Month: mars 2005

Gaav

Leikstjórn: Dariush Mehrjui Handrit: Dariush Mehrjui, byggt á smásögu eftir Gholam-Hossein Saedi Leikarar: Ezzatolah Entezami, Mahmoud Dowlatabadi, Parviz Fanizadeh, Jamshid Mashayekhi, Ali Nassirian, Esmat Safavi, Khosrow Shojazadeh og Jafar Vali Upprunaland: Íran Ár: 1969 Lengd: 100mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Hassan, fátækur íranskur þorpsbúi og smábóndi, elskar kúna sína umfram allt og gætir hennar dag frá degi eins og sjáaldurs augna sinna. Dag einn þarf hann að bregða sér frá til næstu borgar og geymir kúna tjóðraða við básinn á meðan. Þegar þorpsbúar átta sig á síðar um daginn að kýrin er örend, hugsa þeir sér til skelfingar hversu mikið áfall það eigi eftir að verða Hassan. Til að hlífa honum við því bregða þeir á það ráð að fela hræið og ljúga í staðinn því til að kýrin hafi sloppið og jafnvel verið numin burt af þjófaflokki sem herjað hefur á þá um langt skeið. Hassan, sem áttar sig strax á að ekki er allt með felldu í málflutningi þorpsbúanna, bugast smám saman undan óvissunni og tekur að líta á sjálfan …

Leila

Leikstjórn: Dariush Mehrjui Handrit: Mahnaz Ansarian og Dariush Mehrjui Leikarar: Leila Hatami, Ali Mosaffa, Jamileh Sheikhi, Mohamad Reza Sharifinia, Turan Mehrzad, Amir Pievar og Shaqayeq Farahani Upprunaland: Íran Ár: 1996 Lengd: 129mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Reza og Leila eru ung hjón sem búsett eru í Teheran í Íran og vegnar vel í lífinu. Það eina sem skyggir á hamingju þeirra er þegar læknisskoðun leiðir í ljós á afmælisdegi Leilu að hún geti ekki eignast börn. Að vísu segir Reza það engu máli skipta fyrir hjónaband þeirra og vilji hann enga aðra eiginkonu en Leilu, en móðir hans þrýstir mjög á hann og tengdardótturina að hann taki sér líka aðra konu til að geta eignast son og þannig viðhaldið heiðri ættarinnar. Framan af þverneitar Reza að verða við þessu og Leila er allt annað en sátt við sjónarmið tengdarmóðurinnar en smám saman láta þau undan þrýstingnum og neyðist Leila því til að hjálpa við að finna eiginmanni sínum aðra konu, enda mega karlmenn í Íran eiga allt að fjórar konur. Fjölkvænið reynist …

Do zan

Leikstjórn: Tahmineh Milani Handrit: Tahmineh Milani Leikarar: Niki Karimi, Marila Zare’i, Atila Pesiani, Mohammad Reza Forutan og Reza Khandan Upprunaland: Íran Ár: 1998 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.50:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tvær háskólastúlkur í Teheran í Íran verða vinkonur skömmu eftir islömsku byltinguna árið 1979 en leiðir þeirra skilja þegar háskólum landsins er tímabundið lokað af byltingarstjórninni og heldur önnur þá til fjarlægs heimabæjar síns eftir að hafa verið lögð í einelti af andlega sjúkum vonbiðli. Enda þótt hann sé að lokum handtekinn og dæmdur fyrir m.a. manndráp af gáleysi, tekur ekki betra við þegar hún neyðist til að ganga í hjónaband en eiginmaðurinn reynist brátt sjúklega afbrýðisamur og einangrar hana að mestu frá umheiminum. Almennt um myndina: Bandaríski kvikmyndagagnrýnandinn víðkunni, Roger Ebert, hefur tilgreint þessa írönsku kvikmynd sem eina af þeim eðalmyndum sem fæstir hafi heyrt um en eigi svo sannarlega það skilið að fá víðtæka dreifingu og hefur hann því sjálfur staðið fyrir sýningum á henni í landi sínu. Ástæða er til að taka undir með honum að hér sé um að …

Nimeh-ye penhan

Leikstjórn: Tahmineh Milani Handrit: Tahmineh Milani Leikarar: Niki Karimi, Mohammad Nikbin, Atila Pesiani, Soghra Abissi, Afarin Obeisi og Akbar Moazezi Upprunaland: Íran Ár: 2001 Lengd: 108mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Íranskur dómari er sendur í kvenfangelsi víðsfjærri heimili sínu til að hlýða á kvartanir og náðarbeiðni dauðadæmdrar konu sem brátt verður tekin af lífi fyrir að hvetja til að stjórnvöldum verði steypt af stóli og kommúnísku þjóðfélagi komið á í staðinn. Þegar eiginkona dómarans, Fereshteh að nafni, kemst að því hvert hann eigi að fara, grípur hún til eigin ráða og skrifar honum bréf sem hún síðan laumar í farangur hans ásamt gamalli dagbók sinni. Kvöldið áður en dómarinn hittir dauðadæmdu konuna finnur hann bréfið og dagbókina þar sem hann kemur sér fyrir á hóteli og fer þegar að lesa það sem þar stendur. Í bréfinu ljóstrar eiginkonan ýmsu upp um fortíð sína sem hann hafði ekki vitað um, en á háskólaárum sínum skömmu eftir stjórnarbyltingu islamskra heittrúarmanna þar í landi árið 1979 hafði hún sjálf verið virkur meðlimur í kommúnistaflokki landsins …

Roozi khe zan shodam

Leikstjórn: Marziyeh Meshkini Handrit: Mohsen Makhmalbaf og Marziyeh Meshkini Leikarar: Fatemeh Cherag Akhar, Hassan Nebhan, Shahr Banou Sisizadeh, Ameneh Passand, Shabnam Toloui, Sirous Kahvarinegad, Mahram Zeinal Zadeh, Norieh Mahigiran, Azizeh Sedighi og Badr Iravani Upprunaland: Íran Ár: 2000 Lengd: 74mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Dregin er upp mynd af þremur kynslóðum kvenna í Íran í þremur sjálfstæðum smásögum sem þó tengjast allar í bláendann. Á níu ára afmælisdegi sínum þarf stúlkan Hava í fyrsta sinn að axla þá skyldu kvenna að hylja hár sitt með slæðu á almanna færi. Hún semur þó við móður sína og ömmu um að bíða með að setja upp slæðuna þar til á hádegi eftir að hún hafi heimsótt Hasan, ungan vin sinn og leikfélaga, í síðasta sinn. Ahoo er ung kona sem tekur þátt í reiðhjólakeppni kvenna í óþökk eiginmanns síns sem reynir allt hvað hann getur til að telja henni hughvarfs ásamt föður hennar, afa, frændum og bræðrum, en allir ríða þeir á hestum á eftir henni í miðri keppninni. Og Hoora, öldruð kona í …