Month: janúar 2005

The Pawnbroker

Leikstjórn: Sidney Lumet Handrit: Morton S. Fine og David Friedkin, byggt á sögu eftir Edward Lewis Wallant Leikarar: Rod Steiger, Geraldine Fitzgerald, Brock Peters, Jaime Sánchez, Thelma Oliver, Marketa Kimbrell og Baruch Lumet Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1964 Lengd: 111mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Hér er á ferðinni áhrifarík kvikmynd sem fjallar um Sol Nazermann, miðaldra Gyðing í New York sem misst hefur alla fjölskyldu sína í helförinni en sjálfur komist lífs af. Hann er augljóslegar þjakaður af sektarkennd yfir því að hafa haldið lífi án þess að geta bjargað lífi fjölskyldu sinnar. Hann starfar sem veðlánari þar sem hann kemur mjög kuldalega fram við viðskiptavini sína. Hann vill greinilega forðast öll mannleg samskipti og hefur tjáð sig um að hann láti sig framtíðina engu varða. Vörn hans gagnvart þeim hryllingi sem hann hefur upplifað er sú að loka á allar tilfinningar og þannig birtist hann viðskiptavinum sínum sem algjörlega tilfinningalaus mannvera. Þegar 25 ár eru liðin frá dauða konu hans taka minningarnar um hina látnu fjölskyldu hans að sækja á hann sterkar …