Year: 2005

Donnie Darko

Leikstjórn: Richard Kelly Handrit: Richard Kelly Leikarar: Jake Gyllenhaal, Jena Malone, Drew Barrymore, Mary McDonnell, Katharine Ross, Patrick Swayse og Noah Wyle Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2001 Lengd: 108mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um unglingsdreng sem á við geðraskanir og svefntruflanir að stríða. Í kjölfar þess að þotuhreyfill brotlendir á húsi hans fer hann að sjá ofsjónir í líki risavaxinnar kanínu sem spáir fyrir um nákvæma tímasetningu endaloka heimsins og fær hann til að framkvæma ýmis ódæðisverk. Almennt um myndina: Donnie Darko er þriðja mynd Kellys (sú fyrsta í fullri lengd), en hann skrifar jafnframt handritið og leikstýrir henni. Áður hafði hann gert tvær stuttmyndir, The Goodbye Place (1996) og Visceral Matter (1997), þar sem hann átti einnig í báðum tilfellum heiðurinn af handriti og leikstjórn. Þess má til gamans geta að fyrri myndin fjallar einmitt um dag í lífi ringlaðs unglingsdrengs og sú síðari um tilraunir til ferðalaga í tíma og rúmi, svo það virðist sem þessi hugmynd hafi verið að gerjast með Kelly um einhvern tíma. Myndin var tilnefnd …

Love Actually

Leikstjórn: Richard Curtis Handrit: Richard Curtis Leikarar: Bill Nighy, Gregor Fisher, Colin Firth, Liam Neeson, Emma Tompson, Kris Marshall, Heike Makatsch, Martin Freeman, Joanna Page, Andrew Lincoln, Keira Knightley, Hugh Grant, Martine McCutcheon, Laura Linney, Thomas Sangster, Alan Rickman, Rowan Atkinson, Rodrigo Santoro Billy Bob Thornton og Lúcia Moniz Upprunaland: Bretland og Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 135mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin fjallar um líf átta mjög ólíkra para í Lundúnum á Englandi og hvernig þau takast á við ástarlíf sitt í ólíkum aðstæðum. Sögur þeirra fléttast saman á ólíkan hátt á hinum annasömu vikum fyrir jólin. Almennt um myndina: Love Actually er vel gerð mynd þar sem helstu leikarar Breta fara með aðalhlutverkin og standa þeir undir væntingum. Hugh Grant er sérstaklega góður sem hinn sjálfmeðvitaði forsætisráðherra og fer á kostum í dansatriðinu. Emma Tompson fer vel með vandasamt hlutverk heimavinnandi húsmóður, Karen að nafni, sem þarf að horfast í augu við að eiginmaður hennar er að leiðast út í framhjáhald. Bill Nighy fer á kostum sem hinn óútreiknanlegi rokkari Billy …

Pelle erobreren

Leikstjórn: Bille August Handrit: Bille August, Per Olov Enquist og Bjarne Reuter, byggt á skáldsögu eftir Martin Andersen Nexø Leikarar: Pelle Hvenegaard, Max von Sydow, Erik Paaske, Björn Granath, Astrid Villaume, Axel Strøbye, Troels Asmussen, Kristina Törnqvist, Karen Wegener, Sofie Gråbøl, Lars Simonsen, Buster Larsen, John Wittig, Troels Munk og Nis Bank-Mikkelsen Upprunaland: Danmörk og Svíþjóð Ár: 1987 Lengd: 143mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Landbúnaðarverkamaðurinn Lasse Karlsson (Max von Sydow) er nýlega orðinn ekkjumaður og er hann á leið með sjö ára son sinn, Pelle (Pelle Hvenegaard), frá Tommelilla í Svíþjóð til Danmerkur þar sem hann telur að þeim feðgum muni vegna betur. En þegar til á að taka finnst væntanlegum atvinnuveitendum karlinn of gamall og strákurinn of ungur. Feðgarnir neyðast til að sætta sig við heldur báborin kjör lægst í virðingarstiganum sem fjósamenn á herragarði sem nánast er í hers höndum vegna ofbeldisfulls verkstjóra. Almennt um myndina: Myndin, sem er samvinnuverkefni Dana og Svía, snýst um líf fólksins á herragarðinum og í næsta nágrenni hans. Það reynist ekki eintóm sveitasæla. Margir …

Twin Peaks: The First Season (Pilot, Episodes 1.1-2.2)

Leikstjórn: David Lynch (pilot, 1.2) og Duwayne Dunham (1.1) Handrit: Mark Frost og David Lynch Leikarar: Kyle MacLachlan, Michael Ontkean, Madchen Amick, Dana Ashbrook, Richard Beymer, Lara Flynn Boyle, Sherilyn Fenn, Warren Frost, Peggy Lipton, James Marshall, Everett McGill, Jack Nance, Ray Wise, Joan Chen og Piper Laurie Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1990 Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Þegar lík ungrar stúlku finnst fer lífið í smábænum Twin Peaks úr skorðum. Til bæjarins kemur ungur alríkisfulltrúi að nafni Dale Cooper til að rannsaka málið og í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist og svo virðist sem flestir bæjarbúa hafi eitthvað að fela. Almennt um myndina: Þegar þættirnir voru fyrst sýndir á ABC sjónvarpsstöðinni í Apríl árið 1990 varð strax ljóst að þar var á ferðinni ferskt og nýtt efni, en það virtist þó skiptast þannig að annaðhvort elskaði fólk þættina eða hataði. Kvikmyndatakan og klippingin eldast ljómandi vel og hentar hún þáttunum prýðilega. Mikið er um að atriði séu látnin renna saman, til dæmis þar sem verið er að mynda eina persónu, …

Harry Potter and the Prisoner of Azkaban

Leikstjórn: Alfonso Cuarón Handrit: Steven Kloves og J.K. Rowling Leikarar: Daniel Radcliffe, Gary Oldman, Rubert Grint, Emma Watson, David Thewlis, Michael Gambon og Alan Rickman Upprunaland: Bandaríkin Ár: 2004 Lengd: 136mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Harry er nú að hefja sitt þriðja ár í Hogwarts. Áður en skólaárið hefst kemst hann að því að Sirius Black hefur sloppið úr Azkaban og ætli sér nú að leita uppi Harry og myrða hann. Í þokkabót þarf hann að glíma við hina illu verði Azkabans, vitsugurnar. Svo virðist stór og grimmur hundur vera að fylgjast með honum og svona til þess að bæta gráu ofan í svart þá spáir kennari hans því að hann muni deyja. Harry og félagar þurfa því að taka á honum stóra sínum eigi þau að komast í gegnum þetta skólaár. Almennt um myndina: Leikstjóri myndarinnar er hinn mexíkóski Alfonso Cuarón. Hann er ungur að árum, fæddur 28. nóvember 1961 í Mexíkóborg. Hann vakti fyrst heimsathygli með mynd sinni Y Tu Mama Tambien frá árinu 2001. Þá var hann þegar orðinn …

The Lord of the Rings: The Return of the King

Leikstjórn: Peter Jackson Handrit: Fran Walsh, Phillippa Boyen og Peter Jackson, byggt á skáldsögu eftir J.R.R. Tolkien Leikarar: Elijah Wood, Sean Astin, Orlando Bloom, Viggo Mortensen, Ian McKellen, Andy Serkis, Billy Boyd, Dominic Monaghan, John Noble, Mirando Otto, David Weham, Bruce Hopkins, Bernhard Hill, Liv Tyler, Hugo Weaving, Cate Blanchett, John Rhys Davies og Karl Urban Upprunaland: Nýja Sjáland og Bandaríkin Ár: 2003 Lengd: 192mín. Hlutföll: 2.35:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Lokaorrustan um Miðgarð er hafin. Fróði og Sómi, undir leiðsögn Gollris, halda áfram hættulegri ferð sinni í átt að eldum Dómsdyngju til að tortíma hringnum eina. Aragorn berst við að uppfylla arfleið sína er hann leiðir örmagna her sinn gegn vaxandi mætti Sargons Myrkradróttins til þess að hringberinn geti lokið för sinni. Almennt um myndina: Þegar fyrsta bindi Hringadróttinssögu kom út árið 1954 fögnuðu lesendur þessu tímamótaverki. Bækur Tolkiens áttu eftir að fara sigurför um heiminn og því ekki að undra að þríleikur Peters Jackson feti í sömu fótspor. Það er ljóst að Peter Jakson hefur unnið afrek í að koma til áhorfenda …

Journal d’un curé de campagne

Leikstjórn: Robert Bresson Handrit: Robert Bresson, byggt á skáldsögu eftir Georges Bernanos Leikarar: Claude Laydu (presturinn ungi), Marie-Monique Arkell (hertogafrúin) Jean Riveyre (hertoginn), André Guibert (prestuinn í Torcy), Nicole Maurey (Louise), Nicole Ladmiral (Chantal), Martine Lemaire (Séraphita), Antoine Balpétré (læknirinn dr. Delbende) Upprunaland: Frakkland Ár: 1951 Lengd: 115mín. Hlutföll: 1:33:1 Einkunn: 4 Ágrip af söguþræði: Kvikmynd Bresson er byggð á skáldsögu kaþólska rithöfundarins Georges Bernanos sem kom út í París 1936. Bókin var fjórða skáldsaga Bernanos og eins og í fyrri verkum hans er aðalpersóna bókarinnar rómversk-kaþólskur prestur. Sjálfur sótti Bernanos le petit séminaire við Jesúítaskólann Collége Nortre-Dames-des-Champs (1901-1903) og við Collège Saint-Célestin Bourges (1903-1904) en hætti prestnáminu og lauk í staðinn námi í bókmenntum og lögfræði við Sorbonne (1909). Kvikmyndin segir frá ungum rómversk-kaþólskum presti sem kemur í litla sveitarsókn í norður-Frakklandi á þriðja áratugnum með því undarlega nafni Ambricourt. Hún hefst á einni af mörgum dagbókarfærslum prestsins unga þar sem hann sannfærir bæði samvisku sína og áhorfandann um að hann skrifi af heilindum í dagbókina og áhorfandinn heyrir hann segja: „I don’t think …

Hudson Hawk

Leikstjórn: Michael Lehmann Handrit: Steven E. de Souza og Daniel Waters, byggt á sögu eftir Bruce Willis og Robert Kraft Leikarar: Bruce Willis, Danny Aiello, Andie McDowell, Richard E. Grant, Sandra Bernhard, Donald Burton, David Caruso, Frank Stallone og James Coburn Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1991 Lengd: 100mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Bókin opnast og sagan hefst árið 1481 í kastala Leónardó da Vinci þar sem hann er að prófa nýjustu uppfinningu sína; vél sem breytir blýi í gull. Af ótta við afleiðingarnar felur Leónardó leyndarmál gullgerðarlistarinnar í þremur listaverkum eftir sjálfan sig og tengir þar með söguna við okkar tíma. Hudson Hawk losnar úr fangelsi í nútímanum. Hann er minimalískur þjófur með meiriháttar hæfileika og von um betra líf. Hans bíður breyttur heimur og áður en dagur er liðinn er hann þvingaður aftur út á glæpabrautina ásamt vini sínum Tommy. Mayflower hjónin eru skúrkarnir og vilja leggja hagkerfi heimsins í rúst með því að flæða allt með gulli. Þau svívast einskis og láta jafnvel svívirða Péturskirkjuna í Róm til þess að ná …

Sophie’s Choice

Leikstjórn: Alan J. Pakula Handrit: Alan J. Pakula, byggt á bókinni Sophie’s Choice eftir William Styron Leikarar: Meryl Streep, Kevin Kline, Peter MacNicol, Rita Karin, Stephen D. Newman, Greta Turken, Josh Mostel, Marcell Rosenblatt, Moishe Rosenfeld, Robin Bartlett og Eugene Lipinski Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1982 Lengd: 150mín. Hlutföll: 1.85:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Pólverjinn Sophie lifði af fangabúðir nasista og býr nú í Bandaríkjunum með ástmanni sínum, hinum töfrandi og mislynda Nathan. Í íbúðina fyrir neðan þau flytur Stingo, lítt lífsreyndur ungur maður sem er að skrifa sína fyrstu bók, og verða þau þrjú bestu vinir. Saman eiga þau margar áhyggjulausar og töfrandi stundir en fljótt kemur í ljós að undir niðri kraumar sjúkleg afbrýðisemi og geðveila Nathans og lamandi sektarkennd Sophíar sem losnar ekki undan minningum stríðsins. Almennt um myndina: Umgjörð kvikmyndarinnar verður að teljast mjög vönduð. Myndin býr yfir mýkt og draumkenndri fegurð, jafnvel í þeim atriðum sem sýna hinn grimma veruleika útrýmingarbúðanna. Kvikmyndatakan tekur mið af þessari fagurfræðilegri mýkt þannig að sum skotin líkjast einna helst málverki. Það fer ekki á …

My Darling Clementine

Leikstjórn: John Ford Handrit: Samuel G. Engel, Sam Hellman og Winston Miller, byggt á sögunni Wyatt Earp, Frontier Marshal eftir Stuart N. Lake Leikarar: Henry Fonda, Linda Darnell, Victor Mature, Cathy Downs, Walter Brennan, Tim Holt, Ward Bond og Alan Mowbray Upprunaland: Bandaríkin Ár: 1946 Lengd: 97mín. Hlutföll: 1.33:1 Einkunn: 3 Ágrip af söguþræði: Myndin segir frá Wyatt Earp og bræðum hans sem gerast löggæslumenn í smábænum Tombstone eftir að yngsti bróðurinn er drepinn í nágreni við bæinn. Bræðurnir eiga í stigvaxandi útistöðum við Clanton-feðga sem endar með uppgjöri við OK-réttina. Almennt um myndina: Goðsögnin um Wyatt Earp og uppgjör hans við Clanton-feðga við OK-réttina er vel þekkt og hluti af sagnahefð Bandaríkjamanna. Hún er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í bænum Tombstone í Arizona-fylki árið 1881. Sögnin hlýtur að höfða sterkt til þjóðarsálarinnar vestra, því að uppgjörið við réttina í Tombstone hefur sennilega verið kvikmyndað oftar en nokkur annar einstakur atburður í sögu bandarísku þjóðarinnar, m.a. af meistara John Ford í myndinni sem hér er til umfjöllunar. My Darling Clementine er …