Kvikmyndir

A Thief in the Night

Leikstjórn: Donald W. Thompson
Handrit: Jim Grant, byggt á skáldsögu eftir Russell S. Doughten Jr. og Donald W. Thompson
Leikarar: Patty Dunning, Mike Niday, Colleen Niday, Maryann Rachford
Upprunaland: Bandaríkin
Ár: 1972
Lengd: 69mín.
Hlutföll: us.imdb.com/Details?0070795#writers
Einkunn: 1

Ágrip af söguþræði:
Patty Myers er sagt að Kristur gæti hvenær sem er komið aftur og að þá sé vissara að vera búin að taka á móti honum. Ólíkt eigimanni hennar efast Patty og ákveður að bíða með að frelsast. En þá hefst endurkoma Krists með burthrifningunni, þ.e. allir þeir sem eru sannkristnir (þ.e. bókstafstrúarmenn)eru hrifnir burt upp til himins. Patty er því ein eftir og verður að þrauka í sjö hryllileg ár en á þeim tíma nær dýrið (Satan) völdum og reynir að setja merki sitt á hægri hönd eða enni allra þeirra sem eftir eru. Þau sem neita að taka við merkinu eru hundelt og tekin af lífi ef þau hafna ekki Guði. Þetta er því n.k. biblíuleg útgáfa af Invasion of the Body Snatchers eða sombíu-myndunum með fjöldann allan af prédikunum. Thief in the Night er fyrsta myndin í fjórleik. Hinar myndirnar heita A Distant Thunder, The Image of the Beast og The Prodigal Planet.

Greining á trúar- og siðferðisstefjum:
Grunnur myndanna í þessum fjórleik er Opinberunarbókin en hún er túlkuð bókstaflega. Á þrengingartímabilinu hefur Guð tekið anda sinn frá mannkyninu og þeir sem ekki tóku á móti Kristi veða að kljást við djöfulinn upp á eigin spýtur eða að gangast honum á hönd. Eins og vanalega í kristnum heimsslitamyndum sem bókstafstrúarmenn standa að rís andkristur upp innan Sameinuðu þjóðanna og byrjar á því að koma á friði á milli Ísrael og Palestínu. þau sem neita hins vegar að láta merkja sig á enni eða hægri hönd fá ekki að kaupa sér mat og verða að fara huldu höfði. Samkvæmt þessari mynd eru aðeins þau sem hafa tekið við merki dýrsins útilokuð frá Guð. Í þriðju mynd breytist þetta en þá eru öll þau sem höfðu heyrt um frelsunarboðskap krists fyrir burthrifninguna en ekki tekið við Kristi útskúfuð af Guði, jafnvel þótt þau hafi tekið trú eftir burthrifninguna. Markmið myndanna er því tvíþætt. Annars vegar að boða hið „rétta“ fagnaðarerindi um Jesú Krists (skv. myndunum eru nýguðfræðingar t.d. á villigötum)og hins vegar að hræða fólk inn í guðsríkið. Hræðsluáróðurinn stigmagnast með hverri mynd en boðskapurinn er sá að heimsslitin gætu hafist í dag og því er vissarra að hafa valið rétt.

Beinar tilvísanir í texta trúarrits: Biblían, 1M 1-3, 2M 20:1-17, 5M 5:6-21, Mt 24:36-43, Mt 27:45-28:10, Mk 13:35-36, Mk 15:33-16:20, Lk 23:44-24:49, Jh 19:28-20:23, 1Þ 5:1-3, 1Jh 2:18, Opinberunarbókin 1-22, Opb 13:16-18,
Persónur úr trúarritum: Andkristur, Heilagur andi, Jesús Kristur, Páll postuli, Satan
Guðfræðistef: ást Guðs, blóð Krists, burthrifningin, dómur Guðs, kraftaverk Krists, meyjar fæðingin, nýguðfræði, sköpun Guðs,
Trúarbrögð: kristni, bókstafstrú
Trúarlegir og goðsögulegir staðir: Kirkja
Trúarleg tákn: kross
Trúarlegt atferli og siðir: brúðkaup, bæn, messa, prédikun