Month: maí 2005

Journal d’un curé de campagne

Leikstjórn: Robert Bresson Handrit: Robert Bresson, byggt á skáldsögu eftir Georges Bernanos Leikarar: Claude Laydu (presturinn ungi), Marie-Monique Arkell (hertogafrúin) Jean Riveyre (hertoginn), André Guibert (prestuinn í Torcy), Nicole Maurey (Louise), Nicole Ladmiral (Chantal), Martine Lemaire (Séraphita), Antoine Balpétré (læknirinn dr. Delbende) Upprunaland: Frakkland Ár: 1951 Lengd: 115mín. Hlutföll: 1:33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kvikmynd Bresson er byggð á skáldsögu kaþólska rithöfundarins Georges Bernanos sem kom út í París 1936. Bókin var fjórða skáldsaga Bernanos og eins og í fyrri verkum hans er aðalpersóna bókarinnar rómversk-kaþólskur prestur. Sjálfur sótti Bernanos le petit séminaire við Jesúítaskólann Collége Nortre-Dames-des-Champs (1901-1903) og við Collège Saint-Célestin Bourges (1903-1904) en hætti prestnáminu og lauk í staðinn námi í bókmenntum og lögfræði við Sorbonne (1909). Kvikmyndin segir frá ungum rómversk-kaþólskum presti sem kemur í litla sveitarsókn í norður-Frakklandi á þriðja áratugnum með því undarlega nafni Ambricourt. Hún hefst á einni af mörgum dagbókarfærslum prestsins unga þar sem hann sannfærir bæði samvisku sína og áhorfandann um að hann skrifi af heilindum í dagbókina og áhorfandinn heyrir hann segja: „I don’t think …

Hudson Hawk

Leikstjórn: Michael Lehmann Handrit: Steven E. de Souza og Daniel Waters, byggt á sögu eftir Bruce Willis og Robert Kraft Leikarar: Bruce Willis, Danny Aiello, Andie McDowell, Richard E. Grant, Sandra Bernhard, Donald Burton, David Caruso, Frank Stallone og James Coburn Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1991 Lengd: 100mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Bókin opnast og sagan hefst árið 1481 í kastala Leónardó da Vinci þar sem hann er að prófa nýjustu uppfinningu sína; vél sem breytir blýi í gull. Af ótta við afleiðingarnar felur Leónardó leyndarmál gullgerðarlistarinnar í þremur listaverkum eftir sjálfan sig og tengir þar með söguna við okkar tíma. Hudson Hawk losnar úr fangelsi í nútímanum. Hann er minimalískur þjófur með meiriháttar hæfileika og von um betra líf. Hans bíður breyttur heimur og áður en dagur er liðinn er hann þvingaður aftur út á glæpabrautina ásamt vini sínum Tommy. Mayflower hjónin eru skúrkarnir og vilja leggja hagkerfi heimsins í rúst með því að flæða allt með gulli. Þau svívast einskis og láta jafnvel svívirða Péturskirkjuna í Róm til þess að ná …

Sophie’s Choice

Leikstjórn: Alan J. Pakula Handrit: Alan J. Pakula, byggt á bókinni Sophie’s Choice eftir William Styron Leikarar: Meryl Streep, Kevin Kline, Peter MacNicol, Rita Karin, Stephen D. Newman, Greta Turken, Josh Mostel, Marcell Rosenblatt, Moishe Rosenfeld, Robin Bartlett og Eugene Lipinski Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1982 Lengd: 150mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Pólverjinn Sophie lifði af fangabúðir nasista og býr nú í Bandaríkjunum með ástmanni sínum, hinum töfrandi og mislynda Nathan. Í íbúðina fyrir neðan þau flytur Stingo, lítt lífsreyndur ungur maður sem er að skrifa sína fyrstu bók, og verða þau þrjú bestu vinir. Saman eiga þau margar áhyggjulausar og töfrandi stundir en fljótt kemur í ljós að undir niðri kraumar sjúkleg afbrýðisemi og geðveila Nathans og lamandi sektarkennd Sophíar sem losnar ekki undan minningum stríðsins. Almennt um myndina: Umgjörð kvikmyndarinnar verður að teljast mjög vönduð. Myndin býr yfir mýkt og draumkenndri fegurð, jafnvel í þeim atriðum sem sýna hinn grimma veruleika útrýmingarbúðanna. Kvikmyndatakan tekur mið af þessari fagurfræðilegri mýkt þannig að sum skotin líkjast einna helst málverki. Það fer ekki á …

My Darling Clementine

Leikstjórn: John Ford Handrit: Samuel G. Engel, Sam Hellman og Winston Miller, byggt á sögunni Wyatt Earp, Frontier Marshal eftir Stuart N. Lake Leikarar: Henry Fonda, Linda Darnell, Victor Mature, Cathy Downs, Walter Brennan, Tim Holt, Ward Bond og Alan Mowbray Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1946 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin segir frá Wyatt Earp og bræðum hans sem gerast löggæslumenn í smábænum Tombstone eftir að yngsti bróðurinn er drepinn í nágreni við bæinn. Bræðurnir eiga í stigvaxandi útistöðum við Clanton-feðga sem endar með uppgjöri við OK-réttina. Almennt um myndina: Goðsögnin um Wyatt Earp og uppgjör hans við Clanton-feðga við OK-réttina er vel þekkt og hluti af sagnahefð Bandaríkjamanna. Hún er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í bænum Tombstone í Arizona-fylki árið 1881. Sögnin hlýtur að höfða sterkt til þjóðarsálarinnar vestra, því að uppgjörið við réttina í Tombstone hefur sennilega verið kvikmyndað oftar en nokkur annar einstakur atburður í sögu bandarísku þjóðarinnar, m.a. af meistara John Ford í myndinni sem hér er til umfjöllunar. My Darling Clementine er …

Ta’m e guilass

Leikstjórn: Abbas Kiarostami Handrit: Abbas Kiarostami Leikarar: Homayoun Ershadi, Abdohossein Bagheri, Afshin Bakhtiari, Ali Moradi, Hossein Noori, Ahmad Ansari, Hamid Massomi og Elham Imani Upprunaland: Íran Ár: 1997 Lengd: 95mín. Hlutföll: 1.66:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Herra Badii keyrir um í leit að einhverjum til að grafa sig eftir að hann hefur framið sjálfsvíg. Hann biður þrjá menn um hjálp og neita tveir þeirra en sá þriðji samþykkir að verða við bón hans. Almennt um myndina: Íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Abbas Kiarostami vann gullpálman árið 1997 fyrir þessa kvikmynd, Ta’m e guilass. Hann skrifar handritið, leikstýrir, er klippari og framleiðandi myndarinnar. Hún hlaut þegar einróma lof gagnrýnenda og jók hróður íranskra kvikmynda um heiminn. Í Íran er í gildi ritskoðun á kvikmyndum og er bannað að fjalla um eða sýna alls kyns hluti. Það er t.d bannað að sýna konu án þess að hún sé með klút um hárið. Einnig er bannað að fjalla um eldfim pólitísk deilumál. Með klókindum fer Kiarostami hins vegar framhjá þessari ritskoðun og nær að segja magnaða sögu, án þess að …

A Simple Plan

Leikstjórn: Sami Raimi Handrit: Scott B. Smith Leikarar: Bill Paxton, Bridget Fonda, Billy Bob Thornton, Brent Briscoe, Jack Walsh, Chelcie Ross, Becky Ann Baker, Gary Cole, Bob Davis, Peter Syvertsen, Tom Carey og John Paxton Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1998 Lengd: 121mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Bræðurnir Hank og Jakob, sem er svolítið greindarskertur, og vinur hans Lou finna 4 milljón dollara í flugvélarflaki sem hafði hrapað úti í óbyggðum. Þeir taka þá örlagaríku ákvörðun að halda peningunum og tilkynna lögreglunni ekki um fundinn. Í kjölfar fundarins kemur upp misklíð milli bræðranna og vinarins og er uppgjör þeirra átakanlegt, þar sem eitt morð leiðir af öðru og flóknir svikavefir enda með ósköpum. Almennt um myndina: Myndin er mjög góð og vel leikin en Billy Bob Thornton er þar sérstaklega eftirminnilegur í túlkun sinni á greindarskerta bróðurnum. Leikstjórinn Sam Raimi tileinkaði sér hér frásagnarstíl Coen bræðra með góðum árangri og nýtti sér m.a. þá tækni sem þeir höfðu beitt við myndatöku í snjó við gerð myndarinnar Fargo (1996). Ýmsir þekktir leikarar voru lengi orðaðir …

Ringo: The Mark of Vengeance

Leikstjórn: Mario Caiano Handrit: Mario Caiano og Eduardo Manzanos Brochero Leikarar: Anthony Steffen, Frank Wolff, Eduardo Fajardo, Armando Calvo, Alejandra Nilo, Alfonso Godá, Antonio Orengo, Manuel Bermúdez ‚Boliche‘, Ricardo Canales, Amedeo Trilli og Rafael Vaquero Upprunaland: Ítalía og Spánn Ár: 1967 Lengd: 96mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Tveir byssumenn bjarga tvívegis lífi mexíkansks bófa samdægurs og komast að því að helmingurinn af fjársjóðskorti hefur verið tattóveraður á baki hans en hinn helminginn er að finna á baki spillts lögreglustjóra sem lætur einskis ófreistað að ná því öllu. Kortið hafði verið tattóverað á bök þeirra af samfanga þeirra sem átti skammt eftir ólifað þegar þeir sátu allir í fangelsi nokkrum árum áður. Byssumennirnir semja við Mexíkanann um hlut í fjársjóðinum ef þeir finni hann en brátt fjölgar þeim sem sýna honum áhuga og tvístrar græðgin hópnum að lokum. Almennt um myndina: Fjársjóðsleit fégráðugra byssumanna í villta vestrinu er eitt af nokkrum hefðbundnum þemum spaghettí-vestranna og nægir þar að nefna meistaraverkið The Good, the Bad and the Ugly (Sergio Leone: 1966) og gamanmyndina misheppnuðu …

Lena: My 100 Children

Leikstjórn: Edwin Sherin Handrit: Jonathan Rintels, byggt á sögulegri skáldsögu eftir Kuchler-Silbermann Leikarar: Linda Lavin, Torquil Campbell, Lenore Harris, Cynhtia Wilde, Goeroge Touliatos, Susannah Hoffmann og John Evans Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1987 Lengd: 95mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Þjáningum þeirra sem lifðu af helförina var sjaldnast lokið við endalok heimsstyrjaldarinnar síðari. Það kemur vel fram í kvikmyndinni Hundrað börn Lenu (Lena: My 100 Children). Þetta er áhrifamikil mynd um kærleiksverk mikilhæfrar konu andspænis ótrúlegri grimmd kynþáttahaturs. Myndin er byggð á sögu af sannsögulegum atburðum. Söguþráður hennar er á þá leið að kona að nafni Lena Kuchler (leikin af Lindu Lavin) kemur að flóttamannamiðstöð Gyðinga í Krakow leit að týndum ættingjum. Sú leit hennar reynist árangurslaus eins og svo magra annarra. Hún tekur hins vegar eftir nokkrum drengjum sem sitja fyrir utan flóttamannabúðirnar, vannærðir og illa til reika og að enginn lætur sig varða um þá. Þegar hún heldur með þá inn í flóttamannabúðirnar og gerist ágeng fyrir þeirra hönd er henni vísað upp á þriðju hæð hússins. Þar finnur hún hundrað börn, …

The Search

Leikstjórn: Fred Zinnemann Handrit: Richard Schweizer, David Wechsler, Paul Jarrico og Mongomery Clift Leikarar: Mongomery Clift, Aline MacMahon, Jarmila Novotna, Wendell Corey, Ivan Jandl, Mary Patton, Eward G. Morrison, William Rogers, Leopold Borkowski og Claude Gambier Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1948 Lengd: 105mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um ungan dreng Karel að nafni (Ivan Jandl) og Hönnu móður hans (Jarmila Novotna) sem bæði hafa lifað af vist í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz en síðan orðið viðskila hvort við annað. Drengurinn kemst undir verndarvæng bandarísks hermanns (Montgomery Clift) sem lætur sér mjög annt um hann og hefur í hyggju að taka hann með sér heim til Bandaríkjanna. Þrá drengsins unga Karel eftir Hönnu móður sinni og leit hennar að honum eru meginstef myndarinnar sem er tekin á söguslóðum, í borgarrústum Þýskalands skömmu eftir stríðslok. Myndin hefst á því að lest kemur á áfangastað og þegar vagnarnir eru opnaðir (sem virðast sömu eða svipaðrar gerðar og gripavagnar Nasistanna) reynast þeir fullir af sofandi börnum. Góðleg kona lýsir með vasaljósi inn í vagninn og …