Vozvrashcheniye
Leikstjórn: Andrei Zvyagintsev Handrit: Vladimir Moiseyenko og Aleksandr Novototsky Leikarar: Vladimir Garin, Ivan Dobronravov, Konstantin Lavronenko, Natalya Vdovina, Yelizaveta Aleksandrova, Lazar Dubovik, Lyubov Kazakova, Galina Petrova, Aleksei Suknovalov og Andrei Sumin Upprunaland: Rússland Ár: 2003 Lengd: 106mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Pabbi tveggja drengja er kominn heim eftir 12 ára útivist. Þeir búa með móður sinni og ömmu en heimkoma föðurins reynist engum fagnaðarefni. Hann er fjarlægur – eins og af öðrum heimi – og gefur engum tækifæri til að nálgast sinn innri mann ef hann hefur þá nokkurn. En hann gengur strax inn í hlutverkið sem drottnari heimilisins og það slær þögn á alla, konurnar þjást, ekki síst sú gamla sem segir ekki eitt einasta orð. Hann ætlast greinilega til þess að allir hlýði honum umyrðalaust. Drengirnir eru fyrst spenntir og reyna að nálagst föður sinn á ýmsan hátt og gera honum allt til hæfis en viðleitni þeirra rennur alltaf út í sandinn. Það er sérstaklega yngri sonurinn Ívan sem verður sár, enda viðkvæmir og lítill í sér og með mikið …