Year: 2004

Event Horizon

Leikstjórn: Paul W.S. Anderson Handrit: Philip Eisner Leikarar: Laurence Fishburne, Sam Neill, Kathleen Quinlan, Joely Richardson, Richard T. Jones, Jack Noseworthy, Jason Isaacs, Sean Pertwee, Peter Marinker, Holley Chant, Barclay Wright, Noah Huntley og Robert Jezek Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 1997 Lengd: 96mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Björgunarleiðangur er sendur út til að kanna geimskipið Event Horizon en það hvarf sjö árum áður og birtist svo öllum að óvörum aftur. Þegar hjálparsveitin stígur um borð kemst hún að því að skipið hefur ferðast handan geimsins og tekið með sér óboðinn gest. Almennt um myndina: Enda þótt Paul W.S. Anderson sé ekki hátt skrifaður leikstjóri tókst honum aldrei þessu vant að gera góða mynd. Reyndar var myndin stytt um 30 mín. til að komast hjá því að hún yrði bönnuð unglingum eldri en 17 ára, en leikstjórinn hefur sjálfur lýst yfir áhuga sínum á því að upprunalega útgáfan verði gefin út á DVD og er vonandi að svo verði sem fyrst. Styrkur myndarinnar felst einkum í stemmningunni sem kvikmyndagerðarmönnunum tekst að skapa …

Massacre at Fort Holman

Leikstjórn: Tonino Valerii Handrit: Ernesto Gastaldi, Jay Lynn og Tonino Valerii, byggt á sögu eftir Howard Sandford Leikarar: James Coburn, Bud Spencer, Telly Savalas, Reinhard Kolldehoff, Joseph Mitchell, William Spofford, Robert Burton, Guy Ranson, Allan Leroy, Ángel Álvarez, Ugo Fangareggi, Joe Pollini og Terence Hill Upprunaland: Ítalía, Spánn, Frakkland og Þýzkaland Ár: 1972 Lengd: 85mín. Hlutföll: 1.33:1 (var 2.35:1) Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í miðri borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum heitir Norðurríkjaherforingi hópi dauðadæmdra fanga sakaruppgjöf gegn því að þeir endurheimti svo til óvinnandi virki úr höndum Suðurríkjamanna, en alls óvíst er hvort nokkur þeirra eigi þaðan afturkvæmd. Almennt um myndina: Hér er í meginatriðum um að ræða stælingu á síðari heimsstyrjaldarmyndinni The Dirty Dozen (Robert Aldrich: 1967), sem segir frá hópi dauðadæmdra stríðsglæpamanna úr röðum bandamanna sem heitið er sakaruppgjöf gegn því að þeir myrði nokkra háttsetta þýzka herforingja á frönsku hóteli skömmu fyrir innrásina í Normandí en ljóst er að slík sendiför inn á yfirráðasvæði óvinarins telst ekkert annað en sjálfsvígsleiðangur. Í rauninni er ekki bara hægt að líta á sögufléttuna sem ádeilu á …

Síðustu orð Hreggviðs

Leikstjórn: Grímur Hákonarson Handrit: Grímur Hákonarson Leikarar: (Upplýsingar vantar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 22mín. Hlutföll: Sennilega 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hreggviður, gamll hægrimaður og fastapenni hjá Mogganum, fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hann er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta. Almennt um myndina: Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Þetta er ein af mörgum stuttmyndum sem sýnd var á stuttmyndahátíðinni Reykjavik Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi. Persónur úr trúarritum: afturganga Guðfræðistef: handaveruleikinn, afturganga, reimleikar Siðfræðistef: Óánægja, frjálslyndi Trúarbrögð: spíritismi Trúarleg embætti: miðill

Íshljómar

Leikstjórn: Páll Steingrímsson Handrit: Páll Steingrímsson Leikarar: Enginn leikari Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 6mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Myndin lýsir samspili klaka, vatns og tónlistar. Almennt um myndina: Falleg mynd með hrífandi tónlist sem hefði verið enn betri ef tónlistarmennirnir hefðu ekki verið þarna. Myndin var sýnd á stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Sköpunarverkið er stórfenglegt! Guðfræðistef: náttúran, sköpunin

Fimm stuttmyndir á Reykjavík Shorts & Docs

Þann 10. júní byrjaði Reykjavík Shorts & Docs kvikmyndahátíðin. Á fyrsta deginum var boðið upp á sex stuttmyndir. Reyndar voru aðeins fimm myndir sýndar þar sem ekki tókst að sýna „Móðuna – ástarsögu á þvottaplani“ vegna tæknilegra erfiðleika. Hér verður stuttlega fjallað um þær fimm myndir sem sýndar voru. Síðustu orð Hreggviðs (Grímur Hákonarson: 2004) Myndin er 22 mín. að lengd og fjallar um Hreggvið, gamlan hægrimann og fastapenna hjá Mogganum, sem fær hjartaslag þegar hann er á leiðinni með grein til ritstjóra blaðsins. Hreggviður er óánægður með ritstjórnarstefnu blaðsins og gengur aftur til að reyna að fá greinina birta. Eins og sést á söguþræðinum sýnir myndin á skemmtilegan hátt spíritismann í íslensku samfélagi. Helsti kostur myndarinnar er skemmtileg saga og góður leikur ritstjórans. Gallarnir eru tæknivinnsla og leikur annarra í myndinni. Blind Date (Huldar Freyr Arnarson: 2004) Myndin er 18 mín. að lengd og fjallar um varfærinn mann sem fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru en það vantaði eitthvað í söguna. …

Bragur

Leikstjórn: Rúnar E. Rúnarsson Handrit: Rúnar E. Rúnarsson Leikarar: (Vantar upplýsingar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 15mín. Hlutföll: Sennilega 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um samband ellilífeyrisþegans Bubba, sem vill fá að deyja heima hjá sér, og húshjálparinnar Arnars, sem kemur fram við hann af virðingu og ást. Almennt um myndina: Falleg og einlæg mynd og afar vel gerð fyrir utan það að líkið andaði allt of mikið. Þetta er ein af mörgum íslenskum stuttmyndum sem sýnd var á stuttmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Boðskapur stuttmyndarinnar um mikilvægi þess að koma fram við aldraða af virðingu og ást á sannarlega erindi til okkar allra og er framsetningin heillandi.

Blind Date

Leikstjórn: Huldar Freyr Arnarson Handrit: Huldar Freyr Arnarson Leikarar: (Upplýsingar vantar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 18mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Varfærinn karlmaður fer á blint stefnumót með konu sem er gangandi slysagildra. Almennt um myndina: Tæknilega best unnin af þeim myndum sem sýndar voru á stuttmyndadagskránni Reykjavík Shorts and Docs í Regnboganum en það vantaði samt eitthvað í söguna. Þótt hún sé skemmtileg og gáskafull er hún allt of fyrirsjáanleg. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Myndin varðar fyrst og fremst samskipti kynjanna með skondnum hætti þar sem ólánið virðist fylgifiskur a.m.k. annarrar persónunnar.

Áróður

Leikstjórn: Haukur Már Helgason Handrit: Haukur Már Helgason Leikarar: (Vantar upplýsingar) Upprunaland: Ísland Ár: 2004 Lengd: 12mín. Hlutföll: Sennilega 1.33:1 Einkunn: 1 Ágrip af söguþræði: Fáeinir heimspekingar ræna forsætisráðherra landsins og halda konunni með nauðung í litlum árabáti þangað til hún kemur heiðarlega fram og svarar heimspekilegum spurningum þeirra um m.a. réttmæti þess að fara í stríð við Færeyjar. Almennt um myndina: Tæknilega verst unna myndin af þeim stuttmyndum sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni Reykjavík Shorts and Docs (hljóðið alveg handónýtt en það gæti hafa verið tæknimistök við sýningu) og ekki er sagan betri. Í fáum orðum sagt, slöpp mynd og illa unnin. Leikstjórinn hefur gert mun betri stuttmynd áður, Þ.e. Í fremstu víglínu. Greining á trúar- og siðferðisstefjum: Tilgangurinn með stuttmyndinni er sennilega ádeila á stuðning íslenskra stjórnvalda við innrás Bandaríkjanna í Írak og hernámi landsins. Hversu vel sú ádeila kemst til skila er hins vegar annað mál.

Jude

Leikstjórn: Michael Winterbottom Handrit: Hossein Amini. Byggt á skáldsögunni Jude the Obscure eftir ThomasHardy. Leikarar: Christopher Eccleston, Kate Winslet, Liam Cunningham, RachelGriffiths, June Whitfield, Ross Colvin Turnbull, James Daley, Berwick Kaler,Sean McKenzie, Richard Albrecht, Caitlin Bossley, Emma Turner, LorraineHilton, James Nesbitt, Mark Lambert og Paul Bown Upprunaland: Bretland Ár: 1996 Lengd: 122mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Jude Fawley dreymir um að ganga menntaveginn en vegnastéttaskiptingar, forboðinnar ástar og dómhörku samfélagsins reynist honumerfitt að láta drauma sína rætast. Almennt um myndina: Jude er byggð á skáldsögunni Jude the Obscure eftir Thomas Hardy,en hún olli svo miklu fjaðrafoki og hneykslun þegar hún kom út árið 1895 aðHardy hótaði því að skrifa aldrei skáldsögu aftur. Hann stóð við þau heit.Sagan segir að biskupinn í Wakefield hafi misboðið svo „ósvífni ogdónaskapur“ sögunnar að hann kastaði bókinni á eldinn. Það sem fór hvað mestfyrir brjóstið á fólki var árás bókarinnar á hjónabandið, kynlífið ogástarsamband frændsystkina. Helsti styrkur myndarinnar er stórkostlegur leikur Kate Winslet semgjörsamlega stelur senunni og heldur myndinni uppi að mörgu leyti, hógvær enseiðandi tónlist eftir …

Van Helsing

Leikstjórn: Stephen Sommers Handrit: Stephen Sommers Leikarar: Hugh Jackman, Kate Beckinsale, Richard Roxburgh, David Wenham Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 132mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Í lok 19. aldar heldur blóðsugubaninn dr. Gabriel van Helsing til Austur-Evrópu þar sem hann hyggst ráða að niðurlögum Drakúla greifa, varúlfsins og Frankensteinskrímslsins. Hann er sérlegur útsendari Vatíkansins í baráttu við hverskyns skrímsli. Í baráttunni nýtur Van Helsing fulltingis betlimunksins Carl og sígaunaprinsessunnar Önnu Valerious, en hún er síðasti afkomandi ættar sem hefur helgað sig baráttunni gegn illu. Almennt um myndina: Van Helsing mun vera fyrsta sumarmyndin í ár – heilmikill hasar og læti og prýðilegt fjör. Á frumsýningardegi var bíósalurinn fullur af fólki og sennilega uppselt á myndina. Hún geymir fróðleg trúarstef og er fyrir unnendur blóðsugumynda. Myndin er full af fjöri og er ágætlega úr garði gerð. Hún minnir raunar nokkuð á James Bond myndirnar, ekki síst allar græjurnar sem Van Helsing notar og svo aðstoðarmaður hans, betlimunkurinn, sem minnir meira en lítið á hinn fornfræga Q úr James Bond myndunum. Niðurstaðan: Tveggja stjörnu …