Month: október 2005

Crime Boss

Leikstjórn: Alberto De Martino Handrit: Lucio Battistrada og Alberto De Martino Leikarar: Antonio Sabato, Telly Savalas, Paola Tedesco, Giuliano Persico, Guido Lollobrigida, Nino Dal Fabbro, Sergio Rossi, Sergio Tramonti, Piero Morgia og Carlo Gaddi Upprunaland: Ítalía Ár: 1972 Lengd: 98mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Launmorðingi á vegum ítölsku mafíunnar á harma að hefna og kemur sér ásamt bróður sínum í mjúkinn hjá einni fjölskyldunni í Þýzkalandi til þess eins að sundra henni og þeim sem hann egnir henni gegn, en sem á líður taka völdin ekki síður að freista hans. Almennt um myndina: Þessi ítalska mafíumynd er alls ekki jafn slök eins og margar kvikmyndahandbækur halda fram en þar fær hún að jafnaði *½ af fjórum. Vissulega er framsögn margra leikaranna bæði ófhefluð og óþjál, a.m.k. í enskri talsetningu myndarinnar, en það er ekki laust við að það hæfi sögupersónunum einkar vel sem eru upp til hópa glæpamenn sem svífast einskis. Söguþráðurinn er tiltölulega fyrirsjáanlegur og atburðarrásin hæg en hún heldur samt áhorfandanum allan tímann við efnið og er það aðeins kostur …

Sib

Leikstjórn: Samira Makhmalbaf Handrit: Mohsen Makhmalbaf og Samira Makhmalbaf Leikarar: Massoumeh Naderi, Zahra Naderi, Ghorban Ali Naderi, Azizeh Mohamadi og Zahra Saghrisaz Upprunaland: Íran og Frakkland Ár: 1998 Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Sib (Eplið) byggir á lífi raunverulegrar íranskrar fjölskyldu, Naderi-fjölskyldunnar. Myndin segir frá tveimur tólf ára systrum í Teheran sem hafa verið lokaðar inni á heimili sínu frá fæðingu. Fjölskyldan saman stendur af systrunum Zahra og Massoumeh, öldruðum föður þeirra og blindri móður. Foreldrarnir halda því fram að þeir hafi lokað þær inni til þess að vernda þær en nágrannar fjölskyldunnar láta félagsmálayfirvöld vita sem leitast við að koma til hjálpar. Fjölmiðlar segja jafnframt frá málinu og lýsa föður stúlknanna eins og fangaverði sem hafi hlekkjað þær fastar og geymt þær eins og dýr í búri. Myndin lýsir því síðan hvernig fulltrúi félagsþjónustunnar reynir að fá foreldrana til að hleypa stúlkunum út þannig að þær geti lifað venjulegu lífi, gengið í skóla og eignast leikfélaga. Áhorfendur fá svo að sjá hvernig fjölskyldan bregst við nýjum aðstæðum og frelsi stúlknanna. Almennt um …

My Summer of Love

Leikstjórn: Pawel Pawlikowski Handrit: Pawel Pawlikowski, byggt á skáldsögu eftir Helen Cross Leikarar: Nathalie Press, Emily Blunt, Paddy Considine, Dean Andrews, Michelle Byrne, Paul Antony-Barber, Lynette Edwards og Kathryn Sumner Upprunaland: Bretland Ár: 2004 Lengd: 86mín. Hlutföll: Sennilega um 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Tvær ungar stúlkur, Mona og Tasmin, hittast að sumarlagi og takast með þeim náin kynni. Mona er lágstéttarstúlka sem býr með bróður sínum, faðirinn er fyrir löngu horfinn og móðirin látin. Tasmin er hins vegar yfirstéttarstúlka sem þarf lítið að hafa fyrir lífinu. Þær bralla mikið saman þetta sumar, prófa sig áfram í ástarmálum, prakkarast og njóta lífsins. En ekki er allt sem sýnist. Almennt um myndina: My Summer of Love er önnur kvikmynd pólska leikstjórans Pawels Pawlikowskis í fullri lengd, en áður hafði hann gert kvikmyndina Last Resort (2000). Þeirri mynd var víðast hvar vel tekið og var hún sýnd á fjölda kvikmyndahátíða þar sem leikstjórinn hlaut m.a. BAFTA verðlaun sem besti nýgræðingurinn árið 2001. Nýjasta kvikmynd hans hefur jafnframt fengið góðar viðtökur og honum féllu m.a. í skaut …

Málþing um íranskar kvikmyndir

Málþing um íranskar kvikmyndir var haldið 6. október 2005 í samvinnu Deus ex cinema og Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hægt er að hlusta á fyrirlestrana með því að smella á tenglana hér að neðan. Bjarni Randver Sigurvinsson: Hið mennska í írönskum kvikmyndum (4,5 mb, mp3-skrá) Halldór Hauksson: Undir olífutrjánum eftir Abbas Kiarostami (3,9 mb, mp3-skrá) Teitur Atlason: Keimur af kirsjuberjum eftir Abbas Kiarostami (3,6 mb, mp3-skrá) Árni Svanur Daníelsson: Stund sakleysis og fyrirgefningar (4,6 mb, mp3-skrá) Gunnar J. Gunnarsson: Í þágu friðar og menntunar. Um kvikmyndir Samiru Makhmalbaf (7 mb, mp3-skrá) Steinunn Lilja Emilsdóttir: Spegillinn eftir Jafar Panahi (2,7 mb, mp3-skrá) Elína Hrund Kristjánsdóttir: Konur í írönskum kvikmyndum (4,7 mb, mp3-skrá)