurplánetan DUNE lykilhlutverki í samgöngum milli pláneta. Sá sem stjórnar DUNE, stjórnar geimferðum og þ.a.l alheiminum. Það má segja að DUNE sé eina bensínstöðin í alheiminum. „Bensínið“ er krydd sem vex aðeins á DUNE og við hrikalegar aðstæður. Risastórir sandormar ráða nefnilega ríkjum á DUNE og það virðist vera sem svo að eitthvað samhengi sé milli ormanna og kryddsins. Til þess að viðhalda jafnvægi og koma í veg fyrir stríð, hafa þrjár mikilvægustu ættirnar (s.k „hús“) í alheiminum gert með sér bandalag. Bandlagið kveður á um að …

The End of the Affair

Leikstjórn: Neil Jordan Handrit: Neil Jordan, byggt á samnefndri bók eftir Graham Greene Leikarar: Ralph Finnes, Julianne Moore, Stephen Rea, Heather-Jay Jones, James Bolam, Ian Hart, Sam Bould, Cyril Shaps, Penny Morrell, Simon Fisher-Turner, Jason Isaacs og Deborah Findlay Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sagan hefst í London eftir síðari heimstyrjöldina þar sem rithöfundurinn Maurice Bendrix rifjar upp ástarsamband sitt við gifta konu, Söru Miles, og hvernig það breytti öllu lífi hans. Hún var ástríðufull en föst í ástríðulausu hjónabandi sem byggðist á vana og vináttu. Árið 1939 er Maurice Bendrix að kynna sér líf Henrys, eiginmanns hennar, fyrir bók sem hann er að vinna að og verður það til þess að þau hittast í boði þeirra hjóna. Á milli þeirra blossar ást og þau stofna til sambands sín á milli. Í skjóli stríðsins njóta þau samvista hvort við annað eins og ekkert annað skipti þau máli, en eftir fimm ástríðufull ár gerist nokkuð óvænt. Á einum ástarfundi þeirra á heimili Bendrix springur þýzkt flugskeyti …

Mannaja

Leikstjórn: Sergio Martino Handrit: Sergio Martino og Sauro Scavolini Leikarar: Maurizio Merli, John Steiner, Donald O’Brien, Sonja Jeannine, Rik Battaglia, Philippe Leroy, Martine Brochard, Salvatore Puntillo, Nello Pazzafini [undir nafninu Ted Carter], Nino Casale, Enzo Fiermonte, Aldo Rendine, Enzo Maggio, Sophia Lombardo og Sergio Tardioli Upprunaland: Ítalía Ár: 1977 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Enginn er fimari með axir en mannaveiðarinn Mannaja sem notar þær hiklaust í viðureign sinni við eftirlýsta útlaga í villta vestrinu og aflimar þá þegar á þarf að halda. Ekki taka þó allir honum fagnandi þegar hann kemur ríðandi með handalausa fanga sína og er hann hrakinn burt úr námubænum Suttonville, sem stjórnað er með harðri hendi af lömuðum stórbónda og vafasömum liðsmönnum hans. Þrátt fyrir það bíður Mannaja fram aðstoð sína þegar hann kemst að því að dóttir stórbóndans hefur verið rænt, en þar eru í raun að verki liðsmennirnir sem vilja sölsa undir sig öll yfirráð í bænum. Þeir handsama Mannaja, pynta hann og blinda en samt nær hann sér á strik á nýjan leik …

In the Presence of Mine Enemies

Leikstjórn: Joan Micklin Silver Handrit: Rod Serling Leikarar: Armin Mueller-Stahl, Elina Löwensohn, Don McKellar, Charles Dance, Chad Lowe, Tony Nardi og Ely Bonder Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Rabbí í Varsjárgettóinu árið 1942 reynir að halda í trú sína á Guð og náungann andspænis sífellt auknum þjáningum íbúa gettósins og vaxandi harðræði og grimmd af hálfu nasista. Sonur hans, sem tekist hefur að flýja úr þrælkunar- og útrýmingarbúðum nasista, gerist hins vegar sífellt herskárri og gagnrýnir föður sinn mjög fyrir trú hans og ásakar hann fyrir að sjá ekki raunveruleikann. Þýskur hermaður sem kynnst hefur fjölskyldu rabbínans og er þjakaður af sektarkennd yfir framferði nasista ákveður að hjálpa dóttur rabbínans að flýja úr gettóinu eftir að henni hefur verið nauðgað af þýskum herforingja. Almennt um myndina: Eins og í kvikmyndunum The Pianist og Uprising er sögusvið þessarar myndar Varsjár-gettóið þar sem um 450 þúsund gyðingar höfðust við þegar þeir voru sem flestir, á mjög afmörkuðu svæði. Hér er athyglinni beint að fjölskyldu rabbína að nafni Adam Heller. …

Any Gun Can Play

Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Tito Carpi, Enzo G. Castellari, Giovanni Simonelli og John Hart, byggt á sögu eftir Romolo Guerrieri og Sauro Scavolini Leikarar: George Hilton, Edd Byrnes, Gilbert Roland, Stefania Careddu, José Torres, Gérard Herter, Ivano Staccioli, Ignazio Spalla, Adriana Giuffrè, Valentino Macchi, Riccardo Pizzuti, Rodolfo Valadier og Marco Mariani Upprunaland: Ítalía Ár: 1967 Lengd: 97mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Svikull mannaveiðari, bófaforingi og erindreki tryggingarfélags svífast einskis til að hafa uppi á földnum fjársjóði í villta vestrinu. Almennt um myndina: Þetta var einn af fyrstu spaghettí-vestrunum sem tók sig mátulega alvarlega og má segja að hann hafi að því leyti verið fyrirrennari Trinity myndanna svo nefndu, þ.e. spaghettí-vestrans They Call Me Trinity (Enzo Barboni: 1970) og allra þeirra fjölmörgu sem komu í kjölfar hans. Helstu fyrirmyndirnar eru þó augljóslega spaghettí-vestrar Sergios Leone, einkum þó The Good, the Bad and the Ugly (1966) sem eins og þessi segir frá svo til samviskulausum þremenningum í leit að földum fjársjóði. Upphafsatriði myndarinnar er meira að segja sótt til Leones, sem hafði hugsað …

Kill and Pray

Leikstjórn: Carlo Lizzani Handrit: Lucio Battistrada, Andrew Baxter, Adriano Bolzoni, Armando Crispino, Denis Greene og Edward Williams, byggt á sögu eftir Franco Bucceri, Arnold Elias, Renato Izzo og Frank Mills Leikarar: Lou Castel, Mark Damon, Pier Paolo Pasolini, Barbara Frey, Rossana Krisman, Mirella Maravidi, Franco Citti, Luisa Baratto, Ninetto Davoli, Nino Musco, Carlo Palmucci, Giovanni Ivan Scratuglia og Frank Braña Upprunaland: Ítalía og Þýzkaland Ár: 1967 Lengd: 102mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ungur drengur kemst einn lífs af þegar íbúar mexíkansks smábæjar eru strádrepnir og hann lagður í rúst. Farandpredikarahjón bjarga honum þó brátt af vergangi og ættleiða hann, en fyrir vikið vex hann upp með Biblíuna í annarri hendi. Þegar gjafvaxta dóttir hjónanna strýkur svo óvænt að heiman, heldur hann af stað út í villta vestrið í leit að henni og verður áður en varir víðkunnur fyrir skotfimi sína og fyrirbænir fyrir látnum andstæðingum sínum, enda er hann jafnan kallaður Requiescant (latneskt orð sem þýðir: Lát þá hvíla í friði). Í ljós kemur að dóttirin hefur verið neydd út í vændi …