Month: september 2007

Mies vailla menneisyyttä

Leikstjórn: Aki Kaurismäki Handrit: Aki Kaurismäki Leikarar: Markku Peltola, Kati Outinen, Juhani Niemelä, Kaija Pakarinen, Sakari Kuosmanen, Annikki Tähti, Anneli Sauli, Elina Salo, Outi Mäenpää, Esko Nikkari, Pertti Sveholm, Matti Wuori, Aino Seppo og Janne Hyytiäinen Framleiðsluland: Finnland, Þýzkaland og Frakkland Framleiðsluár: 2002 Lengd: 97 Útgáfa: VHS, pal Hlutföll: 1.85:1 Tegund: Drama, gamanmynd Stjörnur: 3 Umfjöllun Ágrip af söguþræði: „M“ missir minnið í kjölfar líkamsárásar og glatar um leið allri vitneskju sinni um sjálfan sig. Hann býr meðal utangarðsfólks í Helsinki og greinir myndin frá samskiptum hans við samborgarana og viðleitni hans til að fóta sig í samfélaginu, nafnlaus og minnislaus. Almennt um kvikmyndina: Þótt undirritaður hafi illu heilli ekki kynnt sér finnskar kvikmyndir fram til þessa þótti honum kvikmynd þessi sverja sig mjög í ætt við þjóðerni sitt. Andrúmsloftið er ákaflega „finnskt“ ­ ef svo má segja. Tilfinningar og samræður einkennast af stakri naumhyggju, kímnin er kaldhæðin og tónlistin angurvær blanda af finnsku tangó og ýmsum slögurum. Umfjöllunarefni myndarinnar er sígilt í kvikmyndum og skáldskap: Samfélagið er skoðað með augum einhvers sem er utangarðs …