Month: mars 2015

Leikarinn Max von Sydow í hlutverki Jesú í The Greatest Story Ever Told

Jesús og Kristur á hvíta tjaldinu

Jesús Kristur hefur verið vinsælt umfjöllunarefni í kvikmyndum frá árdögum kvikmyndanna. Margar kvikmyndir hafa verið gerðar um líf hans og starf. Þá hafa skírskotanir til sögu hans verið algengar og svokallaðir kristsgervingar hafa tíðum leikið stór hlutverk á hvíta tjaldinu. Í þessum myndum má greina margvísleg áhrif úr samtímanum, sem hafa haft mótandi áhrif á ýmsa þætti, meðal annars á þá mynd sem dregin er upp af persónu og starfi Jesú Krists. Píslarleikir gegndu um aldir mikilvægu hlutverki í trúarlífi almennings í Evrópu og breiddust með tímanum út um hinn kristna heim. Elsta Jesú-myndin, sem er frá lokum nítjándu aldar, var tileinkuð þekktasta píslarleik Evrópu, píslarleiknum í Oberammergau í Suður-Þýskalandi, en hann er ennþá settur á svið þar á tíu ára fresti. Í píslarleikjahefðinni fundu leikstjórar og framleiðendur kvikmynda um píslarsögu Krists fyrirmyndir að verkum sínum. Þetta er til dæmis sýnilegt í kvikmynd Mel Gibson um Píslarsögu Krists sem hefur mjög ákveðna skírskotun til elstu Jesú-myndanna. Af öðrum heimi Elstu kvikmyndirnar um ævi og starf Jesú Krists eru jafn gamlar og kvikmyndin sjálf. Fyrstu myndinar, …