Leikstjórn: Peter Hyams
Handrit: Peter Hyams
Leikarar: Roy Scheider, John Lithgow, Helen Mirren, Bob Balaban, Keir Dullea
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1984
Lengd: 111mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Title?0086837
Einkunn: 3
Ágrip af söguþræði:
Þetta er framhald meistaraverks Kubricks 2001: A Space Oddysey. Sovétríkin og Bandaríkin senda menn til að rannsaka Discovery geimflaugina sem hafði fengið það hlutverk að elta kassalaga súlu sem sveif í átt til Júbiters. Ferðin mistóks vegna þess að tölvan Hal um borð geimskipsins gerði uppreisn gegn geimförunum. Þetta atvik hefur verið mikill skammarblettur á geimsögu Bandaríkjanna sem og ráðgáta sem nauðsynlegt er að leysa. Geimfararnir átta sig fljótlega á því að eitthvað yfirnáttúrulegt er að gerast á Evrópu, tungli Júpiters.
Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Eins og fyrri myndin 2001: A Space Oddysey er þessi háguðfræðileg. Kassalöguðu súlurnar eru augljóslega tákn fyrir sköpunarmátt Guðs, þ.e. heilagan anda. Því má líklega kalla þær heilags-anda-gervinga. Þær ganga út af ,,Guði“ til að framfylgja vilja hans. Þótt þessi tengsl séu augljósari í 2001 þá eru samt sem áður hliðstæður í þessari mynd (og hér ættu allir að hætta að lesa sem ekki hafa séð myndina). Í lok myndarinnar er kassalaga súla sýnd svífa yfir vatni Evrópu, en ásýnd og kaós (djúp) Evrópu hefur verið breytt í sannkallaðan Edenlund. Hér má greina tilvísun í 1M 1:1-2: ,,Í upphafi skapaði Guð himinn og jörð. Jörðin var þá auð og tóm og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum.“ Sköpuninni á Evrópu fylgir einnig mikið ljós (og Guð sagði: verði ljós) sem og ný sól.Einnig má sjá sterkan trúarlegan boðskap í því að Jörðin er allt í einu komin með tvær sólir sem leiðir til þess að á henni ríkir eilífur dagur. Eins og Floyd segir í myndinni: ,,…þegar við höfum áttað okkur á því að við erum aðeins leiguliðar á þessari jörðu. Leiguliðinn hafði gefið okkur viðvörun og nýtt tækifæri.
Beinar tilvísanir í texta trúarrits: 1M 1-3
Persónur úr trúarritum: Heilagur andi, Guð
Guðfræðistef: Sköpun, heimsslit, nýr heimur
Trúarleg reynsla: Opinberun