Month: september 2004

Elizabeth: The Virgin Queen

Leikstjórn: Shekhar Kapur Handrit: Michael Hirst Leikarar: Cate Blanchett, Geoffrey Rush, Joseph Fiennes, Christopher Eccleston, Richard Attenborough, Rod Culbertson, Paul Fox, Liz Giles, Terence Rigby, James Frain, Peter Stockbridge, Fanny Ardant, Vincent Cassel, Emily Mortimer, John Gielgud, Jean-Pierre Léaud, Amanda Ryan, Kathy Burke og Shekhar Kapur Upprunaland: Bretland Ár: 1998 Lengd: 119mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Mótmælandinn Elísabet I. Englandsdrottning sætti margþættu mótlæti í lífinu. Faðir hennar Hinrik VIII ýmist rak eiginkonur sínar frá sér eða lét lífláta þær og meðan eldri systir hennar, sem var rómversk-kaþólsk, var drottning lét hún hneppa hana í varðhald í ótta um að mótmælendur kynnu að steypa sér af stóli og koma henni til valdar. Fljótlega eftir að Elísabet I. kemst sjálf til valda koma valdamiklir aðalsmenn við hirðina sér saman um að steypa henni af stóli með fulltingi páfans og Spánarkonungs, en valdarán þeirra mistekst. Í kjölfar þess ákveður drottningin að helga líf sitt að öllu leyti þjóð sinni og það gerist samkvæmt túlkun myndarinnar með því að hún samsamast hlutverki og persónu Maríu meyjar. …

Ken Park

Leikstjórn: Larry Clark og Edward Lachman Handrit: Larry Clark og Harmony Korine Leikarar: Tiffany Limos, James Ransone, Stephen Jasso, James Bullard, Mike Apaletegui, Adam Chubbuck, Wade Williams, Amanda Plummer, Julio Oscar Mechoso, Maeve Quinlan, Bill Fagerbakke, Harrison Young, Patricia Place, Richard Riehle, Seth Gray og Eddie Daniels Upprunaland: Bandaríkin, Holland og Frakkland Ár: 2002 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Ken Park fjallar um fimm vini og ömurlegar heimilisaðstæður þeirra. Öll eiga þau það sameiginlegt að koma frá brotnum fjölskyldum og misheppnuðu uppeldi. Foreldrar Shawn eru skilin en hann eyðir deginum mest upp í rúmi hjá stjúpmóður sinni á meðan faðir hans er í vinnunni, þar sem hún kennir honum hinar ýmsu listir ástarlífsins. Við fáum aldrei að vita hvar foreldrar Tate eru en hann býr hjá ömmu sinni og afa. Tate er verulega truflaður á geði og hefði þurft mun strangara uppeldi og meðferð hjá geðlæknum. Afi hans og amma setja honum hins vegar engin mörk. Claude á drykkfelldan föður sem fyrirlítur hann og lætur hann heyra það reglulega. Peaches er …

Before Sunset

Before Sunset

Leikstjórn: Richard Linklater Handrit: Richard Linklater, Kim Krizan, Julie Delpy og Ethan Hawke Leikarar: Julie Delpy og Ethan Hawke Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði Það eru níu ár liðin frá því Jesse og Celine hittust í Vínarborg og eyddu þar saman rómantískustu nótt ævi sinnar. Nú hittast þau aftur þar sem Jesse er að kynna nýja skáldsögu eftir sig sem fjallar um nótt þeirra forðum. Jesse þarf að fara upp á flugvöll eftir klukkustund og því hafa þau aðeins stuttan tíma til að ræða um allt það sem hefur gerst síðan þau hittust síðast. Almennt um myndina Endursögn á söguþræði myndarinnar nær engan vegin að fanga þann galdur sem þessi mynd hefur að geyma enda felst hann ekki í söguþræðinum heldur kvikmyndatökunni, samtölunum og stórkostlegum leik Julie Delpy og Ethan Hawke. Myndin er sjálfstætt framhald af Before Sunrise (1995) sem var gerð níu árum áður. Það er erfitt að gera upp á milli þessara mynda. Báðar eru einstakir gimsteinar í ótrúlegri meðalmennsku sem hefur tröllriðið kvikmyndaheiminum síðustu …

Before Sunrise

Leikstjórn: Richard Linklater Handrit: Richard Linklater, Kim Krizan, Julie Delpy og Ethan Hawke Leikarar: Julie Delpy og Ethan Hawke Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 80mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Það eru níu ár liðin frá því Jesse og Celine hittust í Vínarborg og eyddu þar saman rómantískustu nótt ævi sinnar. Nú hittast þau aftur þar sem Jesse er að kynna nýja skáldsögu eftir sig sem fjallar um nótt þeirra forðum. Jesse þarf að fara upp á flugvöll eftir klukkustund og því hafa þau aðeins stuttan tíma til að ræða um allt það sem hefur gerst síðan þau hittust síðast. Almennt um myndina: Endursögn á söguþræði myndarinnar nær engan vegin að fanga þann galdur sem þessi mynd hefur að geyma enda felst hann ekki í söguþræðinum heldur kvikmyndatökunni, samtölunum og stórkostlegum leik Julie Delpy og Ethan Hawke. Myndin er sjálfstætt framhald af Before Sunrise (1995) sem var gerð níu árum áður. Það er erfitt að gera upp á milli þessara mynda. Báðar eru einstakir gimsteinar í ótrúlegri meðalmennsku sem hefur tröllriðið kvikmyndaheiminum síðustu …