Futurama 4:5 A Taste of Freedom
Leikstjórn: Matt Groening Handrit: Matt Groening og David X. Cohen Leikarar: Billy West, Katey Sagal og John Di Maggio Upprunaland: Bandaríkin Tungumál: Enska Ár: 2003 Lengd: 20mín. Hlutföll: 1.33:1 Útgáfa: R2 dvd diskur Einkunn: 2 Ágrip af söguþræði: Á degi frelsisins etur dr. Zoidberg fána jarðar. Hann er dæmdur til dauða fyrir verknaðinn og leitar skjóls í sendiráði heimaplánetu sinnar. Hermenn ráðast á sendiráðið til að fullnægja dóminum og það er skilið sem stríðsyfirlýsing. Jörðin fellur og jarðarbúar eru hnepptir í ánauð. Fry, Leela og Bender ná þó að lokum að bjarga málunum með hjálp Zoidbergs sem verður eftir það hetja jarðarbúa. Almennt um myndina: Futurama kemur úr smiðju Matts Groenings sem er maðurinn á bak við Simpsons þættina vinsælu. Þættirnir eru gerðir í svipuðum stíl og Simpsons, en gerast í framtíðinni. Nánar tiltekið gerast þættirnir í upphafi 31. aldarinnar. Sögusviðið er jörðin og himingeimurinn. Söguhetjur Futurama starfa allar hjá flutningsfyrirtækinu Planet Express sem er í eigu hins aldna prófessors Hubert J. Farnsworth. Aðalsöguhetjurnar þrjár eru Philip J. Fry, pizzusendill frá 20. öld sem var …