Year: 2007

Mies vailla menneisyyttä

Leikstjórn: Aki Kaurismäki Handrit: Aki Kaurismäki Leikarar: Markku Peltola, Kati Outinen, Juhani Niemelä, Kaija Pakarinen, Sakari Kuosmanen, Annikki Tähti, Anneli Sauli, Elina Salo, Outi Mäenpää, Esko Nikkari, Pertti Sveholm, Matti Wuori, Aino Seppo og Janne Hyytiäinen Framleiðsluland: Finnland, Þýzkaland og Frakkland Framleiðsluár: 2002 Lengd: 97 Útgáfa: VHS, pal Hlutföll: 1.85:1 Tegund: Drama, gamanmynd Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: „M“ missir minnið í kjölfar líkamsárásar og glatar um leið allri vitneskju sinni um sjálfan sig. Hann býr meðal utangarðsfólks í Helsinki og greinir myndin frá samskiptum hans við samborgarana og viðleitni hans til að fóta sig í samfélaginu, nafnlaus og minnislaus. Almennt um kvikmyndina: Þótt undirritaður hafi illu heilli ekki kynnt sér finnskar kvikmyndir fram til þessa þótti honum kvikmynd þessi sverja sig mjög í ætt við þjóðerni sitt. Andrúmsloftið er ákaflega „finnskt“ ­ ef svo má segja. Tilfinningar og samræður einkennast af stakri naumhyggju, kímnin er kaldhæðin og tónlistin angurvær blanda af finnsku tangó og ýmsum slögurum. Umfjöllunarefni myndarinnar er sígilt í kvikmyndum og skáldskap: Samfélagið er skoðað með augum einhvers sem er utangarðs …

The Simpsons Movie

Leikstjórn: David Silverman Handrit: Matt Groening, James L. Brooks o.fl. Leikarar: Dan Castellaneta, Julie Kavner, Nancy Cartwright, Yeardley Smith, Harry Shearer, Hank Azaria Tónlist: Hans Zimmer Framleiðsluland: Bandaríkin Framleiðsluár: 2007 Lengd: 87 Hlutföll: 1.85:1 Tegund: Gamanmynd Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Það eru teikn á lofti í Springfield sem er orðinn að mengaðasta smábæ Bandaríkjanna. Þegar Hómer tæmir úr rotþrónni í stöðuvatnið grípur umhverfisstofnunin EPA í taumana og hylur bæinn með risastórum glerkúpli. Simpsons fjölskyldan sleppur þó út, en þarf að snúa aftur til að bjarga Springfield frá bráðri glötun. Almennt um kvikmyndina: Simpsons fjölskyldan hefur verið fastagestur á mörgum heimilum frá því þættirnir hófu göngu sína árið 1989. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda og það mátti því alveg búast við því að fjölskyldan rataði á hvíta tjaldið. Kvikmyndin var frumsýnd í sumar og hún hefur fengið góðar viðtökur. Stíllinn á myndinni kallast á við þættina. Hún geymir líka fjölmargar vísanir í aðrar kvikmyndir, m.a. í Titanic og An Inconvenient Truth. Umfjöllun um trúar- og siðferðisstef: Simpsons-þættirnir eru uppfullir af áhugaverðum trúar- og siðferðisstefjum. …

Romeo, Julia a tma

Leikstjórn: Jirí Weiss Handrit: Ján Otcenásek, Jirí Weiss Leikarar: Ivan Mistrík, Daniels Smutná Kvikmyndataka: Václav Hanus Tónlist: Emil Poledník Framleiðsluland: Tékkland Framleiðsluár: 1960 Lengd: 92 Tegund: Drama Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: Pavel er ungur nemendi í Prag á tíma síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann felur gyðingastúlkuna Hanka á háaloftinu í blokkinni þar sem hann býr. Ástin blómstrar milli þeirra. Umfjöllun um trúar- og siðferðisstef: Bakgrunnur myndarinnar er helförin. Ungur maður (Pavel) felur gyðingastúlku (Hanka) á háalofti í fjölbýlishúsi í Prag. Samband þeirra þróast smám saman í ástarsamband og er Pavel eini tengiliður Hönku við umheiminn. Í upphafi myndarinnar sjáum við hvar Gyðingafjölskylda er flutt á brott úr fjölbýlishúsinu. Barn í fjölskyldunni virðist allt því að því spennt fyrir vænanlegri ferð, spyr hvort fleiri krakkar verði ekki með í ferðinni o.s.frv. Annað barn spyr hvenær þau komi aftur úr sumarfríinu. Annars sjáum við lítið af slíku í myndinni, útrýmingarbúðir sjást t.d. aldrei. Að því leyti er myndin fjarri því eins óhugnanleg og flestar helfararkvikmyndir. Myndin snýst að verulegu leyti um samskipti ósköp venjulegs fólks í fjölbýlishúsinu …