Month: apríl 2004

Dawn of the Dead

Leikstjórn: Zack Snyder Handrit: James Gunn, byggt á handriti George A. Romero Leikarar: Sarah Polley, Ving Rhames, Jake Weber, Mekhi Phifer, Ty Burrell, Michael Kelly, Kevin Zegers, Michael Barry, Lindy Booth, Jayne Eastwood, Boyd Banks, Inna Korobkina, R.D. Reid, Kim Poirier, Matt Frewer, Justin Louis, Hannah Lochner, Bruce Bohne Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 97mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Furðuleg plága herjar á Bandaríkin þegar dauðir rísa úr gröfum sínum með óseðjandi löngun í mannakjöt. Plágan breiðist út eins og eldur í sinu og verða þeir fáu sem enn eru lifandi að halda hópinn og vinna saman til að halda lífi. Hópurinn leitar hælis í verslunarmiðstöð en svo virðist sem hinir dauðu hafi ennþá ómeðvitaða þrá til að skella sér í kringluna og því verður virki þeirra stöðugt óöruggara. Ekki bætir það ástandið þegar þau veita lifandi fólki hæli í verslunarmiðstöðinni en sumir þeirra eru þegar sýktir af veirunni og breytast því brátt í uppvakninga. Almennt um myndina: Hrollvekjan Dawn of the Dead er endurgerð á samnefndri mynd George A. Romero, en …

Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow.

Viðtal við Jeffrey Nachmanoff, annan handritshöfund The Day After Tomorrow. Morguninn 6. apríl bauð Smárabíó fjölmiðlum á kynningu, á nýjustu mynd Roland Emmerich, Þess sama og leikstýrði myndum á borð við Universal Soldier (1992), Stargate (1994), Independence Day (1996), Godzilla (1998) og The Patriot (2000). Roland Emmerich er vinsæll Hollywood leikstjóri, en myndir hans ganga út á það að vera með eins stórt og mikið af öllu og hægt er. Mottóið virðist vera „The Bigger the better“. Auglýsingaplakat fyrir The Day After TomorrowNýjasta afurð Roland Emmerich heitir The Day After Tomorrow (2004) og verður frumsýn 26.-28. maí um heim allan. The Day After Tomorrow fjallar um heimsendi af völdum gróðurhúsaáhrifa, en afleiðingarnar eru t.d. þær að á aðeins örfáum dögum skellur á ný ísöld. Sýndur var um hálftími úr myndinni, þ.m.t. öll helstu tæknibrelluatriðin, þar sem Los Angeles og New York voru lagðar í rúst. Tæknibrellurnar voru reyndar mjög flottar og hljóðvinnslan stórkostleg. Myndin hefur dregist inn í kosningabaráttuna í Bandaríkjunum, en Bush hefur einmitt verið gagnrýndur fyrir að neita að skrifa undir alþjóðlegar samþykktir …

Street Law

Leikstjórn: Enzo G. Castellari Handrit: Massimo De Rita og Dino Maiuri Leikarar: Franco Nero, Barbara Bach, Giancarlo Prete, Renzo Palmer, Nazzareno Zamperla, Massimo Vanni, Romano Puppo, Renata Zamengo og Franco Borelli Upprunaland: Ítalía Ár: 1974 Hlutföll: 1.33:1 (var sennilega 1.85:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Verkfræðingurinn Carlo Antonelli verður fyrir því óláni að bankinn hans er rændur um leið og hann ætlar að leggja þar inn háa fjárhæð á reikning sinn. Í ofan á lag taka ræningjarnir hann síðan sem gísl á æðisgengnum flótta undan lögreglunni og berja hann loks til óbóta þar sem þeir skilja við hann. Framan af treystir Carlo lögreglunni fyrir rannsókn málsins en fær þó smám saman nóg af aðgerðarleysi hennar og áhugaleysi og tekur málið í staðinn í eigin hendur og beitir þar engum vettlingatökum. Almennt um myndina: Þessi hrottafengna ítalska sakamálamynd er með þeim bestu sem Enzo G. Castellari hefur sent frá sér. Átakaatriðin eru mörg flott og kvikmyndatakan vel út færð, t.d. í atriðinu þar sem einn af bankaræningjunum reynir ítrekað að keyra Ford Mustang ‘67 á Franco …

Professional Killer

Leikstjórn: Franco Prosperi [undir nafninu Frank Shannon] Handrit: Franco Prosperi [undir nafninu Frank Shannon] Leikarar: Robert Webber, Franco Nero, Jeanne Valérie, José Luis de Villalonga, Gianni De Benedetto (undir nafninu John Hawkwood), Michel Bardinet, Cec Linder, Theodora Bergery, Earl Hammond og Giovanni Cianfriglia Upprunaland: Ítalía og Frakkland Ár: 1966 Lengd: 93mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Clint Harris er búinn að fá nóg af starfi sínu sem launmorðingi á vegum bandarísku mafíunnar og tilkynnir yfirboðara sínum að hann ætli að draga sig í hlé. Þar sem mafían er farin að gruna einn af valdamestu liðsmönnum sínum um samstarf við yfirvöld, er þrýst á Harris að ljúka starfi sínu með því að myrða manninn. Hann samþykkir það hins vegar aðeins gegn margfaldri launagreiðslu og er sendur ásamt væntanlegum arftaka sínum til Frakklands til að hafa uppi á uppljóstraranum. Áður en langt um líður rennur þó upp fyrir Harris að innan mafíunnar fær enginn að setjast í helgan stein og reynast honum allar bjargir bannaðar. Almennt um myndina: Mjög góð ítölsk sakamálamynd með stílhreinni kvikmyndatöku …

Catch-22

Leikstjórn: Mike Nichols Handrit: Buck Henry, byggt á skáldsögu eftir Joseph Heller Leikarar: Alan Arkin, Martin Balsam, Richard Benjamin, Arthur Garfunkel, Jack Gilford, Buck Henry, Anthony Perkins, Martin Sheen, Jon Voight, Orson Welles, Charles Grodin, Bob Newhart, Paula Prentiss, Bob Balaban, Norman Fell og Susanne Benton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1970 Lengd: 117mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Yossarian er flugstjóri sprengjuflugvélar bandaríska hersins við Miðjarðarhaf í síðari heimsstyrjöldinni og hefur þegar flogið 35 ferðir. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hann aðeins þurft að fljúga 25 ferðir en yfirmenn hans, ofurstarnir Cathcart og Korn, fjölga stöðugt flugferðunum sem hermennirnir þurfa að fara. Almennt um myndina: Skemmtilega súrríalísk mynd byggð á frægri bók sem sló svo rækilega í gegn að titill hennar varð að ensku orðatiltæki, þ.e. Catch-22. Í myndinni er her frægra leikara, eins og Alan Arkin, Martin Sheen, Jon Voight og Orson Welles, sem er stórkostlegur í hlutverki sínu sem Dreedle hershöfðingi. Þarna er Art Garfunkel einnig í sínu fyrsta leikhlutverki, en hann er að sjálfsögðu frægastur fyrir að vera í söngdúettinum Simon and …

A Queen’s Ransom

Leikstjórn: Ting Shan-Si Handrit: Ting Shan-Si Leikarar: George Lazenby, Judith Brown, Jimmy Wang Yu, Angela Mao, Dean Shek, Niu Tien, Helen Poon og Bolo Yeung Upprunaland: Hong Kong Ár: 1976 Lengd: 89mín. Hlutföll: 1.66:1 (var sennilega 2.35:1) Ágrip af söguþræði: Lögreglan í Hong Kong kemst að því að írsku hryðjuverkasamtökin IRA hafa í samvinnu við kínverska kommúnista undirbúið morðtilræði við Elísabetu II Bretlandsdrottningu sem væntanleg er þar í opinbera heimsókn. Þegar að heimsókninni kemur reynast írsku hryðjuverkamennirnir þó áhugasamari um gullforða Kambódíu sem þeir freista að komast yfir. Almennt um myndina: Alslæm harðhausamynd sem allir nema ruslmyndafíklar ættu að forðast. Enska talsetningin er afleit og hljóðsetningin í slagsmálaatriðunum með ólíkindum. George Lazenby er þekktastur fyrir að hafa leikið James Bond í kvikmyndinni On Her Majesty’s Secret Service (Peter Hunt: 1969), sem flestir forfallnir Bond aðdáendur telja aðra af tveim bestum myndunum um njósnarann vinsæla, ef ekki þá bestu. Hann lék hins vegar aðeins í einni Bond mynd og var lengi álasað fyrir reynsluleysi sitt sem leikari enda fyrsta alvöru kvikmyndahlutverk hans. Óhætt er þó að …