Month: maí 2005

Pulp Fiction

Leikstjórn: Quentin Tarantino Handrit: Quentin Tarantino og Roger Avary Leikarar: John Travolta, Bruce Willis, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Tim Roth, Amanda Plummer, Eric Stoltz, Phil LaMarr, Frank Whaley, Burr Steers, Ving Rhames, Paul Calderon og Rosanna Arquette Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 154mín. Hlutföll: 2:35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Vincent og Jules eru skósveinar mafíu- og undirheimaforingjans Marcellusar. Þeir eru látnir vinna skítverkin fyrir hann og er þeim fylgt fram eftir á viðburðarríkum morgni. Síðan er sagt frá óförum Vincents um kvöldið þegar hann er sendur gegn vilja sínum út með Míu, eiginkonu foringjans, til að skemmta henni. Samtímis tekur boxarinn Butch við mútugreiðslu frá Marcellusi fyrir að tapa hnefaleikakeppni en hann svíkur hann og stingur af án þess að gera sér grein fyrir að leiðir þeirra muni brátt liggja aftur saman með afdrifaríkum hætti. Almennt um myndina: Kvikmyndin Pulp Fiction er framleidd af fyrirtækjunum A Band Apart, Jersey Films og Miramax Films í Bandaríkjunum. Hún er mjög góð í alla staði og sérstaklega vel tekin enda hefur leikstjórinn Quentin Tarantion stúderað kvikmyndir …

Pulp Fiction

Leikstjórn: Quentin Tarantino Handrit: Quentin Tarantino og Roger Avary Leikarar: John Travolta, Bruce Willis, Samuel L. Jackson, Uma Thurman, Tim Roth, Amanda Plummer, Eric Stoltz, Phil LaMarr, Frank Whaley, Burr Steers, Ving Rhames, Paul Calderon og Rosanna Arquette Framleiðsluland: Bandaríkin Framleiðsluár: 1994 Lengd: 154 Hlutföll: 2.35:1 Tegund: Drama og hasar Stjörnur: 4 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Vincent og Jules eru skósveinar mafíu- og undirheimaforingjans Marcellusar. Þeir eru látnir vinna skítverkin fyrir hann og er þeim fylgt fram eftir á viðburðarríkum morgni. Síðan er sagt frá óförum Vincents um kvöldið þegar hann er sendur gegn vilja sínum út með Míu, eiginkonu foringjans, til að skemmta henni. Samtímis tekur boxarinn Butch við mútugreiðslu frá Marcellusi fyrir að tapa hnefaleikakeppni en hann svíkur hann og stingur af án þess að gera sér grein fyrir að leiðir þeirra muni brátt liggja aftur saman með afdrifaríkum hætti. Almennt um kvikmyndina: Kvikmyndin Pulp Fiction er framleidd af fyrirtækjunum A Band Apart, Jersey Films og Miramax Films í Bandaríkjunum. Hún er mjög góð í alla staði og sérstaklega vel tekin enda hefur …

The Matrix Reloaded

Leikstjórn: Andy Wachowski og Larry Wachowski [undir nafninu Wachowski bræðurnir] Handrit: Andy Wachowski og Larry Wachowski [undir nafninu Wachowski bræðurnir] Leikarar: Laurence Fishburne, Gloria Foster, Carrie-Anne Moss, Keanu Reeves, Hugo Weaving og Jada Pinkett Smith Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 132mín. Hlutföll: 2.40:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Matrix Reloaded er beint framhald af The Matrix. Í Matrix Reloaded eru vélmennin búin að komast að staðsetningu Síon, neðanjarðarborg mannanna í raunheimi. Vélmennin eru að grafa sig niður í áttinna að Síon á ógnarhraða, 250 þúsund talsins eða jafn mörg og íbúar í Síon. Myndin fjallar um tilraunir Neo, Morpheusar og Trinity til þess að komast að meginuppsprettu vélmennanna, svo bjarga megi Síon frá gjöreyðingu. Almennt um myndina: Matrix Reloaded er magnað afrek á kvikmyndasviðinu. Eftir að hafa horft á hana oftar en einu sinni hef ég ekki ennþá rekist á klippingu, leik, leikstjórn eða eitthvað annað því um líkt sem hefur stungið í augu. Svo virðist sem hún sé nánast fullkomin, en eins og með önnur mannanna verk er það ekki raunin. Á síðum eins …

Todo sobre mi madre

Leikstjórn: Pedro Almodóvar Handrit: Pedro Almodóvar Leikarar: Cecilia Roth, Marisa Paredes, Penélope Cruz, Candela Pene og Antonia San Juan Upprunaland: Spánn og Frakkland Ár: 1999 Lengd: 101mín. Hlutföll: 2.35 :1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Kvikmyndin Todo sobre mi madre fjallar um einstæða móður að nafni Manuela sem missir einkason sinn, Esteban, á unglingsaldri. Æðsta ósk Estebans var að fá að kynnast pabba sínum sem Manuela yfirgaf áður en hann fæddist. Í kjölfar dauða hans yfirgefur Manuela Madríd og leggur í ferðalag til Barcelona til að finna Lolu, barnsföður sinn. Á ferðalagi hennar fáum við að kynnast bæði gömlum og nýjum vinum Manuelu sem allir tengjast lífi hennar á örlagaríkan hátt. Almennt um myndina: Kvikmyndin lætur varla nokkurn ónortin. Litríkar persónur og óvenjulegur söguþráður gera hana einstaka. Örlög persónanna fléttast saman á ótrúlegan hátt og ekki er hægt að segja fyrirfram hvernig myndin endar. Höfundur tónlistarinnar er Alberto Iglesia og tekst honum mjög vel til. Í dramatískustu atriðunum notar hann harmonikku sem kemur mjög vel út. Kvikmyndatakan er góð. Dæmi um áhrifaríka töku er þegar …

Donnie Darko

Leikstjórn: Richard Kelly Handrit: Richard Kelly Leikarar: Jake Gyllenhaal, Jena Malone, Drew Barrymore, Mary McDonnell, Katharine Ross, Patrick Swayse og Noah Wyle Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 108mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um unglingsdreng sem á við geðraskanir og svefntruflanir að stríða. Í kjölfar þess að þotuhreyfill brotlendir á húsi hans fer hann að sjá ofsjónir í líki risavaxinnar kanínu sem spáir fyrir um nákvæma tímasetningu endaloka heimsins og fær hann til að framkvæma ýmis ódæðisverk. Almennt um myndina: Donnie Darko er þriðja mynd Kellys (sú fyrsta í fullri lengd), en hann skrifar jafnframt handritið og leikstýrir henni. Áður hafði hann gert tvær stuttmyndir, The Goodbye Place (1996) og Visceral Matter (1997), þar sem hann átti einnig í báðum tilfellum heiðurinn af handriti og leikstjórn. Þess má til gamans geta að fyrri myndin fjallar einmitt um dag í lífi ringlaðs unglingsdrengs og sú síðari um tilraunir til ferðalaga í tíma og rúmi, svo það virðist sem þessi hugmynd hafi verið að gerjast með Kelly um einhvern tíma. Myndin var tilnefnd …

Love Actually

Leikstjórn: Richard Curtis Handrit: Richard Curtis Leikarar: Bill Nighy, Gregor Fisher, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Tompson, Kris Marshall, Heike Makatsch, Martin Freeman, Joanna Page, Andrew Lincoln, Keira Knightley, Hugh Grant, Martine McCutcheon, Laura Linney, Thomas Sangster, Alan Rickman, Rowan Atkinson, Rodrigo Santoro Billy Bob Thornton og Lúcia Moniz Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 135mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um líf átta mjög ólíkra para í Lundúnum á Englandi og hvernig þau takast á við ástarlíf sitt í ólíkum aðstæðum. Sögur þeirra fléttast saman á ólíkan hátt á hinum annasömu vikum fyrir jólin. Almennt um myndina: Love Actually er vel gerð mynd þar sem helstu leikarar Breta fara með aðalhlutverkin og standa þeir undir væntingum. Hugh Grant er sérstaklega góður sem hinn sjálfmeðvitaði forsætisráðherra og fer á kostum í dansatriðinu. Emma Tompson fer vel með vandasamt hlutverk heimavinnandi húsmóður, Karen að nafni, sem þarf að horfast í augu við að eiginmaður hennar er að leiðast út í framhjáhald. Bill Nighy fer á kostum sem hinn óútreiknanlegi rokkari Billy …

Pelle erobreren

Leikstjórn: Bille August Handrit: Bille August, Per Olov Enquist og Bjarne Reuter, byggt á skáldsögu eftir Martin Andersen Nexø Leikarar: Pelle Hvenegaard, Max von Sydow, Erik Paaske, Björn Granath, Astrid Villaume, Axel Strøbye, Troels Asmussen, Kristina Törnqvist, Karen Wegener, Sofie Gråbøl, Lars Simonsen, Buster Larsen, John Wittig, Troels Munk og Nis Bank-Mikkelsen Upprunaland: Danmörk og Svíþjóð Ár: 1987 Lengd: 143mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Landbúnaðarverkamaðurinn Lasse Karlsson (Max von Sydow) er nýlega orðinn ekkjumaður og er hann á leið með sjö ára son sinn, Pelle (Pelle Hvenegaard), frá Tommelilla í Svíþjóð til Danmerkur þar sem hann telur að þeim feðgum muni vegna betur. En þegar til á að taka finnst væntanlegum atvinnuveitendum karlinn of gamall og strákurinn of ungur. Feðgarnir neyðast til að sætta sig við heldur báborin kjör lægst í virðingarstiganum sem fjósamenn á herragarði sem nánast er í hers höndum vegna ofbeldisfulls verkstjóra. Almennt um myndina: Myndin, sem er samvinnuverkefni Dana og Svía, snýst um líf fólksins á herragarðinum og í næsta nágrenni hans. Það reynist ekki eintóm sveitasæla. Margir …

Twin Peaks: The First Season (Pilot, Episodes 1.1-2.2)

Leikstjórn: David Lynch (pilot, 1.2) og Duwayne Dunham (1.1) Handrit: Mark Frost og David Lynch Leikarar: Kyle MacLachlan, Michael Ontkean, Madchen Amick, Dana Ashbrook, Richard Beymer, Lara Flynn Boyle, Sherilyn Fenn, Warren Frost, Peggy Lipton, James Marshall, Everett McGill, Jack Nance, Ray Wise, Joan Chen og Piper Laurie Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1990 Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þegar lík ungrar stúlku finnst fer lífið í smábænum Twin Peaks úr skorðum. Til bæjarins kemur ungur alríkisfulltrúi að nafni Dale Cooper til að rannsaka málið og í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist og svo virðist sem flestir bæjarbúa hafi eitthvað að fela. Almennt um myndina: Þegar þættirnir voru fyrst sýndir á ABC sjónvarpsstöðinni í Apríl árið 1990 varð strax ljóst að þar var á ferðinni ferskt og nýtt efni, en það virtist þó skiptast þannig að annaðhvort elskaði fólk þættina eða hataði. Kvikmyndatakan og klippingin eldast ljómandi vel og hentar hún þáttunum prýðilega. Mikið er um að atriði séu látnin renna saman, til dæmis þar sem verið er að mynda eina persónu, …

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban

Leikstjórn: Alfonso Cuarón Handrit: Steven Kloves og J.K. Rowling Leikarar: Daniel Radcliffe, Gary Oldman, Rubert Grint, Emma Watson, David Thewlis, Michael Gambon og Alan Rickman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 136mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Harry er nú að hefja sitt þriðja ár í Hogwarts. Áður en skólaárið hefst kemst hann að því að Sirius Black hefur sloppið úr Azkaban og ætli sér nú að leita uppi Harry og myrða hann. Í þokkabót þarf hann að glíma við hina illu verði Azkabans, vitsugurnar. Svo virðist stór og grimmur hundur vera að fylgjast með honum og svona til þess að bæta gráu ofan í svart þá spáir kennari hans því að hann muni deyja. Harry og félagar þurfa því að taka á honum stóra sínum eigi þau að komast í gegnum þetta skólaár. Almennt um myndina: Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón. Hann er ungur að árum, fæddur 28. nóvember 1961 í Mexíkóborg. Hann vakti fyrst heimsathygli með mynd sinni Y Tu Mama Tambien frá árinu 2001. Þá var hann þegar orðinn …

The Lord of the Rings: The Return of the King

Leikstjórn: Peter Jackson Handrit: Fran Walsh, Phillippa Boyen og Peter Jackson, byggt á skáldsögu eftir J.R.R. Tolkien Leikarar: Elijah Wood, Sean Astin, Orlando Bloom, Viggo Mortensen, Ian McKellen, Andy Serkis, Billy Boyd, Dominic Monaghan, John Noble, Mirando Otto, David Weham, Bruce Hopkins, Bernhard Hill, Liv Tyler, Hugo Weaving, Cate Blanchett, John Rhys Davies og Karl Urban Upprunaland: Nýja Sjáland og Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 192mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Lokaorrustan um Miðgarð er hafin. Fróði og Sómi, undir leiðsögn Gollris, halda áfram hættulegri ferð sinni í átt að eldum Dómsdyngju til að tortíma hringnum eina. Aragorn berst við að uppfylla arfleið sína er hann leiðir örmagna her sinn gegn vaxandi mætti Sargons Myrkradróttins til þess að hringberinn geti lokið för sinni. Almennt um myndina: Þegar fyrsta bindi Hringadróttinssögu kom út árið 1954 fögnuðu lesendur þessu tímamótaverki. Bækur Tolkiens áttu eftir að fara sigurför um heiminn og því ekki að undra að þríleikur Peters Jackson feti í sömu fótspor. Það er ljóst að Peter Jakson hefur unnið afrek í að koma til áhorfenda …