Month: júní 2005

Signs

Leikstjórn: M. Night Shyamalan Handrit: M. Night Shyamalan Leikarar: Mel Gibson, Rory Culkin, Abigail Beslin, Joaquin Phoenix, Cherry Jones og M. Night Shyamalan Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 106mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Mel Gibson leikur kaþólskan prest sem verður fyrir miklu áfalli og gengur af trúnni, þegar kona hans deyr í bílslysi. Þeim harmleik er blandað inn í komu geimvera sem virðast ætla að taka yfir heiminn. Myndin sýnir hvernig Graham Hess (Mel Gibson) fær aftur trú á Guð og hvernig fjölskyldan nær að lifa árás geimveranna af. Almennt um myndina: Kvikmyndin Signs hefur vakið upp mjög mismunandi viðbrögð meðal áhorfenda. Sumir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum því að þeir bjuggust við mynd sem væri fyrst og fremst um geimverur. En aðrir hafa horft á þessa mynd sem uppgjör manns við trú sína og þá togstreytu sem því fylgir. Áhugamenn um trú og trúartákn hafa heldur betur dottið í lukkupottin því myndin er einmitt um baráttu Graham Hess við sjálfan sig og trúna. Leikstjórinn ShyamalanM. Night Shyamalan er leikstjóri og höfundur …

Stargate

Leikstjórn: Roland Emmerich Handrit: Dean Dewlin og Roland Emmerich Leikarar: Kurt Russell, James Spader, Viveca Lindfors, Alexis Cruz, Mili Avital, Leon Rippy, John Diehl, Carlos Lauchu, Djimon Hounsou, Eric Avari, French Stewart, Gianin Loffler, Jaye Davidson, Christopher John Fields, Derek Webster og fleiri Upprunaland: Frakkland og Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 113mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Árið 1928 finna fornleifafræðingar stóran og sérkennilegan steinhring grafinn í jörðu í Egyptalandi. Tæplega 70 árum síðar tekst dr. Daniel Jackson (James Spader) að ráða í dularfullt letrið á hringnum sem verður upphafið að ferðalagi yfir á plánetu, sem kallast Abydos og er í Kalyem stjörnuþokunni, í áður óþekktum hluta vetrarbrautarinnar. Ferðalangarnir, lítill flokkur hermanna með ofurstanum O’Neil (Kurt Russel) í fararbroddi ásamt dr. Jackson, finna þar eftirmynd af pýramídanum við Giza ásamt litlu samfélagi frumstæðra manna sem er stjórnað af öflugri geimveru sem tekið hefur sér guðlega stöðu undir nafninu Ra eftir sólguði Egypta til forna. Almennt um myndina: Þýski leikstjórinn og handritshöfundurinn Roland Emmerich á að baki margar stórmyndir á borð við Independence Day, Godzilla, …

Miracle on 34th Street

Leikstjórn: Les Mayfield Handrit: George Seaton og John Hughes, byggt á gamalli samnefndri kvikmynd frá árinu 1947 sem gerð var af George Seaton eftir sögu Valentine Davies Leikarar: Richard Attenborough, Elizabeth Perkins, Dylan McDermott, Mara Wilson, J T Walsh, James Remar, Robert Prosky og Joss Ackland Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1994 Lengd: 114mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Hin sex ára gamla Susan (Mara Wilson) á þá ósk heitasta á jólunum að eignast föður, bróður og hús. Þegar jólasveinn (Richard Attenborough) þakkargjörðarskrúðgöngu Cole´s verslunarkeðjunnar blikkar til hennar auga, ögrar hann efasemdum hennar um tilvist jólasveinsins og fyllir hjarta hennar von um að hann geti gefið henni í jólagjöf það sem hjarta hennar þráir mest. Susan sem hafði sætt sig við að draumur hennar ætti einungis heima á ljósmynd í lokuðu skríni, sér brátt að trúin ein getur látið óskir rætast. Almennt um myndina: Miracle on 34th Street er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1947. Myndin er ein af þessum vel heppnuðu klassísku jólamyndum sem enginn má missa af að horfa á hver einustu jól …

The Village

Leikstjórn: M. Night Shyamalan Handrit: Manoj Night Shyamalan Leikarar: Bryce Dallas Howard, Joaquin Phoenix, Adrien Brody, William Hurt (I), Sigourney Weaver, Brendan Gleeson, Cherry Jones, Celia Weston, John Christopher Jones, Frank Collison, Jayne Atkinson, Judy Greer Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 108mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Íbúar afskekkts smábæjar í Pensilvaníu undir lok 19. aldar hafa um nokkurt skeið búið í friðsömu nábýli við dularfullar skógarverur. Þegar forvitni yngri kynslóðar bæjarins reitir skógverurnar til reiði virðist uppgjör hinna ólíku nágranna óumflýjanlegt. Inn í söguþráðinn fléttast dramantísk fortíð stofnenda bæjarins og átakanlegur ástarþríhyrningur. Almennt um myndina: „The Village“ er sjötta myndin sem M. Night Shyamalan bæði leikstýrir og semur handritið að. Shyamalan er frekar ungur að árum, fæddur 1970, og virðist vera á góðri leið með að hasla sér völl sem Hitchcock nýrrar kynslóðar. Hann hefur þó legið undir töluverðri gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ávalt „fyrirsjáanlega á óvart” í myndum sínum. Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um „The Village“ er hverskonar sjónrænt listaverk kvikmyndin er. Bæði …

Les invasions barbares

Leikstjórn: Denys Arcand Handrit: Denys Arcand Leikarar: Rémy Girard, Stéphane Rousseau, Dorothée Berryman, Louise Portal, Dominique Michel, Yves Jacques, Pierre Curzi, Marie-Josée Croze, Marina Hands, Toni Cecchinato, Mitsou Gélinas og Johanne-Marie Tremblay Upprunaland: Kanada Ár: 2003 Lengd: 99mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um Rémy Lazure, framhaldsskólakennara á miðjum aldri sem glímir við krabbamein. Hann er önugur og sjálfselskur nautnaseggur sem augljóslega hefur brennt margar brýr að baki sér í lífinu. Konan hans er farin frá honum fyrir löngu, hann er vinafár og börnin hans tala örsjaldan við hann. Nú er samt svo komið að hann er dauðvona og breytir það ýmsu. Myndin segir frá síðustu dögum Rémys með fjölskyldu og vinum. Almennt um myndina: Myndin er sérstök að því leiti að áhorfandinn fær að valsa svo til óáreittur um sögusvið hennar. Hún byggist mikið á samtölum fólks í litlum rýmum, sem gefur áhorfandanum nægan tíma til þess að virða hverja persónu fyrir sér og mynda eigin skoðun á henni. Því er auðvelt að lifa sig inn í aðstæður hvers og …

The Simpsons: Homer the Heretic

Leikstjórn: Jim Reardon Handrit: George Meyer Leikarar: Dan Casteslaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Hank Azaria og Harry Shearer Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1992 Lengd: 20mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kaldan vetrarmorgun á sunnudegi neitar Hómer Simpson að fara með fjölskyldu sinni til kirkju. Hann skemmtir sér konunglega á meðan fjölskyldan er við það að frjósa í rafmagnslausri kirkjunni. Hómeri hefur sjaldan liðið betur og ályktar að best sé að hann fari aldrei aftur til kirkju. Hómer sannfærist ennfrekar þegar hann dreymir að Guð birtist honum í draumi og samþykji að hann iðki trú á sína eigin vegu. Marge eiginkona Hómers er miður sín yfir þessu og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að Hómer haldi áfram að iðka kirkjusamfélagið. Þegar Hómer lendir í eldsvoða á heimili sínu og Ned Flanders og fleiri félagar bjarga honum frá dauða snýr Hómer aftur í kirkjuna. Almennt um myndina: Simpson-fjölskyldan er ein vinsælasta þáttaröðin sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum, þátturinn sem hóf göngu sína 1989, nýtur mikilla vinsælda og er ennþá í …

About Schmidt

Leikstjórn: Alexander Payne Handrit: Alexander Payne, byggt á samnefndri skáldsögu Leikarar: Jack Nicholson, Hope Davis, June Squibb, Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2002 Lengd: 125mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Warren Schmidt er 66 ára gamall og nýlega sestur í helgan stein þegar hann missir eiginkonu sína til margra ára. Þessar breytingar krefja hann til að endurmeta líf sitt og sjálfan sig. Almennt um myndina: Myndataka, klipping og hljóð eru almennt góð. Myndatakan er skemmtileg, vel er sýnt framan í sögupersónur, sérstaklega þegar samræður eiga sér stað. Oft koma ofanskot, einkum þegar nota á umhverfið til að sýna líðan persónanna, aðallega Schmidts, og leggja þau áherslu á hve umhverfið er nauðsynlegt. Myndin hefst reyndar á ofanskoti, þar sem borgin Omaha í Nebraska er sýnd. Greinilega er vetur, allt er svo bert og hrásalagalegt og er það út alla myndina og leggur enn meiri áherslu hve snautt og líflaust líf Schmidts er. Turn tryggingafélagsins Woodmen of the World eða The Woodmen Life Assurance Co. gnæfir yfir aðrar byggingar, lýsir kannski því hvernig starfið hefur átt stærstan …