Month: janúar 2004

The Green Mile

Leikstjórn: Frank Darabont Handrit: Frank Darabont, byggt á sögu eftir Stephen King Leikarar: Tom Hanks, David Morse, Bonnie Hunt, Michael Clarke Duncan, James Cromwell, Michael Jeter, Graham Greene, Dough Hutchison, Sam Rockwell, Barry Pepper, Jeffrey DeMunn, Patricia Clarkson, Harry Dean Stanton, Dabbs Greer, Eve Brent, Brent Briscoe, Gary Sinise og William Sadler Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1999 Lengd: 188mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: The Green Mile greinir frá samskiptum fangavarða við dauðadæmda fanga í „Cold Mountain“ ríkisfangelsinu. Hæst bera samskipti yfirfangavarðarins Paul (Tom Hanks) við kraftaverkamanninn John Coffey (Michael Duncan), en hann er dæmdur fyrir meint morð á tveimur stúlkubörnum. Innan veggja fangelsisins takast á öfl illsku og kærleika sem hafa áhrif á það hvernig persónur myndarinnar takast á við líf sitt og umhverfi. Almennt um myndina: Rithöfundurinn Stephen King ritaði The Green Mile í formi sex sjálfstæðra þáttaraða og var bókin gefin út í einu lagi árið 1996. Kvikmyndaleikstjórinn Frank Darabont leikstýrði myndinni og var hún tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna. Hann leikstýrði einnig mynd Stephens King, The Shawshank Redemption fimm árum áður. …

Metropolis

Leikstjórn: Fritz Lang Handrit: Fritz Lang og Thea von Harbou (einnig skáldsaga) Leikarar: Alfred Abel, Gustav Fröhlich, Brigitte Helm, Rudolf Klein-Rogge, Fritz Rasp, Theodor Loos og Heinrich George Upprunaland: Þýskaland Ár: 1927 Lengd: 124mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Sagan gerist árið 2026. Freder, sonur skapara og stjórnenda Metropolis, verður ástfanginn af Maríu, kennslukonu úr neðanjarðarborg verkamannanna, og kemst að því hversu slæm kjör þeirra eru þar sem þeir þræla á tíu tíma vöktum og búa við verstu kjör. Hann uppgötvar að örlög hans eru að verða sáttarsemjari milli föður síns og verkamannanna, hjartað sem tengir saman heilann og útlimina. Ýmislegt stendur samt í vegi fyrir því að hann nái að koma á þessari sátt, sérlega standa í vegi hans C.A. Rotwang og vélmennisútgáfan af Maríu er stefna að eyðileggingu Metropolis. Almennt um myndina: Þýska expressjónismans er best að njóta með áhorfi á tímamótamyndir eins og Das Kabinett des Doktor Caligari (Robert Wiene: 1920). Þar er útlitið allt annarsheimslegt og borgaratriðin kvikmynduð á sviði með húsin hímandi á meistaralegan hátt yfir vegfarendum til …

One Flew Over the Cuckoo’s Nest

Leikstjórn: Milos Forman Handrit: Goldman og Lawrence Hauben, byggt á bók eftir Ken Kesey Leikarar: Jack Nicholson, Louise Fletcher, William Redfield, Michael Berryman, Peter Brocco, Dean R. Brooks, Alonzo Brown, Scatman Crothers, Mwako Cumbuka, Danny DeVito, Sydney Lassick og Christopher Lloyd Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1975 Lengd: 128mín. Hlutföll: 1,85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Í myndinni er fjallað um vist Randalf Patrick McMurphy á geðsjúkrahúsi eftir að hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar. Á sjúkrahúsinu ríkir járnagi sem McMurphy reynir að vinna gegn og færa þannig líf vistmanna til betri vegar. Almennt um myndina: One flew Over the Cuckoo´s Nest eða Gaukshreiðrið er byggð á samnefndri bók Kesey Keller sem kom út 1962. Bókin lagðist almennt vel í bókmenntagagnrýnendur og seldist vel. Myndin sem kom út árið 1975 sló rækilega í gegn og flokkast án vafa sem ein af perlum kvikmyndasögunnar. Það virðist skipta litlu til hvaða þátta myndarinnar er litið alls staðar hefur lukkast vel til. Verðlauna og viðurkenningalisti myndarinnar rökstyður þetta vel. Á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1975 varð myndin sú fyrsta síðan 1934 (It …